Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum Jo Koy í aðalhlutverki S kerið er feiknaskemmtilegt útvarpsleikrit í sex þáttum sem Storytel gefur út. Atburðarásin er dularfull og ófyrirsjáanleg, svo ófyrirsjáanleg reyndar að hlustandinn á í stríði við sjálfan sig meðan á hlustun stendur um mögulegar ástæður þess að aðal- persóna leikritsins, Ási, er staddur í eins skrýtnum aðstæðum og raun ber vitni. Það er ekki hægt að segja að leikritið skilji lesandann eftir snortinn eða fullan af spurningum um tilvist sína en það er fínasta dægrastytting. Leikritið, sem reyndar er kallað hljóðbók innan vébanda StoryTel en á meira skylt við útvarpsleikrit – eða þá hljóðleikrit þar sem verkinu er vissulega ekki útvarpað, segir frá Ása, karlmanni á miðjum aldri sem hefur brennt allar brýr að baki sér. Klassískt, hugsa sumir eflaust og það gerði ég líka. Ási er nefnilega einmitt þessi hefðbundna persóna sem íslensk listsköpun hefur gjarn- an snúist í kringum í áranna rás: Þunglyndur miðaldra karlmaður sem er svolítið misskilinn. Hann er eiginlega svo mikil klisja að ég skammaðist mín fyrir að finna til samkenndar með honum. En hvað um það, þótt persóna Ása sé viss klisja þá eru kringumstæðurnar sem hann er settur í það ekki. Þann- ig glíma höfundar verksins og leik- ararnir við spurninguna: Hvað ger- ist þegar klassískur karakter er settur í áður óséðar aðstæður? Ási, sem eins og fyrirrennarar hans úr listasögunni er aðeins of gefinn fyrir sopann, vaknar í fyrsta þætti í umhverfi sem hann þekkir ekki. Hann hafði ætlað sér í gott frí með vini sínum til Tenerife en eftir enn eitt fylleríið finnur hann sig á eyju sem býður honum upp á eitt- hvað allt annað. Í fyrstu veltir Ási sér ekki um of upp úr þessu og gerir það sem hann gerir verst: Fær sér í glas. Fljótt fara aftur á móti að renna á hann tvær grímur um fólkið á eyjunni og fyrirætlanir þess. Söguþráðurinn er þannig afar vel ofinn en hlustendur fá að fylgjast með atburðarásinni eiga sér stað í gegnum dagbókarfærslur Ása, sem hljóðritar bæði sitt eigið tal og sam- töl sín við annað fólk. Þessi aðferð heppnast ágætlega hjá höfundum en stundum fékk ég á tilfinninguna að Ási væri að mata hlustandann á upplýsingum í stað þess að leyfa honum að túlka aðstæðurnar sjálfur. Það er þó ekki þannig að Ási gefi of mikið upp um það sem koma skal því hann er sjálfur í raun eins grun- laus og hlustandinn sem giskar í sí- fellu á það hvað sé í gangi með þeirri einu niðurstöðu að hafa alltaf rangt fyrir sér. Það má líka nefna að ákveðins ósamræmis gætti í sjónar- horni hvað þetta varðar, í gegnum bróðurpart sögu samanstendur leik- ritið einungis af hljóðbrotum út frá sjónarhóli Ása, þ.e. einhverju sem hann hefur hljóðritað, en í fjórða þætti gerist það allt í einu að hljóð- brot er spilað sem er úr samræðum sem Ási hefði ekki getað orðið vitni að – eða þannig skildi ég það í hið minnsta sem hlustandi. Það væri kannski hægt að fyrirgefa þetta ósamræmi ef umrætt samtal væri mjög áríðandi fyrir framvindu sög- unnar og innsýn hlustandans í atburðarásina en samtalið er það alls ekki að mínu mati. Sannfærandi hljóðheimur Undirrituð er ekkert sérstaklega hrifin af persónusköpun Ása, enda þar að finna litla sköpunargleði. Hann er aftur á móti mjög vel leik- inn af Haraldi Ara Stefánssyni. Þá skín talsvert meira í ímyndunarafl höfunda í gegnum helstu aukaper- sónur verksins: Hildi, Rebekku, Leif, Eyvind og Pésa, en Hildur og Eyvindur eru persónur sem eru áberandi vel úr garði gerðar. Það má eiginlega segja að aukapersón- urnar séu það sterkar að þær bæti vel fyrir klisjuna sem aðalpersónan var. Þær, rétt eins og Ási, eru afar vel lesnar og túlkun leikaranna – Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, Svandísar Dóru Einarsdóttur, Guð- mundar Inga Þorvaldssonar og Stefáns Halls Stefánssonar – er sannfærandi en það er í raun allur hljóðheimur verksins, að mínu mati – án þess að ég gefi mig út fyrir að vera sérfræðingur í þeim efnum, alls ekki. Til þess að draga þetta saman þá er vel þess virði að ráðast í hlustun á Skerinu. Verkið er skemmtilegt, spennandi og oftast fremur sann- færandi. Þótt það kafi kannski ekki á neitt sérstakt dýpi eða opni nýjar víddir fyrir lesandanum er þarna á ferðinni fínasta afþreying sem fær hlustandann til þess að brjóta heil- ann um framhaldið í sífellu og jafn- vel efast um eigin sannfæringu. Eyjan fagra, hvað? Morgunblaðið/Hákon Ófyrirsjáanlegt Áslaug Torfadóttir og Ragnar Egilsson eru höfundar hljóðbókarinnar / hljóðleikritsins Skersins sem hlýða má á hjá Storytel. Hljóðleikrit Skerið bbbmn Eftir Áslaugu Torfadóttur og Ragnar Egilsson. Lesarar: Jóhanna Friðrika Sæ- mundsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvalds- son, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vignir Rafn Valþórs- son og Juan Camillo Roman Estrada. Storytel, 2022. Sex þættir. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Á Storytel Kynningarmynd fyrir Skerið sem finna má á Storytel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.