Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Síða 5

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Síða 5
F O R M Á L I Það mun hafa veriö með þjóðhátíðarávarpi forsætisráðherra sumarið 1981 að umræður fóru að aukast um nauðsyn nýrra aðgerða í ávana- og fikniefnamálum á íslandi. í lok þess árs var Landlæknisembættinu falið að safna saman vitneskju um það hve víðtækt þetta vartdamál væri hérlendis. Var þegar hafist handa og hafa tveir til þrir tugir sérfróðra aðila lagt til efnivió í þá skýrslu sem hér birtist. Ekki er vitað um að áður hafi verið reynt að safna á einn stað svo margþættum upplýsingum um ástand þessara mála á íslandi. Kemur i ljós að á undanförnum árum hafa verið gerðar all ýtarlegar kannanir á neyslu áfengis, tóbaks, fikniefna og ávanalyfja, en tilviljun virðist oft hafa ráðið þvi hvenær og hvernig að þessum könnunum hefur verið staðið. Engu að siður eru þær mjög mikilvægar þar sem þekking á ástandinu á hverjum tima og þróun þess hlýtur að vera forsenda þess að stjórnvöld geti gripið til úrræða. Ekki er um það alger samstaða lærðra og leikra hvaða úrræði eru vænlegust til árangurs. Þrátt fyrir þetta liggja nú fyrir að mati undirritaðs nægjanlegar upplýsingar til þess að hægt sé að taka ákvörðun um aðgérðir. Ljóst má þó vera aö úrbætur byggjast ekki eingöngu á aðgerðum heil- brigðisyfirvalda. Samstarf við heilbrigðisstéttir, sérstaklega skólalækna og skólahjúkrunarfræðinga, svo og við fræðsluyfirvöld, skólastjóra, kennara, samtök foreldra og unglinga er veigamikið. Árangur aðgerða stendur og fellur með því hvernig til tekst með þetta samstarf. Þá má minna á að almenn fræðslustarfsemi um heil- brigðismál þarf að eiga greiða leið í gegnum rikisfjölmiðla, en fram að þessu höfum við verið eftirbátar nágrannaþjóða á þessu sviói. Mikilvægt er aó stjórnvöld setji sér ákveðin markmið á þessu sviöi og geri áætlanir um hvernig megi ná þeim. Aö því er varðar tóbak virðist rökréttast aö banna innflutning og sölu þess. Hitt er svo annað mál að það er varla raunhæft fyrirvara- laust. Þess vegna verður að vinna markvisst að því að draga úr tóbaksneyslu með takmörkunum á reykingum, háu verói tóbaksvarnings, upplýsingum og áróðri. Að því er varðar áfengi er rétt aó fylgja ábendingum Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar um hömlur á sölu o. fl. Aó því er varðar fíkniefni verður aö efla allt viðnám í landinu, auka toilgæslu og löggæslu, og slaka í engu á þeim viðurlögum sem nú er beitt. Aö því er varðar ávanalyfin virðist minnst þörf úrbóta, þar eð aðgerðir undanfarin ár hafa skilað miklum árangri . Reykjavík, 26, nóvember 1982. / r Ólafur Ólafsson, landlæknir.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.