Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 9

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 9
hingað til mest byggst á smygli, en litill vafi er á því að ólög- leg ræktun kannabisplantna fer vaxandi innanlands. Tiltölulega stutt er síðan kannabisefni héldu innreió sína til Vesturlanda. Venjulega líöa nokkur misseri frá því aó fólk byrjar reglulega neyslu kannabisefnis þar til heilsutjón kemur í ljós. Ýmsir hafa því álitið að efnið væri hættulaust. Nú er flestum ljóst að kanna- bis er hættulegt heilsu manna, og hafa m.a. sérfræóingar Alþjóóa heilbrigóisstofnunarinnar komist að þeirri niðurstöðu. 1.5. SNIFF Ekki viróist vera um aó ræða aukningu á misnotkun lífrænna leysi- efna hér á landi. Notkun þessara efna i vímuskyni virðist vera bundin við 13-15 ára unglinga, sem í allflestum tilfellum vaxa upp úr þessu fikti. Hörmulegar undantekningar eru þó til þegar eitran- ir hafa valdið verulegu heilsutjóni. 1.6. KÓKAlN 0.FL. Um neyslu annarra fíkniefna, svo sem heróins, morfins, kókains, LSD og englaryks, er litið vitaó meó vissu, en notkun þeirra viró- ist ekki almenn- meðal unglinga á Islandi. 1.7. LYF Lögleg sala vanabindandi lyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja var fyrir 8-10 árum einna mest hér á landi af Noróur- löndunum. Þessi sala hefur minnkað verulega á siðustu árum og er nú minni en almennt gerist i nágrannalöndunum. Samtimis hefur sala áfengis hins vegar aukist nokkuð. 1.8. AÐGERÐIR Frá ómunatið hefur notkun vimuefna verið einn af fylgikvillum mannlegs samfélags. Áfengisneysla fer vaxandi vióa um heim. Sterk tengsl eru á milli heildarneyslu áfengis og tjóns af völdum neyslunnar. Meö þvi að draga úr neyslu áfengis má þvi minnka þaö heilsutjón sem áfengi veldur. Hversu æskilegt sem þaó kann að vera að koma algerlega i veg fyrir notkun tóbaks og annarra ávana- og vimuefna þá er ekki raunhæft aö starf allra næstu ára hafi svo fjarlægt markmið. Stjórnvöld þurfa að setja sér mælanleg og timasett markmió sem þau ætla sér að ná meó markvissum og vel skipulögðum aógerðum. Aó þvi er varðar áfengi og tóbak þurfa a aðgerðir að beinast að öllum eftirtöldum þáttum: Sölu og dreifingu, verðlagningu, löggæslu og fræðslu. Enda þótt allir vióurkenni að mikið og óhamlaö framboð á ólögleg- um vimuefnum leiói til aukinnar neyslu virðist samt gleymast að nákvæmlega sama gildir um áfengi og tóbak. Fjöldi útsölustaða, sölutimi og verólagning hafa áhrif á heildarneysluna. Er mjög nauósynlegt að stjórnvöld nýti sér þessar staðreyndir i baráttunni fyrir minni notkun áfengis og tóbaks. Varnir gegn hvers konar smygli eða ólögmætri framleiðslu vimuefna ber að efla, m.a. meö þvi aö bæta aðstöðu og mönnun löggæslu og tollgæslu. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.