Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 44
42
einkum fyrir þá efnaminni, en í þeirra hópi hefur Bjarni vænt-
anlega verið.
Þegar hér var komið sögu eru þau Salómon og Ragnhildur
farin að búa saman og tvö börn komin. Sjálfsagt hafa þau ekki
haft úr miklu að spila, þó að líklegt sé, að um þessar mundir hafi
hann verið farinn að stunda sjóróðra suður í veiðistöðvunum á
vetrarvertíð og á vorvertíð á Mýrunum, sem byrjaði strax og
menn komu heim úr verinu um sumarmálin.
Að þessu sinni er Salómon þó heima og hann býðst þegar til að
leita að ánni og þetta þiggur faðir hans sem fyrr.
Ekkert bendir til að Salómon hafi verið hneigður til búskapar,
en hinsvegar léttur á fæti og fús til snúninga.
Hann tekur prik sitt og heldur inn að keldu, því um aðrar
hættur var tæplega að ræða í grenndinni. Hann var glögg-
skyggnari en faðir hans, óþreyttur og ekki farinn að tapa sjón,
því hann flnnur brátt Krímu í keldunni, en í stað þess að draga
hana upp úr, ýtir hann henni betur niður með prikinu. Leitinni
heldur hann svo áfram og fer víða en árangurslaust. Að þessu
loknu heldur hann heim. Og aldrei kom Kríma fram svo vitað
væri.
Leið nú að jólum. Það hafði verið siður Bjarna að sækja messu
að Álftanesi á hverjum jólum eftir að hann flutti í Leirulækjarsel
og haft með sér allt sitt heimilisfólk er heimangengt átti. Nú brá
svo við að Salómon vildi ekki fara og bar við lasleika. Ragnhildur
hafði gild forföll, með tvö börn, og fór því hvorugt. Bjami hefur
því verið fáliðaður við kirkju að þessu sinni.
Milli Leirulækjarsels og Alftaness er minnst klukkutíma
gangur, og meira, ef færi er ekki gott. Prestar héldu langar
stólræður yfir kirkjugestum, að sagt var, oft líklega ekki þótt
veita af. Eftir messu voru vísar góðgerðir á bænum. Um þær
mundir og lengi enn, var Álftanes mikið höfuðból. (Kirkjan stóð
í kirkjugarðinum og því stutt að fara). Það orð lá á, að mikil
gestrisni væri þar, og alveg fram á þessa öld, hélt mikill hluti
safnaðarins þangað heim til að þiggja góðgerðir og njóta fjör-