Borgfirðingabók - 01.12.1981, Qupperneq 41
39
Þau Salómon og Ragnhildur eru komin í Kothól 1827, hjá-
leigu frá Miðhúsum, þar búa þau a.m.k. til 1835. A þessum árum
bætast þeim 2 börn, Guðmundur, f. um 1830 og Elín, sem hvergi
er getið, en mun hafa fæðst um 1828. Hún varð síðar húsfreyja á
Hvítsstöðum. Frá henni er og margt fólk komið.
Borgarprestur húsvitjar á Kothóli 1835 og gefur Salómoni
eftirfarandi vitnisburð: „Hann er vel að sér og skikkanlegur."
Salómon og Ragnhildur eru komin í Háhól 1839, í húsmennsku,
og þar dvelur Salómon til ársins 1857, að hann fer í Miklaholt og
þar andast hann 11. mars það ár.
Af Salómoni gengu margar sagnir í hreppnum á tveim fyrstu
tugum þessarar aldar, og máske lifir eitthvað' af þeim enn.
Viðurnefni sitt hlaut hann af því að hann lék sér að hornum
fram á elliár. Það var hans tómstundagaman. Hann var greindur
karl og skáld gott, eins og sjá má af þeim fáu vísum eftir hann,
sem lifað hafa.
Salómon hleypir út homafé sínu
Ein fyrsta sagan um hornaleiki Salómons, sem geymst hefur í
minni fólks, er frá árum hans í Leirulækjarseli, en þá var hann
kominn yfir tvítugt. Sérstakan kofa átti hann fyrir þennan fénað
sinn og hleypti honum út hvern færan morgun. Þannig stóð
hann að þessu að fyrst hrúgaði hann hornunum saman í kofa-
dyrunum, stóð svo gleiður fyrir aftan binginn og vissi rassinn út,
tók hann síðan eitt og eitt horn og kastaði aftur fyrir sig í gegnum
klofið, út á völlinn, og reyndi að kasta sem lengst.
Nú vildi svo til, eitt sinn er Salómon var að hleypa út fé sínu, að
föður hans bar þar að og uggði hann ekki að sér, enda sá
Salómon hann ekki því andlitið vissi inn í kofann, að hann tekur
sauðarhorn mikið og kastar af afli miklu út og segir um leið:
,,Stekkur hann enn hann styggi Gimbill." Tókst þá ekki betur
td en svo, að styggi Gimbill lenti í enni föður hans. Þá á karlinn að
hafa sagt um leið og hann strauk sér um sárt ennið: