Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Kintai BH 10.950 kr. Buxur 4.850 kr. Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14 26. ágúst 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 140.43 Sterlingspund 165.51 Kanadadalur 108.07 Dönsk króna 18.755 Norsk króna 14.477 Sænsk króna 13.178 Svissn. franki 145.68 Japanskt jen 1.0277 SDR 183.01 Evra 139.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.9339 Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hagn- aðist um 22,5 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi eða um jafnvirði 3,2 milljarða króna. Hagnaðurinn jókst talsvert milli ára því á öðrum fjórð- ungi 2021 hagnaðist Brim um 12,3 milljónir evra eða 1,7 milljarða kr. Eignir Brims í lok tímabilsins námu 838 milljónum evra, eða 118 milljörðum króna, og jukust um 5,3% milli ára. Eigið fé Brims nemur nú 422 milljónum evra, eða 59 milljörðum króna, samanborið við 398 milljónir evra á sama tíma á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall félagsins er 50%. Í samræmi við væntingar Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, segir í tilkynningu að góður gangur hafi verið hjá félaginu á fyrri hluta ársins og rekstur hafi verið í samræmi við væntingar. „Við, sem störfum í sjávarútvegi, vitum að sveiflur geta verið veru- legar. Bæði lýtur náttúran sínum lögmálum og þá breytast aðstæður á alþjóðamörkuðum hratt eins og við höfum séð á undanförnum árum. Loðnuvertíðin á árinu var góð sem hafði jákvæð áhrif á rekstur félags- ins en á móti kemur að dregið var úr veiðiheimildum í þorski. Þá hefur stríð í Evrópu, sem hófst í upphafi árs, aukið kostnað í rekstri, haft áhrif á markaði fyrir afurðir okkar og aukið á óvissu.“ Hann segir efnahaginn traustan og eiginfjárstöðuna góða. Það geri félaginu fært að halda áfram á þeirri leið að fjárfesta til framtíðar í mikilvægustu hlekkjum í virðis- keðju félagsins. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Útvegur Góður gangur var á fyrri hluta ársins hjá Brimi. Hagnaður Brims 3,2 milljarðar - Eignir jukust um 5,3 % milli ára - Góð loðnuvertíð vegna starfsemi Sjólaskipa á Las Palmas á árunum 2005-2006. Rann- sóknin sneri í meginatriðum að því hvernig staðið var skil á sköttum vegna rekstrarhagnaðar og síðar söluhagnaðar af félaginu – en einnig að því hvort eigendum félagsins hefði borið að greiða skatta hér á landi. Rannsókninni lauk sex árum síðar, í október 2015. Rúmu ári síðar, í des- ember 2016, var málunum vísað til rannsóknar lögreglu. Um hálfu ári síðar, sumarið 2017, boðaði Skatturinn (þá Ríkisskatt- stjóri) endurákvörðun opinberra gjalda. Tveimur árum síðar, sumarið 2019, var endurákvörðun skatta – sem er í raun endurálagning skatta – hrint í framkvæmd. Á sama tíma voru gefnar út fimm ákærur á hendur systkinunum. Fjórar ákærur vegna persónulegra skattskila þeirra hvers um sig og ein á hendur bræðrunum vegna starfsemi erlends félags. Í mál- unum var þeim gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum fram- tölum og vanframtalið þrjá milljarða FRÉTTASKÝRING Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Sjaldgæfur atburður átti sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorg- un. Við upphaf þinghalds lýsti Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, því yfir að fallið hefði verið frá öllum ákærum á hendur sakborningum. Eðli málsins samkvæmt felldi héraðsdómari því málið niður og er því þar með lokið. Hér var um að ræða mál sem hér- aðssaksóknari höfðaði gegn bræðrun- um Haraldi Reyni og Guðmundi Steinari Jónssonum, oft kenndum við útgerðarfélagið Sjólaskip. Það er ekki oft sem saksóknari lýsir því yfir í upp- hafi þinghalds að fallið hafi verið frá ákæru. Í júní á þessu ári var lögmönn- um bræðranna þó tilkynnt að ákveðið hefði verið að fella niður ákærur eftir að saksóknari hafði fengið þau gögn sem lögð voru fram til varnar í málinu. Þar með lýkur ferli sem staðið hefur yfir í þrettán ár gegn þeim bræðrum og um tíma systrum þeirra, Berglindi og Ragnheiði. Rannsókn hófst 2009 Skattrannsóknarstjóri hóf rann- sókn á systkinunum í október 2009, króna á árunum 2006 til 2007. Auk þess voru bræðurnir ákærðir saman í einu máli sem varðar erlend félög. Það var byggt á því að raunveruleg stjórn þessara félaga hefði verið á Ís- landi og bræðurnir því borið skatt- skyldu hér á landi en ekki erlendis. Ákærurnar voru þingfestar í ágúst 2019. Fimm mál urðu þrjú Málin þrjú gegn bræðrunum voru síðan sameinuð í eitt mál, þannig að eftir stóðu í raun þrjú mál sem rekin voru gegn systkinunum. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur vísaði þeim öllum frá dómi í júlí 2020. Sú frávísun byggðist á svonefndri Ne bis in idem-reglu Mannréttindadómstólsins sem leggur bann við tvöfaldri refsingu fyrir sama brot. Það álag, sem skattyfirvöld höfðu gert þeim að greiða, er talið refsing í skilningi Mannréttindasátt- mála Evrópu og því taldi dómarinn ekki hægt að refsa þeim aftur fyrir sama brot nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem héraðs- dómari taldi ekki vera fyrir hendi og vísaði málinu því frá. Héraðssaksóknari kærði niður- stöðuna til Landsréttar, sem í nóv- ember og desember 2020 ómerkti frá- vísun héraðsdóms og vísaði málunum aftur til efnismeðferðar. Í apríl 2021 féll ákæruvaldið frá hluta sakargifta en í maí sama ár voru systurnar sýkn- aðar af öllum ákæruliðum. Héraðs- saksóknari ákvað að una þeim dómi og áfrýjaði ekki. Í nóvember 2021 vísaði héraðsdóm- ur málinu, sem sneri að persónuleg- um skattskilum bræðranna, frá dómi á ný. Landsréttur staðfesti þá ákvörðun í apríl sl. og þar með lauk þeim anga rannsóknarinnar. „Ég held að engin niðurstaða hafi verið jafn fyrirséð síðan ég byrjaði í lög- mennsku,“ segir Halldór Jónsson, lögmaður annars bræðranna, þá í samtali við Morgunblaðið. Þá stóð eftir eitt mál, sem sneri sem fyrr segir að því hvort raunveru- leg stjórn félaganna hefði verið á Ís- landi og bræðurnir því borið skatt- skyldu hér á landi en ekki erlendis. Gögnum um vörn var skilað í júní sl. og í sama mánuði ákvað saksóknari að fella málið niður. Þar með lauk þeim málarekstri sem hefur farið fram hjá skattrannsóknarstjóra, skattayfir- völdum, héraðssaksóknara og dóm- stólum – og fjallað reglulega um í fjöl- miðlum – í tæp 13 ár. Mikill léttir að málinu sé lokið Inntur eftir viðbrögðum segir Har- aldur í samtali við Morgunblaðið að þungu fargi sé af sér létt með niður- stöðu gærdagsins. „Það er mikill léttir að þessu skuli vera lokið. Það tekur á að vera með réttarstöðu sakbornings í svo langan tíma,“ segir Haraldur. „Málin snérust fyrst og fremst um ágreining um túlkun á skattalögum, þar sem við töldum – og höfum nú fengið staðfest – að skattgreiðslum okkar væri hagað með réttum hætti. Í starfsemi okkar erlendis fórum við að ráðum ýmissa sérfræðinga, t.d. lög- fræðinga og endurskoðenda, um það hvernig okkur bæri að haga skilum á sköttum og gjöldum. Sú framkvæmd var rétt. Eins og flestir erum við sam- mála því að hér þurfi að vera öflugt eftirlit og að fólk greiði sína skatta, sem við gerðum með réttum hætti. Því höfum við verið þess fullviss í þennan tíma að hjá okkur lægi engin sök.“ Spurður frekar um tímalengdina á málinu, sem er sem fyrr segir 13 ár, rifjar Haraldur upp að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málinu hafi tekið sex ár og síðan hafi tekið við málarekstur fyrir dómstólum. „Þetta hefur kostað okkur bæði tíma og fjármagn, sem ekki verður endurheimt. Að sama skapi hefur þetta kostað ríkisvaldið umtalsvert fjármagn, að standa í svo umsvifa- miklum málarekstri í allan þennan tíma. Það verður heldur ekki endur- heimt og líklegast mun enginn þurfa að bera ábyrgð á því.“ Féllu frá máli við upphaf þinghalds - Héraðssaksóknari féll frá síðustu ákærunni af fimm gegn Sjólasystkinum - 13 ár eru liðin frá því að rannsókn hófst á málinu - Búið var að sýkna í tveimur málum og vísa öðrum tveimur frá dómi Morgunblaðið/Þór Dómsmál Við upphaf þinghalds í gærmorgun féll ákæruvaldið frá ákæru og málið var því fellt niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.