Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 1
„Þetta eru bara ég, frænka mín, kærastan
mín og tveir krakkar,“ segir Kane Taylor í
samtali við Morgunblaðið en hann og fjöl-
skylda hans standa á bak við tívolíið sem nú
er starfrækt í Hafnarfirði. „Hér eru tæki sem
voru í Hveragerði í gamla daga og svo fáum
við stundum vini frá Bretlandi til að aðstoða
okkur, þeir líta bara á það sem frí að fá að
skreppa til Íslands,“ segir hann.
Morgunblaðið/Hákon
Frí að fá að
skreppa
til Íslands
F Ö S T U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 199. tölublað . 110. árgangur .
BERGLIND BJÖRG
SEMUR VIÐ PARIS
SAINT-GERMAIN
ÓÐUR TIL
HAMRA-
BORGAR
TILVERAN
GÆTI JAFNVEL
VERIÐ OF SÆT
FJÖLBREYTT LISTAHÁTÍÐ 28 HEILSA 24 SÍÐURÍÞRÓTTIR 27
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksókn-
ari hjá embætti héraðssaksóknara,
lýsti því yfir við upphafi þinghalds í
gærmorgun að fallið hefði verið frá
öllum ákærum á hendur bræðrunum
Haraldi Reyni og Guðmundi Steinari
Jónssonum, oft kenndum við útgerð-
arfélagið Sjólaskip. Málið var því
fellt niður.
Þar með lauk málarekstri sem hef-
ur farið fram hjá skattrannsóknar-
stjóra, skattayfirvöldum, héraðs-
saksóknara og dómstólum í tæp 13
ár. Rannsókn á starfsemi og rekstri
Sjólaskipa, fyrrnefndum bræðrum
og tveimur systrum þeirra, hófst
haustið 2009. Áður hafði hluta mál-
anna verið vísað frá dómi en syst-
urnar sýknaðar af þeim sökum sem á
þær voru bornar. Eini ákæruliðurinn
sem eftir stóð sneri að því hvort
raunveruleg stjórn félaga í eigu
bræðranna hefði verið á Íslandi og
þeir því borið skattskyldu hér á landi
en ekki erlendis. Sem fyrr segir var
fallið frá þeim lið í gær og telst öllum
málunum því lokið.
Haraldur segir í samtali við Morg-
unblaðið í dag að þungu fargi sé af
sér létt með niðurstöðu gærdagsins.
„Það er mikill léttir að þessu skuli
vera lokið. Það tekur á að vera með
réttarstöðu sakbornings í svo langan
tíma,“ segir Haraldur og bætir því
að þau systkinin hafi verið þess full-
viss að hjá þeim lægi engin sök.
Hann segir að málið hafi kostað
þau tíma og fjármagn, sem ekki
verði endurheimt, en það eigi einnig
við um ríkisvaldið sem rekið hafi svo
umsvifamikið mál í langan tíma. Þó
sé ólíklegt að nokkur muni bera
ábyrgð á því.
Málarekstri gegn Sjólasystkinum lokið
- Rannsókn hófst haustið 2009 - Gefnar voru út fimm ákærur - Öll málin féllu systkinunum í hag
MFéllu frá máli við upphaf … »12
_ Stjórnvöld geta stutt betur við fyrirtæki í
fiskeldi til þess að stuðla að hraðari orku-
skiptum, að sögn Þorsteins Mássonar, fram-
kvæmdastjóra Bláma á Vestfjörðum. Vinnur
Þorsteinn að orkuskiptum í sjótengdri starf-
semi og flutningum og segir að miklir mögu-
leikar séu til orkuskipta í fiskeldi.
Fyrirtæki, sem nota jarðefnaeldsneyti við
rekstur fóðurpramma, vinnubáta og brunn-
báta sem þjóna sjóeldi, hafa möguleika á að
tengja fóðurpramma við rafmagn í landi.
Sum fyrirtæki eru þegar byrjuð á því, til þess
að draga úr losun. »14
Gætu stutt betur við
orkuskipti í fiskeldi
Fiskeldi Mögulegt er að nota rafmagn.
_ Starfsmenn Ísafjarð-
arbæjar hafa, með að-
stoð verktaka og ráð-
gjafa, unnið að því í
sumar að finna vatns-
leka í vatnsveitunni á
Suðureyri. Búið er að
einangra vandamálið við
eina og hálfa götu og
fyrir dyrum stendur að
þrengja leitarsvæðið enn
frekar til þess að ekki
þurfi að grafa upp heila götu til að finna lek-
ann. „Þetta er eins og að leita í myrkri,“ segir
Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður
þjónustustöðvar Ísafjarðarbæjar. Íbúar hafa
fundið nokkuð fyrir vatnsskorti í sumar en
vonast er til að búið sé að komast fyrir vand-
ann þótt eftir sé að gera við. »6
Eins og að leita í myrkri
að vatnsleka á Suðureyri
Suðureyri Vatnsleysi
hefur hrjáð íbúa.
_ Ástæða er til að verkalýðshreyfingin reki á
næstunni kröftugri baráttu en verið hefur.
Tóninn í viðsemjendum er harðari en áður og
samtök launafólks gætu því þurft að beita afli
til að ná nýjum kjarasamningum í haust.
Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson,
starfandi forseti ASÍ.
Kristján kveðst óráðinn um hvort hann gefi
kost á sér í forsetaembættið á ársfundi ASÍ í
haust. Slíkt muni tíminn leiða í ljós. Vissulega
sé uppi ágreiningur innan hreyfingarinnar.
Slíkt hafi alltaf verið. Staðan sé þó ekki jafn
flókin og ætla mætti nú. »10
Rekin verði hörð barátta