Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 8
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939
voru sett um herstyrk þeirra og
lagðar á þá þungar kvaðir um
greiðslu hernaðarskaðabóta.
Því verður ekki neitað, að Þjóð-
verjar urðu hart úti í Versölum.
Og hlutlausum áhorfanda mun
finnast, að sigurvegararnir hafi
sýna litla tilhliðrunarsemi gagn-
vart varnarlausum andstæðingi.
Því skyldi þó ekki gleymt, að þess-
ir samningar urðu til við sífellda
árekstra hinna ólíkustu hags-
muna og margir urðu að gefa eft-
ir. Þá er það og alrangt, að mála-
lokin í Versölum hafi stafað af
svikurn við málstað Þjóðverja, og
þeir hefðu verið þess umkomnir,
að rétta hlut sinn í áframhald-
andi styrjöld. Hinir hörðu kostir
sem þeir urðu að sæta, eru fyrst
og fremst afleiðing þess, að þeir
höfðu beðið lægra hlut í stríði.
Þó að það sé vel vitað, að Woo-
drow Wilson, forseti Bandaríkj-
anna, hafi ætlað Þjóðverjum
rýmri kjör með friðarsamning-
unum en raun bar vitni um, þá
er hittt og jafnvíst, að Þjóðverj-
ar lögðu ekki niður vopn af þeim
ástæðum fyrst og fremst. Raun-
verulega gáfust þeir upp, af því
að ósigurinn var óhjákvæmilegur.
— Og mikið má vera, ef Þjóð-
verjar hefðu reynzt sanngjarnari,
þótt sigurinn hefði komið í þeirra
hlut. Því verður ekki á móti mælt,
að þeir ætluðu sér drjúgan skerf
landvinninga í Evrópu, ef þeir
hefðu mátt „skera um og skapa“
örlög landa og lýðs hér í álfu að
ófriðnum loknum.
Nú víkur sögunni heim til
6
Þýzkalands. Haustið 1918 var á-
standið orðið mjög ískyggilegt. í
október átti sér stað uppreisn í
flotanum. Vilhjálmur keisari II.,
sem fann jörðina riða undir fót-
um sér, flutti aðsetursstað sinn
frá Berlín og til Spa. í landinu
ríkti algert upplausnarástand.
Kröfur komu fram um það, að
keisarinn færi frá völdum, og
þegar hann fann fullkominn van-
mátt sinn til að láta halda uppi
lögum og reglu, varð hann við
þeim. Aðfaranótt 10. nóv. flúði
hann til Hollands. Þýzka keisara-
dæmið leystist upp og lýðveldi
reis á rústum þess. Örðugleikarn-
ir virtust ósigrandi fyrir hina
nýju stjórnendur. Þjóðverjar voru
raunverulega búnir að tapa stríð-
inu, ástandið innanlands var hið
hraklegasta, róttækasti og óeirða-
gjarnasti hluti verkalýðsins hafði
gert uppreisn í sumum landshlut-
um gegn hinu unga lýðveldi, og
sett á stofn „ráð“ verkamanna og
bænda að rússneskri fyrirmynd.
Bandamenn settu harða vopna-
hlésskilmála, sem stjórnin sá sig
til neydda að ganga að vegna
framangreindra ástæðna.
Ringulreiðin í landinu óx æ því
meir sem nær leið áramótum.
Kommúnistaflokkur var formlega
stofnaður á nýársnótt 1918—1919.
Lýðveldið var á heljarþröm, og
sennilega getur enginn gert sér
grein fyrir því til fulls, hve lítið
vantaði til, að kommúnisminn yrði
ofan á í Þýzkalandi upp úr nýár-
inu. Framhjá þessu tókst þó
stjórninni að stýra. f janúar