Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 80
78
Ragnheiðar Gísladóttur frá Stafholti. Svavar varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1935, var síðan við nám í H.í.
næstu ár, en fer haustið 1937 til náms í efnaverkfræði í Dresden í
Þýskalandi. Því námi lauk hann 1942 og hefur þá störf við
glerverksmiðju í Berlín og er þar til stríðsloka. Heim kemur
hann ásamt konu sinni, Úrsúlu, með Esjunni í júní 1945. *
Þegar heim kemur hefur Svavar störf hjá Atvinnudeild Há-
skólans, síðan er hann um tíma hjá Jarðborunum ríkisins, en frá
1949 hjá Hitaveitu Reykjavíkur og þar starfaði hann meðan
heilsan leyfði. Síðustu sjö ár ævi sinnar var hann sjúklingur og var
það þá eina skemmtun hans að fara um Borgarfjörð og þó
einkum Norðurárdal, og þar kaus hann að eiga sitt síðasta hvílu-
rúm.
Konu sinni, Úrsúlu Funk, kvæntist hann árið 1945 og eign-
uðust þau 2 börn, Solveigu og Bernhard.
Útför hans fór fram frá Hvammskirkju 5. apríl 1980.
Guðmundur Tómasson frá Stóru-Skógum, lést 13. september sl.
Hann var fæddur á Einifelli í Stafholtstungum 14. sept. 1891,
sonur Tómasar Guðmundssonar bónda þar og konu hans Ást-
rósar Sumarliðadóttur. Fljótlega eftir fermingu fer Guðmundur
í vinnumennsku, fyrst að Stafholti til sr. Jóhanns Þorsteinssonar,
er síðan í Arnarholti eitt ár, en kvænist árið 1912 Olöfu
Jónsdóttur frá Einifelli. Eru þau næstu árin í húsmennsku á
ýmsum stöðum í Stafholtstungum og Norðurárdal, búa eitt ár í
Sveinatungu, en flytja árið 1929 að Tandraseli og búa þar næstu
15 árin og eru þar síðustu ábúendur. Árið 1944 bregða þau búi
og flytja til dóttur sinnar og tengdasonar í Stóru-Skógum. Þar
átti Guðmundur heima til 1978 þegar jörðin er seld og hann
flytur ásamt dóttur sinni í Borgarnes.
Konu sína, Olöfu, missir hann 1955 en þau eignuðust 5 börn,
Fjólu, Halldóru, Margréti, sr. Tómas og Ástu.
Jóhanna Agústa Guðjónsdóttir frá Flóðatanga andaðist hinn 21.
sept. sl.Fædd var hún 18. ágúst 1898 dóttir Guðjóns Kjartans-