Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 126
124
baráttu að koma því máli í framkvæmd. Ég ætla ekki að rekja þá
sögu. Hún er ykkur öllum kunn. Andstaðan gegn brúargerðinni
var á tímabili mjög hörð og meira að segja var reynt að nota
brúna, sem einhverskonar tákn í stríði, sem ákveðin öfl í þjóð-
félaginu reyndu að magna milli þéttbýlisins á Reykjanesi og
landsbyggðarinnar.
Þessar raddir eru nú þagnaðar og ég hefi marga hitt, sem
segjast alls ekki hafa gert sér grein fyrir hversu geysileg sam-
göngubót brúin yrði, fyrr en hún var komin í samband. Mér er
ekki grunlaust um að þetta hafi jafnvel átt við um Borgfirðinga
sjálfa.
Ég ætla ekki að fjölyrða hér um áhrif brúarinnar og þær
breytingar sem hún kemur til með að hafa í för með sér. Sumt af
þessu kemur af sjálfu sér. Annað er undir okkur komið, sem
byggjum þetta hérað.
Hitt málið, sem ég nefndi að sérstaklega yrði minnst á í
sambandi við árið 1980, er hitaveitan. Þótt hún komi ekki til nota
fyrr en á þessu ári, þá var meginhluti framkvæmda hennar, sem
tengjast Borgarnesi og Andakílshreppi, unninn á því ári. Varið
var um 4 milljörðum til framkvæmda veitunnar á árinu.
Varðandi þýðingu þessa fyrirtækis má benda á, að þegar
hitaveitan er komin í gagnið hér í Borgarnesi og Andakíls-
hreppi, þá er talið að hún spari íbúunum eitthvað yfir 200
milljónir á ári fyrstu árin og raunar miklu meira, þegar frá líður,
auk ýmissa möguleika sem hún býður upp á og ekki voru fyrir
hendi áður.
Hitaveitan átti sér mun styttri aðdraganda heldur en brúin. Þó
var búið að vinna að því máli í kringum áratug.
Það var þó fyrst í kjölfar mikilla olíuverðshækkana árið 1973,
sem nokkur grundvöllur var fyrir að leggja hitaveitu svo langa
leið, sem hér er um að ræða. Með stöðugt hækkandi orkuverði
hefur þetta svo orðið álitlegra með hverju árinu.
(Annáll Borgarness í samantekt Húnboga Þorsteinssonar).