Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 158
156
aðar á þessu ári, einkum í sambandi við Æviskrár Akurnesinga,
er ljóst, að mikill rekstrarhalli verður hjá félaginu á árinu, en
engin leið er að reka svona kostnaðarmikla útgáfustarfsemi,
nema með nokkru rekstrarfé.
Sögufélagið á mikið undir því komið, að Borgfirðingar sýni
því áhuga og stuðning í verki, svo sem þeir hafa vissulega gert frá
fyrstu tíð. Arlega er leitað til allra sveitarfélaga í héraðinu og
sýslufélaganna beggja með beiðni um fjárstyrk. Að jafnaði er
þeirri beiðni mjög vel tekið. Sýslufélögin bæði og öll sveitar-
félögin hafa styrkt félagið, flest árlega, þó að nokkuð sé misjafnt,
hvað þau hafa lagt fram miðað við framlag á íbúa. A þessu ári var
sótt um 13 kr. á íbúa frá sveitarfélögunum og 7 kr. frá sýslu-
félögunum. Vitað er, að mörg hreppsfélögin verða að fullu við
þessari beiðni, og eru það yfirleitt þau sömu ár eftir ár. Þá skal
þess getið, að Menningarsjóður Akraness hefur á þessu ári veitt
félaginu ríflegan styrk vegna ritunar Æviskráa Akurnesinga.
Sögufélagið er þakklátt fyrir þá styrki og velvild, sem það
nýtur. Það er félaginu mikils virði að finna það, að menn-
ingarstarf þess er metið og að menn gera sér ljóst, að það hefur
gildi fyrir borgfirzka menningu og mannfræði í nútíð og
framtíð.
Jón Einarsson, Saurbee.
REKSTRARREIKNINGUR
SÖGUFÉLAGS BORGARFJARÐAR
ÁRIÐ 1980
TEKJUR:
1. Innk. fyrir seldar bækur (æviskr.) á árinu
2. Styrkir á árinu, sbr. sundurliðun
3. Vaxtatekjur
5.914.200
5.088.300
2.433.223
Tekjur samtals 13.435.723