Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 49

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 49
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A anda, ann frelsi og mannréttind- um fremur flestum öðrum þjóð- um. Vökumannahreyfingin beinir kröftum sínum móti báðum út- lendu stefnunum, sem miða að borgarastyrjöld í landinu og því að gera landið aftur háð erlendu valdi. Aldrei sést betur en nú, þegar blöð stórveldanna leiða huga manna úti um heim að þess- um sjúkdómseinkennum íslend- inga, hve mikil framsýni kom fram hjá stofnendum Vöku- mannahreyfingarinnar. Þeir vildu sameina hina þjóðlegu, heilbrigðu æsku í landinu um einfalt en drengilegt takmark: Að gera ís- lendinga frjálsa. Að vernda frelsi þjóðarinnar. Að gera þjóðina heilbrigða, starfssama og gagn- menntaða. Vökumenn boða að nýju hina heitu lífstrú Jónasar Hallgrímssonar, alefling andands og hið frjóa og vekjandi starf. Á hinum fyrstu starfsárum Vökumannahreyfingarinnar stóð henni fyrir þrifum að æskumenn úr hinum þrem lýðræðisflokkum, þorðu ekki að treysta hver öðrum og vinna saman. En með stefnu og starfi Vöku, er þessari hindr- un rutt úr vegi. Að tímaritinu og um leið í öllu starfi standa sam- an leiðandi menn úr öllum lýð- ræðisflokkum. Vökumannahreyf- ingin er byggð á fullkomnu virðu- leysi félagsmanna um þau mál, sem aðskilja Alþýðuflokkinn, Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn. í Vöku og starfi Vökumanna verða að vera full- komin og varanleg grið milli manna um sérmál þessara þriggja flokka. Og það er enginn vandi. Vökumenn hafa nóg verkefni fyrir utan hin pólitísku deilumál: Að halda saman hinum íslenzka kynstofni með andlegum bönd- um. Að gera ísland alfrjálst. Að berjast móti hinum ættjarðar- lausu stefnum á íslandi og þurrka burtu drottnun erlendra manna yfir borgum á íslandi. Að þurrka ofdrykkju og skaðlega vínnautn á íslandi. Að gera þjóðina lög- hlýðna, sparsama og samheldna um málefni sín. Að gera heimilin sterk og hlý fyrir þá, sem þar eiga að hafa griðastað. Mér er enn í minni ferð, sem við þrír baráttumenn úr lýðræð- isflokkunum þrem fórum í vetur austur að Laugarvatni, til að kynna æskunni þar hina heitu lífstrú Vökumanna. Þar var einn af þekktustu baráttumönnum Al- þýðuflokksins, sr. Ingimar Jóns- son. Þar var einn hinn öruggasti Sjálfstæðismaður, Pétur Ottesen, og sá, sem þetta ritar. Oft höfðum við, þessir þrír menn, og óteljandi samherjar, deilt á opinberum fundum og blöðum um deilumál flokkanna. En á grundvelli Vöku- manna var okkur ljúft að standa hlið við hlið. Ef til vill hefir sum- um unglingum á Laugarvatni þótt undarlegt að sjá og heyra að menn úr þrem stjórnmálaflokk- gæti átt samleið um dýpstu áhugamál þjóðarinnar, um þau efni, sem eru ofar en dægurmál- in, er skipta mönnum í flokka. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.