Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 43
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A
og háskóla, svo aö nefnt sé eitt-
hvað af þeim framkvæmdum,
sem við höfum varið og ætlum
að verja til miklu fjármagni.
Fyrst við teljum okkur geta var-
ið svo miklum fjármunum til
framkvæmda sem þessara, þá
hljótum við einnig að telja okk-
ur þess umkomna að verja álit-
legum fjárfúlgumtilþess að skapa
þjóðinni lífsmöguleika, til þess að
tryggja að undirstaða þjóðfélags-
byggingarinnar, framleiðslan,
verði nægilega traust. En ef ann-
aðhvort verður að sitja á hakan-
um, háskólabygging og ný skip
eða endurreisn framleiðslunnar,
þá mun enginn hugsandi maður
í vafa um, hvort beri að taka fram
yíir. Auk þess er óhjákvæmilegt
að auka húsakost þjóðarinnar
verulega á hverju ári. Þessar
byggingar hafa einkum verið
reistir í kaupstöðurium og þær
hafa kostað þjóðina mikið fé. í
Reykjavík einni saman er árleg
byggingaþörf talin nema 6.5 milj.
kr. Ef nokkuð af þessum bygging-
um væri reist í byggðahverfum úti
um sveitir, yrðu þær- a. m. k.
helmingi ódýrari. Sparaðist með
því fé, sem verja mætti til rækt-
unar og aukinnar framleiðslu.
Auknar f j árhagsbyrðar vegna
riyggðahverfanna yrðu því miklu
minni en í fljótu bragði virð-
ist. Framleiðslunni verðum við
að skipa ofar öllu öðru. Fram-
kvæmdir eins og þær, sem nefnd-
ar voru hér að framan, eru auð-
vitao hinar merkilegustu og við
viljum engan veginn vera án
þeirra. En okkur þýðir ekki
minnstu vitund að ráðast í þær
samtímis því, sem framleiðslunni
er að blæða út, meðan ungt fólk
í sveit og við sjó hefir ekki mögu-
leika til þess að skapa sér sæmi-
lega framtíð við lífvænleg störf.
Það verður að gæta ýtrasta
sparnaðar og fyrirhyggju við
stofnun nýbýlahverfanna. Senni-
lega mætti koma við stórfelld-
um sparnaði í fjárframlögum með
því að gefa ungum mönnum kost
á að vinna að undirbúningi þeirra
fyrir nokkurn hluta venjulegs
kaupgjalds, gegn því að þeir nytu
síðan forgangsréttar til ábúðar
á býlunum. Efalaust yrðu ein-
hverjir til að líkja því við ánauð-
arvinnu, en ég fullyrði hins vegar,
að það væri réttmæt og eðlileg
ráðstöfun. Ungum mönnum ber
að leggja nokkuð á sig til þess að
tryggj a framtíð sína. Að láta
hverjum degi nægja sína þjáning,
lifa fyrir líðandi stund eingöngu,
eyða hverjum eyri, sem unnið er
fyrir og láta allt reka á reiðanum
um framtíð sína og sinna, er stór-
hættulegur hugsunarháttur. ís-
lenzkir æskumenn hafa löngum
lagt í það metnað sinn, að vera
þess umkomnir, að stofna sín
eigin heimili, þegar þörf krafði.
Undir það bjuggu þeir sig með
mikilli sparsemi og ráðdeild. f
þessu tilfelli verður nokkuð af
vinnu ungu mannanna að höfuð-
stóli, sem gerir þeim kleift að
stofna til heimilis, og þeir njóta
síðan vaxta af. — Það má einnig
benda á, að landnám hefir aldrei
41