Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 61
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A
vegna reyndi Rússland með öllu
móti að ná yfirráðum yfir þessum
sundum.
Indverzka kornforðabúrið gæti
orðið eithvert bezta í heimi, ef
ræktun og bændamenning væru
þar á hærra stigi. Á Indlandi er
hveitiuppskeran þriðja í röðinni,
næst rúgi og hirsi. Útflutningur
er misjafn, sum árin talsverður,
en þess á milli vart teljandi. Ind-
land gerir lítið meira en að vera
sjálfu sér nóg og stundum skortir
þar á.
Árleg hveitineyzla á íbúa, talin
i kg., í nokkrum löndum er sem
hér segir: Kanada 258, Frakkland
215, England 165, Ítalía 147, Sví-
þjóð 101 og ísland 48.
Ný forðabúr.
— Landnám hveitisins.
Landnámssaga hins „nýj a
heims“ er jafnframt sagan um
landnám hveitisins. Frá því að
Arabar fluttu með sér hveiti til
Indlands og fram á okkar daga,
hefir hveitið jafnan fylgt í spor
landnemanna, þegar ný lönd voru
numin. Hið sama hefir átt sér
stað í „gamla heiminum“. Hér-
uðin austan Volgu og Vestur-
Síberíu voru numin með hveiti-
rækt. Á fyrstu árum landnáms-
ins í Ameríku, hafði maísinn
geysimikla þýðingu fyrir land-
nemana. En aðeins um stundar-
sakir. Hinir hvítu menn sigldu
ekki um mikið haf til fjarlægra
landa til þess að fá maísgraut í
stað hveitibrauðs. Síður en svo.
Þeir helguðu sér landið til fulls,
með því að breyta því í óþrj ótandi
hveitibúr.
Eftir að Ameríkumenn tóku að
flytja út hveiti, urðu þeir hættu-
legir keppinautar fyrir Rússland.
Þeir höfðu nóg landrými og ódýrt,
þar sem stórvirkum vélum varð
komið við. Þeir nota miklu minni
áburð heldur en tíðkast hér í álfu.
Hveitirækt hófst í Kanada um
1600, en landið var lengi strjál-
býlt og ræktunin léleg.
Um miðja 19. öld var allmikið
hveiti flutt út frá Kanada. Tollar
voru lægri á því í Englandi heldur
en hveiti frá Bandaríkjunum.
Hveitið var því flutt þaðan yfir
Kanada til Englands. Miklar
hveitimyllur spruttu upp í Mon-
treal og Toronto.
En hamingjan er hverful. Eng-
land fórnaði hagsmunum ný-
lendnanna vegna síns eigin iðn-
aðar, sem þurfti að fá ódýrt brauð
handa verkamönnunum, svo að
launin gætu verið lág og fram-
leiðslan ódýr. Tollmúrarnir voru
rofnir og Bandaríkin þurftu ekki
lengur á Kanada að halda sem
millilið. Þá urðu erfiðir tímar í
Kanada, einkum fyrir malarana.
Verðhækkun kom enn á ný
með þrælastríðinu. Hveitiræktin
breiddist vestur á bóginn. Um
1890 hafði hún lagt undir sig
Manitobafylki. Tuttugu árum síð-
ar var Saskatchewan mesta
hveitihéraðið og loks er farið að
framleiða mikið af hveiti í Al-
berta.
En hveitið breiddist ekki aðeins
vestur á bóginn, heldur líka norð-
59