Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 53

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 53
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A leyti frábrugðnir því flatbrauði, sem norskir og sænskir bændur eta nú á dögum. Grikkir og Rómverjar þekktu allar tegundir af brauðkorni. Með Grikkjum var rúgurinn í litlum metum, var talinn hálfgert ill- gresi. Bygg var notað til muna, en hveiti tífalt meira. Grikkir fengu ekki nægilegt hveiti innanlands og fluttu það inn frá Egyptalandi, Sýrlandi og nýlendum sínum við Svartahafið. Rómverjar höfðu fyrst í stað nóg heimaræktað hveiti, en síðar meir fluttu þeir mikið að frá Asíu, Afríku, Spáni og Sikiley. í Rómaborg var þegar bakað sýrt brauð, en ger þekktist ekki. Hið sýrða hveitibrauð var þó einungis á borðum heldri stétt- anna. Alþýða manna lifði einkum á hafrasúpu og hirsgraut. Auk þess á ólífum, mjólk, osti, og þegar vel áraði, kjöti og víni. Grautur og flatbrauð var aðalfæða róm- verskra hermanna. Með þessa vatnsblönduðu fæðu í maganum lögðu þeir undir sig heiminn. Á miðöldunum var rúgurinn, byggið og hafrarnir aðalfæðan hér í álfu, ásamt hirsi og bók- hveiti. Hirsgrauturinn er nú fyrir löngu úr sögunni. Hveiti var einkum ræktað í Suður-Evrópu, en þó var grautur og flatbrauð einnig þar aðalfæð- an. Um langt skeið var hveiti- brauð sérstakt sælgæti alþýðu hianna og jafnvel skoðað sem ^æknismeðal sjúku fólki. Franski rithöfundurinn Rebelais segir frá Því um 1500 1 „Æfintýri Gargan- tua“, að bændur vildu kaupa hveitibrauð hjá bakaranum en var neitað. Þá segir einn bóndinn. „Lítt ferst þér sem góðum granna. Þú færð hveitið okkar og getur bakað úr því, hvað þú vilt handa þér og þínum“. — Bakarinn svar- aði háðslega: „Það er nú aldrei völlur á þér! Þú hlýtur að hafa etið of mikið af hirsi.“ Jafnvel bændurnir sem ræktuðu hveitið urðu að eta hirs. Sýrt hveitibrauð hafði lengi verið notað áður en menn komust upp á að blanda geri í deigið til þess að láta það „hefja sig“. Þetta varð um sama leyti og ölbruggun varð alsiða í Norðurálfu og bak- ararnir gátu hæglega fengið ger. Hið sýrða „klessubrauð", sem mannkynið hafði svo lengi nærzt af, hvarf úr sögunni, en réttnefnt brauð kom í þess stað. En þessar umbætur gerðust ekki með skjót- um hætti. Árið 1666 leitaði franska stjórnin álits læknadeild- ar háskólans um það, hvort rétt væri að nota ger í brauðið og fékk það svar, að ger væri skaðlegt, þar sem það væri myndað við rotnun á korni í vatni. í rás tímans hafa ýmsar brauð- venjur fest rætur. f Evrópu, vest- an Rínar, er eingöngu etið hveiti- brauð. Austan við Rín eru siðir blandaðir, en úr því að kemur austur fyrir Saxelfi, er því nær eingöngu etið rúgbrauð. Og þann- ig er það allt austur að Kyrrahafi. Austan Weichsel er mikið etið af graut með hinu „dökkleita“ brauði. í Kákasus kemur flat- 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.