Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Borgarbókasafnið menningarhús í Úlfarsárdal stendur fyrir göngu upp á Úlfarsfell í dag, föstudag, kl. 17 með glæpasagnahöfundinum Yrsu Sigurðardóttur og tón- listarmanninum Snorra Helgasyni. Mun Yrsa segja frá á göngunni og eflaust fá hár göngufólks til að rísa. Þegar komið er á leiðarenda tekur Snorri við og „heldur uppi dulúðugri stemmningu á útsýnispallinum með kynngi- magnaðri tónlist sinni“, eins og því er lýst í tilkynningu. Gönguhópurinn hittist á bílastæðinu við Úlfarsfell í Úlf- arsárdal. Gangan upp á útsýnispallinn tekur um klukkustund. Snorri hefur leik og söng um kl. 18 og haldið verður til baka um 18.30. Hrollvekjandi ganga á Úlfarsfell FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Íslendingalið København dróst í G-riðil Meistaradeildar karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili ásamt Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund en dregið var í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Íslensku lands- liðsmennirnir Háskon Arnar Haraldsson og Ísak Berg- mann Jóhannesson eru samningsbundnir danska liðinu og þá leikur Orri Steinn Óskarsson einnig með Køben- havn. »26 Íslendingarnir á leið til Manchester ÍÞRÓTTIR MENNING Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Sá sem ég leik og syng er Pétur prins og það er ákveðin krafa um að hann sé dálítið glæsilegur,“ segir Gunnlaugur Bjarnason barítón þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi verið í permanenti þegar náðist í hann. „Pétur prins er einn af persónum ævintýraóperu sem frumsýnd verður í Gamla bíói eftir viku. Mærþöll heitir óperan og er eftir Þórunni Guðmundsdóttur en söguþráð- inn byggir hún á gömlu íslensku ævintýri, Mærþallar sögu,“ segir Gunnlaugur sem fer í vetur út til að klára meistaranám sitt í söng við konservatoríið í Den Haag. Kristín, eiginkona hans, og þrjú börn þeirra verða heima á Íslandi á meðan. Allt kostar þetta sitt og brá Gunnlaugur á það ráð að halda happdrætti til að bjóða velunnurum og vinum að styrkja sig út til náms. „Börnin okkar eru átta, fjögurra og tveggja ára og ég vil leggja eitthvað til heimilisins sem og fjármagna dvöl mína úti. Vinkona mín gerði þetta fyrir nokkrum árum, bauð upp á happdrætti til að fjármagna dýrt doktorsnám í Bret- landi, svo ég ákvað að slá til,“ segir Gunnlaugur sem hefur skopskyn að leiðarljósi í happdrættisvinningum sem eru fjölmargir og frumlegir. Á vinningaskrá eru m.a. súrdeigs- brauð, póstkort, tileinkun á lagi, miði á einkatónleika Gunnlaugs o.fl. „Ég hafði að leiðarljósi að vinningar mættu ekki vera of mikil kvöð. Á sama tíma sá ég þetta sem leið til að losa mig við hluti, en meðal vinninga eru verstu kaup mín í Góða hirðinum. Ég er svo heppinn að fólk hefur haft samband og gefið vinninga í happdrættið. Til dæmis gefur Íslenska óperan fjóra miða á Brothers í október, Hótel Reykjavík Treasure gefur eina gistinótt og Osteostrong gefur ástundun hjá sér í mánuð, svo það eru veglegir vinningar innan um. Efst á listanum eru einkatónleikar með mér, þar sem ég kem heim til vinningshafa og syng nokkur af uppáhaldslögunum mínum.“ Fjölbreytni vinninga er mikil. Til dæmis fá fimm vinn- ingshafar afleggjara af blómi frá Auði Laxness. „Konan mín vann á Gljúfrasteini fyrir nokkrum árum og þar þurfti reglulega að grisja blóm, svo afleggjarar enduðu heima hjá okkur og eru núna orðnar stórar og fal- legar plöntur, Mánagull, peningatré og fleira,“ segir Gunnlaugur sem er mjög hrifinn af súrsuðum lauk og ger- ir mikið af því að súrsa sjálfur. „Tuttugu vinningshafar fá krukku með súrsuðum lauk frá mér. Ég fór eitt sinn með þýskri ömmu minni til Þýskalands til Sprewalds sem eru höfuðstöðvar súru gúrkunnar þar í landi. Þar fékk ég gefins dós með einni niðursoðinni gúrku. Þá fannst mér það alversta gjöf sem ég hefði getað fengið, en þetta er matarsmekkur sem lær- ist. Núna finnst mér allt súrt og niðursoðið æðislega gott.“ Gunnlaugur er íslenskufræðingur að mennt og vanur prófarkalesari. Því hlýtur einn vinningshafi prófarka- lestur fyrir texta á íslensku að hámarki 5000 orð. „Ég byrjaði í prófarkalestri í bókaútgáfunni Sæmundi hjá pabba, Bjarna Harðarsyni, en ég færði út kvíarnar og fór að lesa yfir ritgerðir hjá samnemendum í Háskólanum.“ 35 heppnir vinningshafar fá persónulegt þakkarbréf frá Gunnlaugi sem þeir geta ekki skilið. „Þegar ég var í fram- haldsskóla sagði kennari að ég væri með áferðarfallega rithönd en að hún væri ekki mjög læsileg. Ég hef tengi- skrift í hávegum en mér finnst ekki skipta öllu máli að fólk geti lesið það sem stendur á þakkarbréfunum. Þetta verð- ur einhvers konar fljótaskrift, listaverk.“ Meðal vinninga er einnig upplestur á Íslendingaþætti. „Ég les þá upp Íslendingaþátt sem vinningshafi velur sjálfur. Upplesturinn verður tekinn upp og vinningshafi fær hann til eignar. Ég tel mig búa yfir góðri frásagnar- gáfu svo þetta ætti að verða skemmtilegur upplestur,“ segir Gunnlaugur og bætir við að nú hafi bæst við einn aukavinningur. „Ég og Ármann Jakobsson vorum með hlaðvarpið Flimtan og fáryrði, en höfum ekki gert þátt í heilt ár, við ætlum að gefa einn þátt í vinning sem aðeins einn miðahafi vinnur.“ Hver miði kostar 2000 kr. en kaupa má miða með því að leggja inn á reikning Gunnlaugs eða AUR Kt. 0911922769 Reikn.no: 0152-26-002792 AUR: 6619922 Dregið úr vinningum 5. sept. Viðburður á Facebook: Happdrætti – Gunnlaugur klárar söngnámið Kemur heim til vinn- ingshafa og syngur - Gunnlaugur Bjarnason barítón heldur happdrætti Ljósmynd/Elísabet Elma Líndal Guðrúnardóttir Fjölskylda Gunnlaugur ásamt Kristínu konu sinni og börnum þeirra þremur, Bjarna, Kára og Áslaugu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.