Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Page 31

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Page 31
5,8% í 2948 g árin 1971-75, en minnkaói um 2,1% í 2887 g síðustu fimm ár (1976-80). 3.1.5. Tengsl tóbakssölu og kaupmáttar Svo virðist sem sala tóbaks ráóist að verulegu leyti af efnahags- ástandi, eins og sjá má á mynd 8. Ef kaupmáttur ráðstöfunartekna er notaður sem visbending um efnahagsástand kemur i ljós að fylgni ráóstöfunartekna og söl\omagns sigaretta á ibúa fyrir timabilið 1960 til 1981 er nánast alger eða tæplega 0,9. 3.2. NEYSLUKANNANIR 3.2.1. Reykingavenjur unglinga Borgarlæknisembættið hefur gengist fyrir nokkrum könnunum á reyk- ingavenjum barna og unglinga i skólum Reykjavikur. Árið 1959 fór fram könnun á reykingavenjum unglinga á aldrinum 13 til 17 ára og náði hún til um 2700 nemenda. Árið 1962 fór fram hliðstæð könnun meðal 10 til 12 ára barna i stærstu skólum Reykjavikur og Sel- tjarnarness og tóku um það bil 3800 börn þátt i henni. Arið 1974 var gerð enn á ný athugun á reykingavenjum nemenda og náði hún til tæplega 10300 nemenda á aldrinum 9-17 ára (25). Næst siðasta könnun var geró árið 1978 og náði til tæplega 7900 nemenda á aldursbilinu 10 til 16 ára (39). Nýjasta könnunin var gerð i april 1982, og liggja fyrstu niðurstöð- ur nú fyrir. Af 6374 nemendum á aldrinum frá 10 ára til 16 ára sögðust 866 reykja, eða 13.6 af hundraði. Árið 1974 reyktu 23.4 af hundraði á þessurn aldri og 17.2 af hundraði árið 1978. Hefur þvi reykingamönnum i þessum aldurshópum fækkað um meira en fimmtung (20.9%) siðustu fjögur árin, en um 42% frá 1974. Dregið hefur úr daglegum reykingum i svipuðum mæli. Nú segjast 10.2% nemenda reykja daglega, miðað við 12.3% fyrir fjórum árum og 16.4% fyrir átta árum. Reykingar hafa minnkað hjá öllum árgöngum en þó mismunandi mikið. Breytingin er mest hjá 11 og 12 ára nemendum, en á þeim aldri reykja nú helmingi færri en áður. I 10 og 16 ára aldursflokkunum hafa reykingar minnkað um fjórðung. Á sama hátt og 1974 og 1978 eru hlutfallslega skörpust skilin i reykingatiðninni þegar bornir 31

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.