Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 6

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 6
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 í röksemdafærslu sinni fyrir ein- ræðið og styðja mál sitt röngum forsendum. Ef litið er öfgalaust, réttlátt og rólega á málstað hvors um sig, kemur í ljós, að það gegnir svo ólíku um mál íslendinga ann- ars vegar og Rússa og Þjóðverja hins vegar, að samanburður þar á milli kemur ekki til greina. Við skulum fyrst skoða í okkar eigin barm. Lýðræðið á íslandi á langa sögu að baki. Þjóðin hófst á legg við lýðræðisskipulag, og naut sín aðeins þá, er hún átti frelsi sitt óskert. Á dögum erlends konungsvalds slitnaði þróunar- saga lýðræðisins. Þjóðin komst í álög, lífsfjör hennar lamaðist og framkvæmdaþrekið þvarr. En þjóðin gleymdi ekki því, að hún hafði verið frjáls. Við endurheimt frelsi voru allar hennar vonir bundnar og hún vissi, að ef sá draumur rættist, myndu allir aðr- ir draumar rætast um leið. Eftir ótrauða baráttu fengu íslending- ar frelsi sitt aftur og lýðræðið skipaði á ný öndvegi á íslandi. Og það var eins og þjóðin vaknaði af löngum svefni. Á tveimur ára- tugum hratt hún í framkvæmd flestu því, sem vanrækt hafði verið öldum saman. Öðru sinni sannaðist það áþreifanlega, að íslendingar njóta sín ekki nema þeir búi við algert frelsi. Við skulum þessu næst renna augunum til hins mikla ríkis í austri, Rússlands. í bók sinni, „Gerzka æfintýrið", minnist Hall- dór nokkuð á hin ömurlegu kjör, sem alþýða manna í Rússlandi 4 hefir átt við að búa á liðnum öldum. Hlutskipti hennar hefir verið langvarandi áþján og ó- frelsi. Samtímis því, sem almenn- ingur í Englandi, Bandaríkjun- um, á Norðurlöndum og í öðr- um lýðræðisríkjum lifði frjálsu menningarlífi, átti rússneska al- þýðan ekki skó á fæturna, kunni ekki lestur eða skrift, vissi ekki að til væri neitt, sem héti per- sónulegt frelsi, almenn upplýsing, siðfágun eða smekkvísi. Byltingin var eðlileg afleiðing þessa. Það getur aldrei heppnazt í það óendanlega fyrir fámenn- um hóp manna að sitja yfir rétti fjöldans. Og ef rétturinn er ekki góðfúslega látinn af höndum, er hann tekinn. Þess vegna fylgir byltingin harðstjórninni eins og skugginn föstum hlutum. — Með einu skrefi — byltingunni — sté rússneska þjóðin út úr „sögulausu myrkri frumstæðisins" og skapaði sér vald til að setjast á sama bekk og hinar gagnmenntuðu lýð- ræðisþjóðir, hvað snertir frelsi og almenn mannréttindi. En skrefið hafði verið of stórt. Meðal lýðræðisþjóðanna hafði löng þróun fært fólkinu það, sem almenningur í Rússlandi hrifsaði til sín í einu vetfangi. Sambandið við fortíðina var ekkert, félags- þroski óþekkt hugtak og skiln- ingsleysi og skammsýni um al- menn málefni eins og ókleifur múr um þvera götu. Að ætla slíku fólki að stjórna sér sjálfu, hafa not almenns og óbundins kosn- ingaréttar og almennra lýðrétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.