Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 57

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 57
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A fólki aS fjölga örar. Og brátt fór f ýmsum að standa stuggur af. „Fólkið er of margt,“ kvað enski presturinn Malthus upp úr með, um 1800. — Fólkinu fjölgaði, en framleiðslan jókst hægum skref- um. í bæjum og borgum var fullt af lausingjalýð, sem enga af- komuvon hafði í sveitunum. Þeir settust um velgerðastofnanir, rupluðu og stálu. í enskum fang- elsum var beitt mikilli harð- neskju. Annars hefði fjöldi af lausingjum látið taka sig til fanga fyrir einhverjar sakir. Malthus þóttist sjá fram á, að fólkinu myndi brátt fjölga svo, að ekki yrði unnt að afla því viður- væris. Hann hóf því baráttu til þess að koma í veg fyrir þennan voða. Boðorð hans voru: „Aðeins tvö börn í hverju hjónabandi“ og „getir þú ekki séð börnum þín- um farboða, þá eignastu engin“. Boðskapur Malthusar vakti hreina skelfingu hjá löggjöfum og lærðum mönnum. Óttinn við of- fjölgun kom fram í hinum fárán- legustu tillögum til þess að hindra mannfjölgun. í þýzku vísindariti frá 1827 er ráðlagt að setja inn- siglaðan umbúnað á alla drengi frá 14 ára aldri þangað til þeir giftu sig, en til þess átti að fá leyfi yfirvaldanna. Þeir sem ekki gætu fært sönnur á að þeir hefðu efni á að framfleyta fjölskyldu, áttu að dúsa með „innsiglið" alla æfi. Nú á dögum eru hrakspár Malthusar að engu orðnar. Vís- indin hafa komið í veg fyrir þær með því að finna næga fram- leiðslumöguleika og auðæfi í skauti jarðarinnar. Hér verður aðeins stuttlega minnzt á tvo brautryðjendur, sem áttu mestan þátt í því að hagnýta vísindin fyrir jarðræktina. Annar þeirra, Justus Liebig, var fæddur 1803. Rannsóknir hans beindust að næringarþörf jurta- anna. Auk köfnunarefnis þurfa þær kalí og fosfórsambönd. Upp frá því var tekið að „gæða“ jörð- ina eftir vísindalegum forskrift- um. Athugað var, hvaða efni jarð- vegurinn hefði í sér fólgin og hvaða efni þyrfti í viðbót til þess að fullnægja næringarþörf þeirra nytjajurta, sem áttu að vaxa þar. Árangurinn sést bezt af nokkr- um tölum til samanburðar. Fyrir 50 árum var hveitiuppskera í Þýzkalandi 13 vættir á hektara, en í byrjun stríðsins %4. í Hol- landi óx uppskeran á sama tíma- bili úr 17 í 31 vætt. Uppskera af rúgi tvöfaldaðist á sama tíma á ha. í Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu . Á þeirri öld, sem liðin er siðan Malthus leið, hefir þróunin orðið þveröfug við spádóma hans: fólksfjölgunin hefir aukizt hægar en framleiðslan. í Evrópu hefir íbúatalan 2.5-faldast, en uppsker- an ferfaldast. Þetta er vitanlega ekki allt vegna betri ræktunar. Nýtt land hefir einnig verið lagt undir plóginn. En hinn tvöfald- aða afrakstur má eingöngu þakka Liebig, hinum mikla höfuðsmanni vísindanna. Hann tvöfaldaði ak- 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.