Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 14
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939
til fólks utan skólanna. Ungt fólk
í óllum sveitum og kaupstöðum
landsins á að leggja hér sinn
skerf fram til stuðnings þessu
mali.
Þeir, sem vilja komast í bréfa-
samband við unga landa í Vestur-
heimi, œttu að skrifa undirrit-
uðum sem fyrst og taka eftir-
farandi fram:
1. Nafn og heimilisfang.
2. Fœðingardag og ár.
3. Hvort óskað er eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku, og
hvort heldur á íslenzku eða ensku.
4. Áhugamál.
í Vesturheimi njóta Vökumenn
stuðnings og velvildar ýmissa á-
hrifamanna, og einnig Þjóðrcekn-
isfélagsins, við að koma þessu
máli í framkvœmd.
Með þessum bréfaskiptum milli
ungra manna og kvenna hér
heima og í Vesturheimi eru
Vökumenn að hrinda af stað
nýju átaki, sem mun hafa mikið
gildi fyrir samstarf islenzku þjóð-
arheildarinnar um langa framtíð.
Gegnum bréfin og nánari
kynningu, sem af þeim leiðir,
munu þessir tveir fjarlœgu hóp-
ar íslendinga finna mörg sam-
eiginleg verkefni til að vinna fyrir
sitt sameiginlega föðurland, verk-
efni, sem allir íslendingar geta
unnið að sem ein heild, hvoru
megin Atlantshafsins sem þeir
búa.
Egill Bjarnason,
Pósthólf 9S1, Reykjavík.
Vonglaða
æska . . .
V onglaða œska! í vitund þinni lifir
vissa um sigurdaga, störf og frið.
Horfðu þínum fránu augum yfir
erfiðleika þá, er blasa við.
Þitt er að leggja beinar götur, breiðar
brautir ryðja um sanda, hraun og heiðar.
Láttu við húna bjarta frelsisfána
framtíðarinnar blakta yfir þér.
Láttu ei verk þin fallna feður smána,
frœgð þeirra er livatning, bæði þér og mér.
Ættjörðin boðar ungum börnum sínum:
Ábyrgðin hvílir senn á herðum þínum.
Verkglaða œska! f vitund þinni lifir
von og trú á sigur gróandans.
Heill mun vaka verkum þínum yfir,
verkum, sem tala í sögu okkar lands.
Þeim, sem aldrei láta fánann falla
framtíðin syngur lof um daga alla.
Rósberg G. Snædal.
12