Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 28

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 28
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 unum og því samstarfi, sem ann- ars er nauðsynlegt. Hjá hinu verður máske ekki komizt, að nokkrir unglingar taki pólitíska adventistatrú og boði heimsendi alls þess, sem eldri kynslóðir hafa áunnið um mannréttindi, menn- ing og stjórnskipulag. Slíkt eru barnasjúkdómar og gengur yfir. En einmitt vegna hinna ungu manna er skylt að halda uppi fræðslu um þau réttindi, sem á- unnizt hafa og þá möguleika, sem þau fela í sér. Kosningarétturinn er heilagur. Hann er veldissproti hins íslenzka þegns. Með því að drepa honum á dyr framtíðar- innar, getur hann öðlazt öll þau gæði, sem hann hefir þroska til að njóta og náttúrunnar lög leyfa. En heldur ekki meira. At- kvæðisrétturinn er jafn. En þar fyrir verða ekki allir jafnir at- kvæðamenn. Það er lífsins lög- mál að því er snertir hæfileika, en að því leyti er snertir auð og aðstöðu, þá á einmitt þessi sami atkvæðisréttur að geta jafnað að- stöðuna. Umfram getuna til að beita atkvæðisréttinum, geta menn ekki notið hans. Þó barizt sé með blóðugu sverði, þá komast menn ekki undan þessum örlögum síns eigin eðlis. Það er engin full- komnun til nema sú, sem á rót sína í andlegum þroska. Þessi réttur til að ráða sjálfum sér og málum þjóðar sinnar er heilagur. Hann hefir svifið eins og glófög- ur hugsjón fyrir eldri kynslóðum. Og það má ekki henda, að menn meti réttinn einkis, við það að 26 Ljósið Plutt þegar fullgerð var raflýsing Reykjaskóla 1. des. 1937. Heill þér Ijós, sem lýsir okkar vegi og lœtur geisla skína um miðja nátt. þér ég fœri þökk á frelsis degi, þó mig skorti bceði vit og mátt. Ljósið grœðir sár og ótal undir og yjir mönnum stendur traustan vörð. Ljósið öreytir myrkri í bjartar, glaðar stundir, það blessun fœrir öllu hér á jörð. Sérhvert blóm sín blöð til Ijóssins teygir, hvert barn því fagnar eins og kærum vin og hvert sem okkar liggja lífsins vegir mun Ijósið um þá breiða fagurt skin. Látum þróast Ijós í sálum vorum, látum verða bjart í hvers manns hug. Við skulum áfram feta föstum sporum, frelsi og Ijósi styðja að með dug. SVEINBJÖRN HANNESSON. öðlast hann. Það er veiklun, að geta einkis réttar notið, fegurðar né göfgi, nema hún sé í fjarlægð og sjáist í hyllingum. Mannrétt- indi í lýðfrjálsu landi hafa á- unnizt fyrir baráttu og trú á fólkið, sem ekki má sér til skamm- ar verða. Við lifum í vopnlausu, lýðfrjálsu landi. Þetta eru tvær hliðar á sama hlut: dreifing valds- ins og niðurlagning vopnanna. Bylting þýðir það, að varpa fyrir borð þessum virðingarmerkjum íslenzku þjóðarinnar. Bylting þýð- ir það að gereyða þeim hugmynd- um annarra þjóða um ísland og íslendinga, sem nú tryggja bezt okkar sjálfstæði. Hér á landi get- ur það ekki oltið á tveim tungum, að kosning er betri en bylting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.