Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlotta@mbl.is
Enn vantar 20 til 30 milljónir króna
svo hægt sé að ljúka við byggingu
nýrrar Miðgarðakirkju í Grímsey.
Þetta staðfestir Alfreð Garðarsson,
formaður sóknarnefndar kirkjunn-
ar, í samtali við Morgunblaðið.
„Mér skilst að fjármagn sé komið
yfir 90 milljónir króna með öllu,
styrkjum og tryggingum,“ segir Al-
freð, en áætlaður heildarkostnaður
við byggingu kirkjunnar nemur um
120 milljónum króna.
„Það er alltaf verið að leita að
einhverjum lausnum og alls konar í
gangi,“ segir Alfreð um hvernig far-
ið verði að því að fjármagna það
sem vantar svo ljúka megi verkinu.
„Fyrirtæki hafa til dæmis verið
að styrkja okkur, sem og einstak-
lingar. Heimilin hérna í Grímsey
hafa síðan verið að sjá um alla þjón-
ustu, eins og fæði og húsnæði,
þannig að margt smátt gerir eitt
stórt.“
Spurður hvort núverandi staða sé
óþægileg kveður Alfreð já við en
segist þó bjartsýnn á framhaldið.
Fokheld fyrir veturinn
„Þetta var það sem við vissum í
upphafi, að þetta yrði stórt og mikið
verkefni. En við erum bjartsýn. All-
ir eru jákvæðir og við höfum notið
mikils stuðnings,“ segir Alfreð sem
vill nýta tækifærið til að þakka
þeim sem lagt hafa verkefninu lið.
Stefnt er að því að kirkjan verði
tilbúin að utan í lok september nk.
„Þakið er komið á, turninn er langt
kominn og gluggarnir eru á leiðinni.
Þetta verður gert fokhelt og aðal-
áherslan er að klára að loka kirkj-
unni fyrir veturinn. Svo verðum við
bara að sjá hvernig vinnst í vetur.“
Til stendur að vígja kirkjuna á
næsta ári en nánari tímasetning er
óljós á þessari stundu.
„Við hvetjum svo landsmenn til
að koma og skoða nýju kirkjuna
þegar búið verður að reisa hana,“
segir Alfreð að lokum.
Ljósmynd/Hilmar Páll Jóhannesson
Framkvæmdir Skóflustunga að nýrri Miðgarðakirkju í Grímsey var tekin í byrjun maí á þessu ári.
Verkið ekki fullfjármagnað
- Góður gangur en þurfa enn 20-30 milljónir króna
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Birgir Jónasson, lögreglustjóri á
Norðurlandi vestra, er ósammála
því fyrirkomulagi að embætti lög-
reglustjórans á
Norðurlandi
eystra annist
rannsókn tiltek-
inna sakamála í
hans umdæmi.
Fyrirkomulag
þetta „er ekki
heppilegt,“ að
hans sögn. Kallar
lögreglustjórinn
því eftir breyt-
ingum án tafar.
Greint hefur verið frá því hér í
Morgunblaðinu að embætti lög-
reglustjórans á Norðurlandi eystra
annist rannsókn á skotárásinni á
Blönduósi hvar tvennt týndi lífi og
einn særðist alvarlega. Og er það
svo þrátt fyrir að vel mönnuð rann-
sóknardeild lögreglu sé starfandi
undir stjórn Birgis.
Rannsóknardeild ekki með
„Þetta á sér þá forsögu að þegar
lögregluembættið var stofnað árið
2015 þá var hvorki rannsóknardeild
á Blönduósi né Sauðárkróki. Árið
2018 var svo stofnuð rannsóknar-
deild við embættið en reglugerðar-
breyting hefur þó ekki verið gerð,“
segir Birgir og bendir á að í rann-
sóknardeild embættisins starfi nú
þrír vel þjálfaðir rannsakendur.
Er um að ræða reglugerð um
stjórn lögreglurannsókna og sam-
vinnu héraðssaksóknara og lög-
reglustjóra við rannsókn sakamála
nr. 660/2017.
Aðspurður segir Birgir tvo brota-
flokka standa utan embættisins,
kynferðisbrot og manndrápsmál.
„Mínir menn hafa ekki aðkomu
að þessari rannsókn. Akureyri tók
hana yfir. Þetta fyrirkomulag er
svo sannarlega ekki heppilegt.
Brotið er framið í þessu umdæmi
og ég tel að lögreglustjóri umdæm-
isins eigi að hafa meiri stjórn á
þeirri atburðarás sem fer af stað.
Um það eru allir sammála hér,“
segir hann.
Þá hvetur Birgir ráðherra dóms-
mála til að breyta áðurnefndri
reglugerð. „Það er bagalegt að það
þurfi svona mál til,“ segir hann enn
fremur.
- Reglugerð hindrar aðkomu rannsóknardeildar lögreglu - Lögreglustjóri kallar eftir breytingum
Morgunblaðið/Eggert
Rannsókn Þjóðin var slegin óhug þegar tíðindi bárust af árásinni.
Birgir
Jónasson
Fái meiri aðkomu að rannsókn mála
Engels Levits, forseti Lettlands, ritaði í
gestabók Alþingis ásamt öðrum leiðtogum
Eystrasaltsríkjanna í gær. Birgir Ármanns-
son, forseti Alþingis, leiddi þá um húsakynni
löggjafarþingsins og stendur hér álengdar
ásamt Alar Karis, forseta Eistlands.
Lentu leiðtogarnir á Íslandi í gær ásamt
Gitanas Nausëda, forseta Litháens, og mök-
um allra þeirra, í tilefni af rúmlega þriggja
áratuga afmæli endurnýjaðs stjórnmála-
sambands ríkjanna. Ísland varð þá fyrst ríkja
til þess að viðurkenna á ný sjálfstæði Eist-
lands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls
Sovétríkjanna.
Í fylgdarliði forsetanna eru utanríkisráð-
herrar landanna þriggja, þeir Edgars Rinke-
viès frá Lettlandi, Urmas Reinsalu frá Eist-
landi, og Gabrielius Landsbergis, frá Litháen.
Samhliða opinberu heimsókninni eru borg-
arstjórar Tallinn, Riga og Vilnius á Íslandi og
var þeim einnig boðið til kvöldverðar forseta-
hjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu
Reid á Bessastöðum í gærkvöldi.
Leiðtogar
Eystrasaltsríkja
heimsóttu þingið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon