Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 21

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 21
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A Spyrji maður Norðmann eða Dana að þvi, hvort her þeirra sé ekki gjörsamlega þýðingarlaus og fé því og vinnu á glæ kastað, sem látið er hernum í té, fást nær undantekningarlaust sömu svör- in. Þau eru þessi: Hvort sem við getum veitt stóru herveldi viðnám í hernaði eða ekki, þá viljum við ekki undir neinum kringumstæð- um vera án einhvers herafla eða herskyldu. Sumarið 1934 var ég um mán- aðartíma við landmælingar skammt fyrir utan Kaupmanna- höfn. Nokkur hluti danska land- hersins var þá þar á sömu slóðum við æfingar. Veðrið var indælt, sólskin og hiti 25—30° C. í skugg- anum, þegar heitast var á dag- inn. Hermennirnir voru í þykkum ullarfötum, þungum leðurstíg- vélum og báru byssu, matarpoka, drykkjarvatnsflösku og nokkra tugi kg. af blýi. Þeir voru látnir „gera áhlaup“, kasta sér flötum og hlaupa eins og fætur toguðu þess á milli. Svitinn rann og bog- aði af þeim og ekki varð annað séð en að þeir kepptust við af lífi og sál. Þeir hlýddu skipunum liðsforingjans eins og gangviss vél og hreyfingar þeirra voru allar snöggar og ákveðnar. í fyrstu átti ég mjög erfitt með að átta mig á tilgangi þessa skrípa- leiks, sem mér óneitanlega fannst vera. Dag einn í kaffihléi náði ég tali af einum liðsforingjanna í tíu naínútur. Ég spurði hann spjör- unum úr um herinn. Hann gaf greið svör og sagði við mig að síðustu: „Ef danski herinn væri leystur upp, yrðu Danir kjark- lausari og rótlausari heldur en þeir eru nú og við gætum bætt nokkrum þúsundum við atvinnu- leysingjahópinn í Kaupmanna- höfn. Ég þekki hundruð ungra manna, bæði úr sveit og frá bæ, sem ekki hafa unnið verulegt dagsverk fyrr en eftir að hafa verið sex, níu eða ellefu mánuði undir ströngum heraga.“ Ég hefi rætt þetta við marga Dani og Norðmenn, og yfirleitt orðið var sömu skoðana sem þessara. II. Á Alþingi 1903 kom fram tillaga um þegnskylduvinnu frá Her- manni heitnum Jónassyni. Næstu ár á eftir urðu allmiklar umræður um þetta mál, og með köflum heitar. Málið fékk misjafna dóma, var hártogað og út úr því snúið af mörgum. Menn skiptust í flokka, en hvorki varð úr laga- samþykktum né framkvæmdum, að öðru leyti en því, að ung- mennafélögin notuðu sér oft þessa hugsjón, er þau hrundu einni eða annarri framkvæmd af stað, t. d. við húsabyggingar sín- ar, skógrækt o. fl. Síðan dofnaði yfir ungmennafélögunum að meira og minna leyti, aðallega síðan 1918, hefir varla verið á þegnskylduvinnuna minnzt. E. t. v. hefir Hermann heitinn Jónas- son verið 40—50 árum á undan samtíö sinni. Æsku íslands í dag er stundum 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.