Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Faxafeni 14 108 Reykjavík www.z.is 50 ÁRA Sigga ólst upp í Breið- holti og Mosfellsbæ og býr nú í smáíbúðahverfinu. Hún er leik- skólakennari að mennt, með meist- aragráðu í mannauðsstjórnun frá HR. Hún er skólastjóri og rekstrar- aðili Regnbogans leikskóla ásamt eiginmanni sínum. Regnboginn er staðsettur í Ártúnsholti. Sigga er meðlimur í LeiðtogaAuði sem hefur það að markmiði að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöð- um í atvinnulífinu. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Siggu er Arnar Guðnason, f. 1979, forritari hjá Bláa lóninu. Börn þeirra eru Kormákur Andri, f. 1993, og Birta, f. 2009. Foreldrar Siggu eru hjónin E. Lovísa Hallgrímsdóttir, f. 1950, og Ámundi Jökull Játvarðsson, f. 1947, vél- fræðingur. Þau voru áður rekstraraðilar Regnbogans leikskóla og eru búsett í Mosfellsbæ. Sigríður Dröfn Ámundadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Tjáðu skoðanir þínar umbúðalaust og láttu engan velkjast í vafa um hvað þér finnst um menn og málefni. Vertu sjálfum þér trúr og láttu ekki kúga þig til þess sem þú vilt ekki. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ættir að hlusta á vin sem hvetur þig til að gera eitthvað nýtt og ögrandi. Líttu á björtu hliðarnar og vertu jákvæður. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Af einhverjum völdum ertu meira áberandi þessa dagana en alla jafna. Láttu ekki öfund annarra slá þig út af laginu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Forðastu að lenda í deilum við yfir- menn þína í dag, því margir sem þú starfar með eru fastir á sínum skoðunum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Viðkvæmt mál ber á góma og þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verðurðu að gera það. Mundu að vinur er sá er til vamms segir. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Vinsældir þínar í einkalífi og starfi eru miklar um þessar mundir og allir vilja hafa þig með. Mundu að það má margt af öðrum læra, ef vill. 23. sept. - 22. okt. k Vog Einhver mun hugsanlega horfa öfundar- augum á þig í dag. Láttu það ekki hafa nein áhrif á þig og brostu út í heiminn. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú gætir fengið góðar hug- myndir að breytingum í vinnunni. Hver er sinnar gæfu smiður segir máltækið og það á við þig sem aðra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Láttu ekki ýta þér út í aðgerðir í peningamálum nema þú hafir kynnt þér málin vandlega fyrirfram. Stundum gerast hlutirnir þegar maður á síst von á þeim. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú átt eftir að komast að raun um það að vinnufélagar þínir eru hjálplegir þessa dagana. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Hlutirnir munu fara að breytast til batnaðar í vinnunni innan tíðar. Taktu þér tak og hristu af þér slenið. Innst inni þráir þú að læra eitthvað nýtt eða lenda í ævintýrum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú munt líklega lenda í vandabaráttu vegna peninga eða eigna í dag. Reyndu að tala skýrt og vertu á verði gagnvart óheil- indum annarra. tugnum formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, átti síðar sæti í stjórn Vinnuveitenda- sambands Íslands, í stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs, átti sæti í flugráði og í stjórn Lífeyrissjóðsins Stafa. Hún er virkur félagi í mikill hugur í fólki. Í upphafi tóku margir ferðaþjónustu ekki alvarlega en það breyttist fljótlega eins og fólk hefur séð. Það má því segja að ég hafi unnið við ferðaþjónustu alla mína starfsævi.“ Erna var um hríð á níunda ára- E rna Hauksdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. ágúst 1947 og ólst upp í Smáíbúðahverfinu með fjórum yngri bræðrum. Hún gekk í Breiðagerðis- skóla og Réttarholtsskóla. „Það var frábært að alast upp í þessu nýja hverfi, ungir foreldrar og aragrúi af krökkum til að leika sér við. Þarna eignaðist ég marga vini og höldum margar hópinn enn þann dag í dag. Ég fór í Verslunarskólann og út- skrifaðist stúdent 1968, þar bættist heldur betur í vinahópinn en árin í Versló voru mjög skemmtileg. Ég fór aldrei í sveit en nokkrum sinn- um var ég send til Ísafjarðar til föðurbróður míns og konu hans auk þess sem amma bjó í Hraunprýði með syni sínum og fjölskyldu. Þótti mér það mjög skemmtilegt. Það var eftirminnilegt að ferðast með Cata- lína flugbáti og lenda á pollinum á Ísafirði.“ Erna starfaði við eitt og annað í skólafríum frá 12 ára aldri en síð- asta sumarið fyrir 6. bekk í Versló fékk hún starf sem flugfreyja hjá Loftleiðum og hélt því svo áfram í tvö ár eftir stúdentspróf. „Þetta þótti nú ævintýralegt þar sem lítið var um utanlandsferðir á þessum árum.“ Að því loknu starfaði Erna í nokkur ár á skrifstofu Loftleiða og síðar Flugleiða með tveimur barneignafríum. Árið 1979 ákvað hún að nú þyrfti hún að afla sér meiri menntunar og innritaðist í viðskiptafræðideild HÍ og lauk það- an prófi. Árið 1984 var hún ráðin framkvæmdastjóri Sambands veit- inga- og gistihúsa og starfaði þar þangað til Samtök ferðaþjónust- unnar (SAF) voru stofnuð 1998 og stýrði þeim samtökum þar til henni þótti komið nóg árið 2013, sagði starfi sínu lausu og innritaðist í HÍ og nú í íslensku. „Það var mjög áhugavert að standa að stofnun SAF en þá sam- einuðust allar greinar ferðaþjónustu í einum hagsmunasamtökum en margar þeirra höfðu ekki átt neinn slíkan bakhjarl. Það voru því mörg verkefni sem biðu samtakanna og Rótarýklúbbnum Borgum í Kópa- vogi. „Við fundum alla fimmtudags- morgna, borðum morgunmat og hlustum á áhugaverða fyrirlestra. Klúbbfélagar ferðast mikið saman og fórum við t.d. til Skotlands og Orkneyja í maí sl. Við hjónin njótum efri áranna mjög vel, ferðumst mikið, bæði er- lendis og innanlands, sækjum leik- hús og tónleika yfir veturinn og mætum í ræktina og förum í göngu- ferðir til að gæta heilsunnar sem öllu skiptir. Við umgöngumst börn- in okkar mjög mikið og njótum samvista við barnabörnin sjö. Við ætlum að verja afmælisdeginum með þeim og ætla ég að útbúa eitt- hvað gott handa þeim en matargerð er eitt af mínum helstu áhuga- málum.“ Fjölskylda Eiginmaður Ernu er Júlíus Haf- stein, f. 6.3. 1947, fv. borgarfulltrúi og skrifstofustjóri í utanríkisráðu- neytinu. Þau búa í vesturbæ Kópa- vogs og hafa búið í Kópavogi í 23 ár en fyrir þann tíma í Reykjavík. Þau Erna Hauksdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri SAF – 75 ára Stórfjölskyldan 75 ára afmælum Ernu og Júlíusar fagnað í Katalóníu í sumar með börnum, mökum þeirra og barnabörnum. Vann alla tíð við ferðaþjónustu Systkinin Þorvaldur, Haukur Þór, Erna, Benedikt og Hörður. Í Frakklandi Gullbrúðkaupi fagnað í uppáhaldsbænum Collioure. Til hamingju með daginn Kópavogur Max Manúel Schramm fæddist 1. janúar 2022 kl. 21.47 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann vó 3.564 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Gísli Örn Reynisson Schramm og Helen Halldórsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.