Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 26

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 26
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 vopndjarfir í þá daga. Hættan á því, að sundur er skipt friðnum, væri sannarlega ekki minni, ef annarleg pólitísk trúarbrögð ættu hér fyrir höndum að vaxa. En pólitísk trúarbrögð nefni ég hér nazisma, og kommúnisma og aðrar þær stefnur, sem tala mest til tilfinninga og leggja megin- áherzlu á leiðtoga en síður á frjálsar umræður og samanborin ráð margra manna. Einræðið byggist á trúartilfinning en lýð- ræðið meir á umhugsun og sam- komulagi. Nú verður því ekki neitað, að bylting á stundum rétt á sér, eða er a. m. k. náttúrleg afleiðing óþolandi ástands. Á það þarf ekki að leggja dóm í þessu sambandi hvort t. d. rússneska byltingin eða þýzka byltingin hafi átt rétt á sér. En það skilur hver maður, að til þeirra lágu ýmsar ríkar ástæður. Rússnesk alþýða hafði lengi búið við miðaldaeinræði, aðalsmanna- kúgun og Síberíuútlegðir. Það var eldur í undirdjúpunum. Og eftir að miljónum manna hafði í þrjú ár verið sigað vopnlitlum, klæð- litlum og lúsugum gegn ofurefli, brutust eldarnir út og bræddu af sér margra alda þykkan jökul- inn. Þjóðverjar, þessi hermanna og bændaþjóð, sem aldrei hafði búið við eiginlegt lýðræði, biðu eftir fjögra ára baráttu, þar sem þeir lögðu fram alla krafta sína og hugvit, geigvænlegan ósig- ur. Hin fjölmenna millistétt borganna örmagnaðist, hermenn gengu atvinnulausir í hundrað 24 þúsunda tali og að utan krepptu að skuldafjötrar og hóflausar kröfur sigurvegara. Það er auð- skilið að ýmsir möguleikar voru þar til, og að frækorn hins unga lýðveldis var ekki líklegt til að verða feiknastórt tré í þessum jarðvegi og loftslagi. Það er auð- skilið, að ástand þessara þjóða gat leitt til mikilla umbrota. En þá menn fæ ég aldrei skilið, sem halda að hægt sé að flytja til annara gerólíkra þjóða, bylting og umbrot þessara landa, rétt eins og t. d. að panta skilvindu. Það er jafnfráleitt og að ætla að flytja Geysi til útlanda til að greiða með honum ríkisskuldirnar, þó hann væri raunar þess virði, ef hann væri kominn á Trafalgar Square. Það eru helzt draugar úr annar- legum heimi, sem gefa sig í slíkt, enda glopra þeir alltaf hvernum niður í mýri á miðri leið, þar sem hann verður vart meir en volgur við að blandast mýrarvatninu. Á sama veg hlýtur að fara um allt byltingaskraf í gömlum og lang- reyndum lýðræðislöndum. Bylting er enginn barnaleikur. Hún er blóðug viðureign sam- landa. Allt öryggi og trúnaðar- traust hverfur. Tortryggni og hatur verður ríkjandi. Högg eru greidd á víxl, sem seint grær eftir. Konur verða ekkjur og börn mun- aðarlaus. Það er ekki að furða, þó sumum unglingum á víkinga- aldri virðist kosningar vera grá- myglulegar samanborið við þenn- ann glans! Og svo á upp úr þessu að spretta nýr himinn og ný jörð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.