Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 20

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 20
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 aðrar þjóðir heimsins. Við höld- um ekki uppi neinum landvörn- um, höfum enga herskyldu. Her- skylda hinna ýmsu þjóða er mis- löng, frá nokkrum mánuðum upp í fleiri ár. í ófriði ótakmörkuð. Nokkuð er almennt að líta á her- skylduna sem ok á þjóðunum og það hefir hún alltaf verið á ófrið- artímum og þegar hún hefir verið misnotuð á friðartímum. Stór- þjóðir nútímans eyða offjár ár- lega til hernaðar. Svo ótrúlegum fjárhæðum, að okkur, sem ekki þekkjum slíkt, sundlar við að hugsa til þess, einkum þegar þetta fé er fyrst og fremst notað til þess að eyða mörgum sinnum meira verðmæti og lífi miljóna manna. Hernaðaræðið hefir gripið meira og meira um sig síðustu árin, og heimsveldin hervæðast nú af sama kappi og þegar hestar hlaupa á skeiðvelli. Okkur, sem erum áhorfendur, getur varla blandazt hugur um, að þessar „veðreiðar" hljóta að enda með fjárhagslegu hruni landanna og e. t. v. gjöreyðileggingu. Auk þessara stöðugt vaxandi fjárframlaga stórveldanna til hernaðar, sem tekið er af borg- urunum með beinum og óbeinum sköttum, leggja hinir sömu borg- arar fram vissan tíma af æfi sinni til heræfinga, svo að ekki sé nefnt líf og limir, þegar út í ófrið er komið. í Þýzkalandi er strax byrjað í barnaskólunum að búa hina upp- vaxandi þjóð undir stríð. Leik- fimin hefir keim af heræfingum. 18 Með náminu fá börnin hugmynd- ir um aðrar þjóðir sem vafasama nábúa. Þess vegna verða þau, þegar þau eru orðin stór og strax í æsku, að leggja allt í sölurnar fyrir ættjörð sína. Þjóðin verður að geta boðið utanaðkomandi hættu birginn á hvaða tíma, sem er. Þjóðverjar láta sér ekki nægja að halda æskumönnum landsins í tvö ár í strangri herskyldu við beinar heræfingar, heldur láta þeir alla borgara landsins, æðri sem lægri, karla sem konur, inna af hendi kauplausa vinnu í fleiri mánuði og ár. Það gera þeir í tvennskonar tilgangi: Fyrst og fremst til þess, að kenna fólkinu að vinna líkamlega vinnu og enn- fremur til að fá ódýran vinnu- kraft til nauðsynlegra, verklegra framkvæmda. Frændþjóðir okkar, Danir og Norðmenn, halda stöðugt uppi heræfingum og halda nokkurn her, bæði á sjó og landi. Ef við miðum við herafla nágranna þeirra í suðri — Þjóðverjanna — þá er her Dana og Norðmanna gjörsamlega þýðingarlaus í beinu landvarnar- og hernaðarlegu til- liti. Ef Englendingum dytti ein- hverntíma í hug að stefna her- flota sínum og sækja að hinni geysilöngu og vogskornu Noregs- strönd, væri fyrir fram útilokað fyrir Norðmenn, að veita nokkurt viðnám. Og ef Þjóðverjar einn góðan veðurdag réttu hramminn norður á bóginn, vita allir — og Danir bezt — hvernig sá leikur mundi enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.