Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Qupperneq 11

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Qupperneq 11
2. Á F E N G I 2.1. NEYSLAN 2.1.1. Heildarneyslan Til eru upplýsingar um skráða sölu áfengis á íslandi í heila öld. Á árunum 1881-1885 var skráð meðalsala áfengis á íbúa 2,38 lítrar af hreinum vinanda. Skráð héildarsala minnkaði fram til aldamóta og náði lágmarki á bannárunum. Síðan hefur heildarsalan aukist stöðugt og árið 1981 var skráð sala af hreinum vinanda 3,16 litrar á ibúa.(32,50) Heildarsalan hefur ekki aðeins aukist, heldur hefur hún breyst. Fyrir hundrað árum var hlutur sterkra drykkja i sölunni 95%, en var 70% árið 1981. Sala léttra vina hefur þvi aukist úr 5% af heildarsölunni i 30%. Þrátt fyrir þessar breytingar einkennir neysla sterkra drykkja áfengisneyslu íslendinga. Nokkuð stöðug aukning var á sölu hreins vinanda á hvern ibúa frá 1960 til 1974, en siðan hafa breytingarnar verið litlar. Sala brenndra vina hefur dregist saman' frá 1974 en mikil aukning hefur orðið á sölu borðvina. Svipuð aukning hefur orðið á sölu heitra vina, ef undan eru skilin tvö siðastliðin ár. Ógerlegt er aó meta nákvæmlega það magn áfengra drykkja sem neytt er. Fyrir hendi eru nákvæmar upplýsingar um áfengissölu ÁTVR, Mynd 1: Áfengissala á íslandi 1881-1980. Litrar af hreinum vin- anda, árlegt meðaltal á hvern ibúa. Neðri hluti hverrar súlu táknar sterka drykki en efri hlutinn létt vin. 3,1 11

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.