Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 65

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 65
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A sem hann kynni að segja. Milli herbergjanna voru aðeins silki- tjöld. Langa stund var hann þög- ull. Svo sagði hann allt í einu: „Ég verð að skrifa bréf áður en ég geng til hvílu — ég hafði næst- um gleymt því. Ég ætla að yfir- gefa þig nú, faðir minn. Styddu þig við armlegg minn og leyfðu mér að fylgja þér til herbergis þíns.“ Hún heyrði fótatak þeirra deyja út og allt varð þögult um stund. Þá reis hún á fætur og kveikti ljós. Svo settist hún aftur og beið komu hans. Þannig ber eiginkonu að bíða húsbónda síns. Hendur hennar voru kaldar og hún neri þeim saman til þess að fá hita í þær. Svo kom hann inn, göngulag hans og látbragð var hálf hirðu- leysislegt. Hann virtist undrandi, þegar hann kom auga á hana. „Oh, ert þú hér enn? Þú skalt ekki bíða eftir mér. Farðu að hátta. Ég þarf að skrifa bréf áður en ég geng til hvílu.“ Hann settist við skrifborðið í hinum enda herbergisins, borðið, sem hann las við og skrifaði fyrr á árum, þegar hann bjó sig undir prófin, sem veittu honum mögu- leika til að komast yfir hin breiðu höf. Nú leitaði hann í flýti eftir pappír og skriffærum. Hann byrj- að að skrifa með kínversku skrif- færunum, en von bráðar kostaði hann pennanum frá sér. „Ég hefi týnt niður að nota hann,“ sagði hann hálfhlæjandi. Síðan tók hann útlendan penna upp úr vasa sínum. „Nú er ég orðinn vanur útlendum pennum“, bætti hann við. Eftir skamma stund leit hann aftur upp. „Oh, í öllum bænum farðu að hátta!“ sagði hann og röddin var hálfharkaleg. „Mér fellur illa að finna til þess að þú sitjir og bíðir mín.“ Svo varð radd- blærinn allt í einu mýkri. „Afsak- aðu — ég ætlaði ekki að vera ókurteis. Ég met hina formföstu framkomu þína, en nú á tímum þurfum við ekki að binda okkur svo mjög við hin gömlu form. Lög — —“ Hann hikaði örlítið, og í sama bili heyrðist óp frá drengnum, sem svaf í næsta herbergi. Unga manninum brá. „Hann dreymir illa,“ svaraði konan unga. „Ég hefi sofið inni hjá honum öll þessi ár og hann saknar mín sennilega." Það birti yfir svip unga manns- ins. „Já, einmitt," sagði hann. „Þá ættir þú að fara inn til hans. Ég verð á fótum lengi fram eftir. Ég þarf ýmislegt að skrifa og vil alls ekki að þú breytir neinu um þína hætti mín vegna — ekki í kvöld.“ Hann reis úr sæti sínu og lát- bragð hans bar vott fyllstu kurt- eisi. Það varð augnabliks þögn. Svo fól hún hendurnar í ermun- um eins og kvenna er vandi, hneigði sig ofurlítið fyrir honum og sagði: „Ég bið þig að taka þér sæti, húsbóndi minn.“ Hún bjó um rúmið, svo að hann þurfti ekki annað en ganga að þvi og hátta, hellti heitu tei í bolla handa honum og hvarf síðan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.