Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 61

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 61
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A vegna reyndi Rússland með öllu móti að ná yfirráðum yfir þessum sundum. Indverzka kornforðabúrið gæti orðið eithvert bezta í heimi, ef ræktun og bændamenning væru þar á hærra stigi. Á Indlandi er hveitiuppskeran þriðja í röðinni, næst rúgi og hirsi. Útflutningur er misjafn, sum árin talsverður, en þess á milli vart teljandi. Ind- land gerir lítið meira en að vera sjálfu sér nóg og stundum skortir þar á. Árleg hveitineyzla á íbúa, talin i kg., í nokkrum löndum er sem hér segir: Kanada 258, Frakkland 215, England 165, Ítalía 147, Sví- þjóð 101 og ísland 48. Ný forðabúr. — Landnám hveitisins. Landnámssaga hins „nýj a heims“ er jafnframt sagan um landnám hveitisins. Frá því að Arabar fluttu með sér hveiti til Indlands og fram á okkar daga, hefir hveitið jafnan fylgt í spor landnemanna, þegar ný lönd voru numin. Hið sama hefir átt sér stað í „gamla heiminum“. Hér- uðin austan Volgu og Vestur- Síberíu voru numin með hveiti- rækt. Á fyrstu árum landnáms- ins í Ameríku, hafði maísinn geysimikla þýðingu fyrir land- nemana. En aðeins um stundar- sakir. Hinir hvítu menn sigldu ekki um mikið haf til fjarlægra landa til þess að fá maísgraut í stað hveitibrauðs. Síður en svo. Þeir helguðu sér landið til fulls, með því að breyta því í óþrj ótandi hveitibúr. Eftir að Ameríkumenn tóku að flytja út hveiti, urðu þeir hættu- legir keppinautar fyrir Rússland. Þeir höfðu nóg landrými og ódýrt, þar sem stórvirkum vélum varð komið við. Þeir nota miklu minni áburð heldur en tíðkast hér í álfu. Hveitirækt hófst í Kanada um 1600, en landið var lengi strjál- býlt og ræktunin léleg. Um miðja 19. öld var allmikið hveiti flutt út frá Kanada. Tollar voru lægri á því í Englandi heldur en hveiti frá Bandaríkjunum. Hveitið var því flutt þaðan yfir Kanada til Englands. Miklar hveitimyllur spruttu upp í Mon- treal og Toronto. En hamingjan er hverful. Eng- land fórnaði hagsmunum ný- lendnanna vegna síns eigin iðn- aðar, sem þurfti að fá ódýrt brauð handa verkamönnunum, svo að launin gætu verið lág og fram- leiðslan ódýr. Tollmúrarnir voru rofnir og Bandaríkin þurftu ekki lengur á Kanada að halda sem millilið. Þá urðu erfiðir tímar í Kanada, einkum fyrir malarana. Verðhækkun kom enn á ný með þrælastríðinu. Hveitiræktin breiddist vestur á bóginn. Um 1890 hafði hún lagt undir sig Manitobafylki. Tuttugu árum síð- ar var Saskatchewan mesta hveitihéraðið og loks er farið að framleiða mikið af hveiti í Al- berta. En hveitið breiddist ekki aðeins vestur á bóginn, heldur líka norð- 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.