Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 43

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 43
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A og háskóla, svo aö nefnt sé eitt- hvað af þeim framkvæmdum, sem við höfum varið og ætlum að verja til miklu fjármagni. Fyrst við teljum okkur geta var- ið svo miklum fjármunum til framkvæmda sem þessara, þá hljótum við einnig að telja okk- ur þess umkomna að verja álit- legum fjárfúlgumtilþess að skapa þjóðinni lífsmöguleika, til þess að tryggja að undirstaða þjóðfélags- byggingarinnar, framleiðslan, verði nægilega traust. En ef ann- aðhvort verður að sitja á hakan- um, háskólabygging og ný skip eða endurreisn framleiðslunnar, þá mun enginn hugsandi maður í vafa um, hvort beri að taka fram yíir. Auk þess er óhjákvæmilegt að auka húsakost þjóðarinnar verulega á hverju ári. Þessar byggingar hafa einkum verið reistir í kaupstöðurium og þær hafa kostað þjóðina mikið fé. í Reykjavík einni saman er árleg byggingaþörf talin nema 6.5 milj. kr. Ef nokkuð af þessum bygging- um væri reist í byggðahverfum úti um sveitir, yrðu þær- a. m. k. helmingi ódýrari. Sparaðist með því fé, sem verja mætti til rækt- unar og aukinnar framleiðslu. Auknar f j árhagsbyrðar vegna riyggðahverfanna yrðu því miklu minni en í fljótu bragði virð- ist. Framleiðslunni verðum við að skipa ofar öllu öðru. Fram- kvæmdir eins og þær, sem nefnd- ar voru hér að framan, eru auð- vitao hinar merkilegustu og við viljum engan veginn vera án þeirra. En okkur þýðir ekki minnstu vitund að ráðast í þær samtímis því, sem framleiðslunni er að blæða út, meðan ungt fólk í sveit og við sjó hefir ekki mögu- leika til þess að skapa sér sæmi- lega framtíð við lífvænleg störf. Það verður að gæta ýtrasta sparnaðar og fyrirhyggju við stofnun nýbýlahverfanna. Senni- lega mætti koma við stórfelld- um sparnaði í fjárframlögum með því að gefa ungum mönnum kost á að vinna að undirbúningi þeirra fyrir nokkurn hluta venjulegs kaupgjalds, gegn því að þeir nytu síðan forgangsréttar til ábúðar á býlunum. Efalaust yrðu ein- hverjir til að líkja því við ánauð- arvinnu, en ég fullyrði hins vegar, að það væri réttmæt og eðlileg ráðstöfun. Ungum mönnum ber að leggja nokkuð á sig til þess að tryggj a framtíð sína. Að láta hverjum degi nægja sína þjáning, lifa fyrir líðandi stund eingöngu, eyða hverjum eyri, sem unnið er fyrir og láta allt reka á reiðanum um framtíð sína og sinna, er stór- hættulegur hugsunarháttur. ís- lenzkir æskumenn hafa löngum lagt í það metnað sinn, að vera þess umkomnir, að stofna sín eigin heimili, þegar þörf krafði. Undir það bjuggu þeir sig með mikilli sparsemi og ráðdeild. f þessu tilfelli verður nokkuð af vinnu ungu mannanna að höfuð- stóli, sem gerir þeim kleift að stofna til heimilis, og þeir njóta síðan vaxta af. — Það má einnig benda á, að landnám hefir aldrei 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.