Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 41

Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 41
39 Þau Salómon og Ragnhildur eru komin í Kothól 1827, hjá- leigu frá Miðhúsum, þar búa þau a.m.k. til 1835. A þessum árum bætast þeim 2 börn, Guðmundur, f. um 1830 og Elín, sem hvergi er getið, en mun hafa fæðst um 1828. Hún varð síðar húsfreyja á Hvítsstöðum. Frá henni er og margt fólk komið. Borgarprestur húsvitjar á Kothóli 1835 og gefur Salómoni eftirfarandi vitnisburð: „Hann er vel að sér og skikkanlegur." Salómon og Ragnhildur eru komin í Háhól 1839, í húsmennsku, og þar dvelur Salómon til ársins 1857, að hann fer í Miklaholt og þar andast hann 11. mars það ár. Af Salómoni gengu margar sagnir í hreppnum á tveim fyrstu tugum þessarar aldar, og máske lifir eitthvað' af þeim enn. Viðurnefni sitt hlaut hann af því að hann lék sér að hornum fram á elliár. Það var hans tómstundagaman. Hann var greindur karl og skáld gott, eins og sjá má af þeim fáu vísum eftir hann, sem lifað hafa. Salómon hleypir út homafé sínu Ein fyrsta sagan um hornaleiki Salómons, sem geymst hefur í minni fólks, er frá árum hans í Leirulækjarseli, en þá var hann kominn yfir tvítugt. Sérstakan kofa átti hann fyrir þennan fénað sinn og hleypti honum út hvern færan morgun. Þannig stóð hann að þessu að fyrst hrúgaði hann hornunum saman í kofa- dyrunum, stóð svo gleiður fyrir aftan binginn og vissi rassinn út, tók hann síðan eitt og eitt horn og kastaði aftur fyrir sig í gegnum klofið, út á völlinn, og reyndi að kasta sem lengst. Nú vildi svo til, eitt sinn er Salómon var að hleypa út fé sínu, að föður hans bar þar að og uggði hann ekki að sér, enda sá Salómon hann ekki því andlitið vissi inn í kofann, að hann tekur sauðarhorn mikið og kastar af afli miklu út og segir um leið: ,,Stekkur hann enn hann styggi Gimbill." Tókst þá ekki betur td en svo, að styggi Gimbill lenti í enni föður hans. Þá á karlinn að hafa sagt um leið og hann strauk sér um sárt ennið:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.