Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 15
veitti á þessari ögur- stundu er ennþá mikils metinn í Eystrasalts- ríkjunum. Það get ég vottað eftir að hafa heimsótt Litháen fyrr á þessu ári og upplifað þá væntumþykju og virð- ingu sem ríkir í garð Ís- lands vegna framlags okkar til sjálfstæðis þess. Samhljómur í áherslum og afstöðu Leiðir Íslands liggja víða saman með Eystrasaltsríkjunum og gjarn- an er mikill samhljómur í áherslum okkar og afstöðu. Við erum nánir bandamenn í Atlantshafsbandalag- inu, á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og annarra alþjóðastofnana. Þá eru löndin þrjú mikilvægir sam- herjar Íslands í evrópsku samstarfi. Samvinna Norðurlanda og Eystra- saltsríkjanna er náin og vaxandi. Heimsókn forseta og utanríkis- Það var bæði hátíð- leg og tilfinninga- þrungin stund í Höfða 26. ágúst 1991 þegar Ísland viðurkenndi með formlegum hætti sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna og tók um leið upp stjórnmálasam- band við þau, fyrst allra ríkja. Í dag taka forsetar og utanríkis- ráðherrar Íslands og Eistlands, Lettlands og Litáens þátt í athöfn í þessu sama húsi til að minnast þess- ara merku tímamóta. Athöfnin í Höfða fyrir rúmum þremur áratugum var sannarlega sögulegur viðburður. Það er óhætt að líta með stolti til þess að í sjálf- stæðis- og frelsisbaráttu þessara ríkja var Ísland þess megnugt að leggja þungt lóð á vogarskálar rétts málstaðar. Sá stuðningur sem Ísland Eftir Þórdísi Kolbrúnu Reyk- fjörð Gylfadóttur »Heimsókn forseta og utanríkisráðherra Eystrasaltsríkjanna til Íslands er kærkomið tækifæri til að styrkja enn betur þessi nánu og góðu tengsl. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Höfundur er utanríkisráðherra. Samofnir þræðir í þrjátíu ár ráðherra Eystrasaltsríkjanna til Ís- lands er kærkomið tækifæri til að styrkja enn betur þessi nánu og góðu tengsl. Meðan á henni stendur undirritum við utanríkisráðherr- arnir sérstaka hátíðaryfirlýsingu í Höfða þar sem við áréttum gagn- kvæman vilja til að efla enn frekar tvíhliða samskipti, viðskipti, marg- þætt samstarf á alþjóðlegum vett- vangi og vináttubönd ríkjanna til framtíðar. Þar er einnig fjallað um framtíðaráskoranir á sviði öryggis- mála í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu. Treystum böndin Þegar kemur að mikilvægi sam- eiginlegra varna í Atlantshafsbanda- laginu eiga öll bandalagsríkin mikla hagsmuni að verja. Þó er óhætt að fullyrða að hættan sé hvergi eins raunveruleg og í þeim löndum sem áður hafa lotið ægivaldi frá Moskvu eða verið hersetin af Rússlandi. Eystrasaltsríkin hafa lengi varað við hættunni sem stafar af áformum ráðamanna í Kreml. Lengi þótti ýmsum að viðvörunarorð þeirra væru umfram tilefni, en því miður hafa Rússar síðan gengið lengra en nokkurn óraði fyrir. Ísland hefur tekið fullan þátt í þeim þvingunaraðgerðum sem sam- starfsríki okkar í Evrópu hafa sam- þykkt. Þessi tilefnislausa árás Rússa á grannríki sitt minnir á að sameig- inleg gildi um frelsi, réttarríki og mannréttindi eru ekki sjálfgefin. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fer fremstur í flokki þeirra sem grafið hafa markvisst undan þessum gild- um en því miður á hann sína áhang- endur sem með vilja eða í villu neita enn að skilja hve alvarleg þessi aðför er. Ef við hlúum ekki að þessum gildum og verndum þau þynnast þau út og glatast að lokum. Alger sam- hljómur hefur verið á meðal Íslands og Eystrasaltsþjóðanna um að inn- rásin í Úkraínu sé gróf árás á þessi gildi og í þeirri baráttu sem nú stendur yfir þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Ég er sannfærð um að samskipti Íslands og Eystrasaltsríkjanna eigi enn eftir að eflast og böndin á milli okkar styrkjast. Þar er sameiginleg saga, vinátta og virðing mikilvægur grunnur og sú staðreynd að við deil- um sömu grundvallargildum. Þá vex samgangur þjóðanna jafnt og þétt eins og sést best á þeim fjölda fólks frá Eystrasaltslöndunum sem hefur gert Ísland að heimili sínu, og þann- ig bæði auðgað þjóðlífið og lagt sitt af mörkum við að skapa hagsæld undanfarinna ára. Varla er hægt að hugsa sér betri undirstöður fyrir gott samband vinaþjóða. 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Við gjaldþrot ís- lensku bankanna urðu til þrotabú af áður óþekktri stærðar- gráðu í íslensku efna- hagslífi. Staðan vorið 2014 Útlán bankakerfis- ins samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands voru um 13.000 millj- arðar íslenskra króna. Það samsvaraði tífaldri landsfram- leiðslu. Í upphafi árs 2008 voru gjaldeyriseignir Seðlabankans um 160 milljarðar en erlendar skuldir íslensku bankanna um 6.000 millj- arðar. Efnahagsreikningar þessara sömu stofnana voru töluvert um- fangsmeiri þar sem erlend dóttur- félög bættust við. Erlend útibú voru hluti af íslensku umfangi bankanna. Við stofnun nýrra banka á rúst- um hinna föllnu banka voru eignir hinna föllnu banka yfirfærðar til hinna nýju banka á mót innlánum, sem nýju bankarnir yfirtóku. Þrotabú íslenskra fjármálafyrir- tækja voru þrettán. Þrotabúin voru misumfangsmikil. Þau um- fangsmestu voru: . Landsbanki Íslands hf. - Tekið skal fram að dómur EFTA-dómstólsins um ICE- SAVE féll í upphafi árs 2013. Kröfur vegna ICESAVE voru ekki fyllilega leystar vorið 2014. . Glitnir hf. . Kaupþing hf. . Straumur/Burðarás hf. (Það lá fyrir nauðasamningur, sem ekki hafði verið efndur vegna takmark- ana á meðferð eigna, sérstaklega erlendra eigna og hömlum við að breyta innlendum eignum í gjald- eyriseignir.) Eignir þrotabúanna samanstóðu af: . Innlendum eignum (Innlendar bankainnistæður og ríkis- skuldabréf, auk ýmissa ann- arra eigna.) . Erlendum eignum (bankainni- stæður og aðrar eignir). - Að auki átti þrotabú Glitnis hlut í Íslandsbanka á móti ís- lenska ríkinu vegna stofnfram- lags til Nýja Glitnis => Íslandsbanka í upphafi. Og: - Þrotabú Kaupþings átti hlut í ARION banka á móti ríkinu, þar sem ríkis- sjóður lagði fram stofnframlag til Nýja Kaupþings => ARION banka. Áreiðanlegt yfirlit um eignir þrotabú- anna lá ekki fyrir fyrr en seint á árinu 2013. Engar viðræður áttu sér stað á milli kröfu- hafa og stjórnvalda enda var ríkissjóður að mjög takmörkuðu leyti aðili að þrotabú- um bankanna. Alþingi og ríkis- stjórnir einbeittu sér að því að tryggja greiðslujöfnuð með höml- um í gjaldeyrisviðskiptum, þar með talið gjaldeyrisyfirfærslum vegna þrotabúanna. Forgangskröfur, vinnulaun og innlán, höfðu verið greiddar að undanskildum ICESAVE- innlánum Landsbankans í Bret- landi og Hollandi. (Erlendar kröf- ur.) . ICESAVE-mál leystust með erlendum eignum Landsbanka Íslands. (Innlán voru for- gangskröfur í þrotabúum bankanna.) Stærstu kröfuhafar voru erlend- ir sjóðir. Skuldabréfakröfur voru fæstar í höndum þeirra eigenda sem áttu kröfurnar þegar bank- arnir fóru í þrot. Nýkjörinn þingmaður Þegar sá er þetta ritar var kjör- inn til starfa á Alþingi vorið 2013. Setti hann sig inn í stöðu þrotabú- anna og taldi að upplausn þeirra væri forgangsmál til þess að ís- lenskt efnahagslíf gæti starfað með eðlilegum hætti, því forsendur frjálsra viðskipti voru og eru frjáls viðskipti við útlönd. Beinar erlend- ar fjárfestingar teljast þar með. Gjaldþrot bankanna leiddu með- al annars til þess að erlendar fjár- festingar lífeyrissjóða voru óheim- ilar og hömlur voru á gjaldeyris- viðskiptum fyrirtækja og einstaklinga samkvæmt gjaldeyris- lögum. Þó kom aldrei til þess að hömlur væru á vöruviðskiptum. Sá er þetta ritar var og er í góðu sambandi við bandarískan lög- mann sem er sérfræðingur í hópmálsóknum og nauðasamn- ingum. Lögmaðurinn starfar bæði í Evrópu, með aðsetur í Vínarborg, og í New York. Lögmaðurinn kom tvisvar hingað til Íslands sumarið 2013. Lögmaðurinn sannfærði mig um að lausnin væri fólgin í því að fá fáa kröfuhafa að borði og gera við þá nauðasamning (e. composi- tion), þar sem erlendum eignum væri skipt á milli kröfuhafa en að innlendar eignir gengju til íslenska ríkisins. Til þess þyrfti venjulega aðeins örfáa kröfuhafa til að ná meirihlutasamþykki. Með erlendum eignum er átt við þær eignir sem ekki höfðu áhrif á greiðslujöfnuð og útstreymi gjald- eyris af innlendum gjaldeyrisforða. Við vorum sammála um að eign- ir þrotabúanna væru lögverndaðar eignir kröfuhafa, en aðkoma ís- lenska ríkisins að þrotabúunum var sú að ríkið og Seðlabanki voru litlir kröfuhafar. Aðrir innlendir kröfuhafar voru fyrst og fremst ís- lenskir lífeyrissjóðir. Markmið stjórnvalda, þjóðhagsvarúðarsjónarmið Markmið stjórnvalda var að verja greiðslujöfnuðinn. Gjaldeyriseign Seðlabankans stóð engan veginn undir því að breyta innlendum eignum kröfuhafa í er- lendan gjaldeyri, án þess að gengi íslensku krónunnar hryndi. Greiðslujöfnuður við útlönd var viðmið í þjóðhagsvarúð. Aðkoma þess er þetta ritar Fyrir milligöngu kunningja síns komst sá er þetta ritar í samband við fulltrúa kröfuhafa, jafn marga og bandarískur ráðgjafi hans lagði til. Í viðræðum við fulltrúa kröfu- hafa benti sá er þetta ritar á að lausn á erfiðri stöðu þrotabúanna væri tiltölulega einföld, ef erlendir kröfuhafar sættu sig við að inn- lendar eignir þrotabúanna yrðu af- hentar íslenska ríkinu án þess að það yrði haldin „veisla“ í boði stjórnvalda. Á móti þessu fengju erlendir kröfuhafar yfirráð yfir er- lendum eignum sínum í eðlilegri meðferð í gjaldþrotaskiptum eða nauðasamningum. Sá er þetta ritar lagði til við fjármála- og efnahagsráðherra að ráðherrann hitti kröfuhafa. Ráð- herra féllst ekki á að hitta fulltrúa kröfuhafa en í hans stað kæmi trúnaðarmaður hans, þó ekki starfsmaður ráðuneytisins. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Sá er þetta ritar var og er í góðu sam- bandi við bandarískan lögmann sem er sér- fræðingur í hópmál- sóknum og nauðasamn- ingum. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Þrotabú íslensku bankanna og greiðslujafnaðarvandamál Sá er þetta ritar, setti fram eftirfarandi skilyrði við kröfuhafa vegna hugsanlegs fundar: . Að ekkert væri hljóðritað. . Að aðeins VB hefði blað og penna og að vinnublað VB yrði umræðugrundvöllur. . Að fundurinn yrði haldinn á hlutlausu svæði. . Að fundurinn hefði aldrei ver- ið haldinn ef umræður yrðu árangurslausar. Fjármála- og efnahagsráðherra hafði lýst því yfir að aðkoma hans kynni að skaða hagsmuni ríkisins. Fundur með kröfuhöfum Fundurinn var haldinn snemma sumars 2014. . Þrír fulltrúar kröfuhafa komu til fundarins. - Þessir fulltrúar töldu sig hafa nægjanlega mikinn hluta krafna að baki sér til að geta gert bind- andi samninga fyrir kröfuhafa. Hugmyndir VB um meðferð á eignum þrotabúanna voru kynntar. Á blaðinu var einnig fjallað um vaxtamunaviðskipti (e. carry trad- ing) og þær kröfur sem enn væru opnar þar. Vaxtamunaviðskipti Vaxtamunaviðskipti byggjast á því að nota gjaldmiðil lágvaxta- myntar til þess að kaupa eignir í hávaxtamynt og hafa hagnað af vaxtamuni myntanna. Eignir kröfu- hafa í vaxtamunaviðskiptunum voru fyrst og fremst ríkisskuldabréf og ríkisvíxlar. Það að svipta eigendur ráðstöfunarrétti yfir þessum eign- um í gjaldeyrishömlum er næsta skref við greiðslufall. Kröfuhafar höfnuðu alfarið að ræða kröfur vegna vaxtamuna- viðskipta þar sem þeir væru ekki fulltrúar þeirra kröfuhafa og það væri alls ekki rétt að það uppgjör kæmi inn í uppgjör þrotabúa bank- anna, enda þrotabúunum óviðkom- andi. . Bundnar eignir vegna vaxta- munaviðskipta urðu sérstakt úrlausnarefni á árinu 2016 og leystist. Viðræður um eignir þrotabúa Viðræður stóðu í tvo klukkutíma og voru mjög vinsamlegar. Niður- staðan var sú að halda beinum og milliliðalausum viðræðum áfram. Sá er þetta ritar kom aldrei að þeim viðræðum en ræddi við Lee Buchheit, en hann var fjármála- ráðuneytinu til aðstoðar við úrlausn þrotabúanna á þeim grunni sem rætt var um snemma sumars árið 2014. Samtal VB við Lee Bucheit fór fram í fjármálaráðuneytinu með fulltrúum þingflokka eftir að samningar um stöðugleikaframlög lágu fyrir. Stöðugleikaframlag Niðurstaða viðræðna kom fram í frumvörpum fjármálaráðherra um stöðugleikaskatt eða stöðugleika- framlag á þinginu 2015-2016. Öll þrotabúin greiddu stöðugleika- framlag á þeim nótum sem lagt var til. Stöðugleikaskattur var ýtrasta leið, nánast eignarnám, og átti að nema 40% af eignum. Sú leið hefði án efa leitt til málaferla sem hefðu staðið í mörg ár. Með stöðugleikaframlagi í frjáls- um samningum lauk málinu með nauðasamningum sem leiddu til þess að greiðslujöfnuður raskaðist ekki. Stöðugleikaframlagið náði yfir innlendar eignir þrotabúanna, Ís- landsbanki þar meðtalinn á 22% af bókfærðu verði í erlendum gjald- eyri og ýmislegt uppsóp í sölu og upplausn eigna. Alls nam þetta framlag vel yfir 500 milljörðum IKR og er enn að koma fram. Önnur lausn Á þessum tíma ræddu íslenskir snillingar um að íslensk stjórnvöld tækju í sína vörslu allar eignir þrotabúanna og úthlutuðu greiðsl- um eftir uppboðsleið á gjaldeyri. Með því væri gjaldþrotameðferð komin úr þeim farvegi, sem kröfu- hafar þekktu um gjaldþrotameð- ferð og viðurkennd er í öðrum löndum. Sú leið hefði leitt til margra ára málaferla og sennilega hefðu kröfuhafar lagt fram kröfur við erlenda dómstóla um haldlagn- ingu eigna þrotabúanna. Frjálsir samningar og stoltur af frumkvæði Sú leið sem farin var við upp- lausn þrotabúanna voru frjálsir samningar, staðfestir af kröfu- höfum í eðlilegu ferli gjaldþrota- skipta. Málinu var lokið án mála- ferla sem hefðu staðið í mörg ár fyrir innlendum og erlendum dóm- stólum ef uppboðleið hefði verið farin. Sá er þetta ritar er stoltur af því að hafa komið viðræðum um upp- lausn þrotabúanna af stað og þeirri lausn, sem viðræðurnar leiddi til. Frumkvæðið kom ekki frá ráð- herrum í ríkisstjórn Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.