Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 68

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 68
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 „Karlmenn eru vanir að fara í baðhúsið, ef þeir ætla að þvo sér um allan líkamann." Unga konan móðgaðist mjög við þessa hreinskilni stúlkunnar og svaraði því með miklum myndug_ leik: „Ungi herrann getur auð- vitað fengið óskir sínar uppfyllt- ar á sínu eigin heimili.“ Og við Yuan sagði hún: „Þér verður fært vatnið von bráðar." „O, ef það er til óþæginda á heimilinu — —sagði Yuan kæruleysislega. „Hvernig gæti það verið til ó- þæginda, þegar þú hefir verið burtu í sjö ár?“ svaraði hún blátt áfram. Hann leit undan og hellti te í bollann. Þegar hún komst þannig að raun um, að hann óskaði ekki eftir að segja neitt frekara, hvarf hún brott og gaf fyrirskipanir um að hita meira vatn. Konunni ungu duldist ekki, að þessi fyrsti dagur, sem eiginmað- ur hennar dvaldi á heimili sínu eftir hina löngu burtveru, hlaut að vera mjög ólíkur hinum sjö kyrrlátu árum, sem hann hafði verið fjarverandi. Merkilegustu viðburðirnir á öllum þeim mörgu hundruðum af dögum voru þeir, er bréf barst frá honum. Húsbónd- inn gamli las þau ávallt upphátt fyrir konu sína og tengdadóttur og barnabörn sín tvö. En bréfin voru venjulega hvert öðru lík. Þau f jölluðu nær undantekningarlaust um nám hans. Aðeins einstöku sinnum var um einhverja tilbreyt. ingu að ræða, s. s. fyrirskipanir 66 eins og þessar: „Fætur dóttur minnar má ekki reyra,“ eða: „Son minn skal senda á nútímaskóla, sem ríkið rekur, og það á ekki að kenna honum Hinar fjórar bækur, sem mér voru kenndar. Það er ekki nauðsynlegt nú á tímum.“ Báðar þessar fyrirskipanir höfðu vakið mikla skelfingu, þegar gamli maðurinn las þær upp. Hann hafði numið staðar í lestr- inum og horft yfir gleraugun, á konurnar tvær, sem hlustuðu á þennan boðskap I orðlausri undr- un. „Ef ekki má reyra fætur ungu stúlkunnar, hvernig má hún þá eignast góðan eiginmann?“ gat gamla frúin loks stunið upp. Jafnframt leit hún á sínar litlu, kulvísu fætur, sem hún vermdi við glóðarker, því að þetta bréf barst að vetrarlagi. Þau höfðu ekki hlýtt skipuninni tafarlaust. Faðirinn skrifaði syni sínum og benti á margvísleg vandkvæði í þessu sambandi. Son- ur hans svaraði bréfinu eins fljótt og honum var unnt — það liðu ekki nema röskir tveir mánuðir þangað til svarið kom—ogendur- tók skipunina. „Ég krefst þess, að mér sé hlýtt í þessu tilliti“, skrif- aði hann. „Að öðrum kosti reitið þið mig alvarlega til reiði.“ Gamla manninum mislíkaði þetta stórum. Þegar hann hafði lesið þessi ströngu fyrirmæli sagði hann: „Ég vona þó, að sonur minn gleymi því ekki, að meðan ég er á lífi, tek ég allar meiriháttar ákvarðanir fyrir fjölskyldunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.