Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
Ísak Gabríel Regal
isak@mbl.is
Listahátíðin Hamraborg Festival
verður haldin í annað sinn helgina
26.-28. ágúst. Hátíðin er óður til
Hamraborgar og byggjast verk
þeirra listamanna sem koma fram á
hátíðinni að einhverju leyti á lit-
brigðum og lífi í grennd við svæðið.
„Hamraborgin er að okkar mati
eina borgin á Íslandi. Hún er þétt og
há og stendur í raun í miðju höfuð-
borgarsvæðisins ef horft er á hana
ofan frá og ekki spáð í hvar mörk
sveitarfélaga liggja. Hún er því eins
og okkar skýjakljúfasvæði, en við
spáum mikið í þetta borgarþema,“
segir Snæbjörn Brynjarsson, einn af
fjórum stjórnendum hátíðarinnar.
Fjölmargir listamenn sóttu um að
vera með sýningar í ár en Snæbjörn
segir að stjórnendurnir hafi reynt að
para saman athyglisverð rými með
athyglisverðu listafólki og valið svo
úr það sem þótti áhugaverðast í sam-
hengi við Hamraborg.
Margt á seyði
Í ár er margt á seyði. Þátttakend-
ur eru yfir sextíu talsins en það eru
fleiri en voru í fyrra, og verða á dag-
skrá dans-, ljósmynda- og leikhús-
sýningar auk bókmenntaviðburðar,
lófalesturs og óperu. Myndlistin er
fyrirferðamest enda ráku stofnendur
hátíðarinnar sýningarrýmið
Midpunkt um þriggja ára skeið í
Hamraborg þar sem fjölmargar
myndlistarsýningar voru haldnar.
Hægt verður að virða fyrir sér
verk listamanna á hinum ýmsu stöð-
um, þar á meðal Kópavogslaug,
Bókasafninu, Náttúrufræðistofu,
Mjöll, Krónunni, Te&Kaffi, ÉgC,
Euromarket og Catalínu. Berglind
Jóna Hlynsdóttir, heiðurslistamaður
hátíðarinnar, sýnir þá verk sín í Y-
Gallery en hún hefur lengi rannsakað
Hamraborgina í list sinni. Hugmynd-
in er að gestir og gangandi flakki á
milli listarýma sem eru flestöll innan
ákveðins radíuss í Hamraborg. „Ég
er svolítið að vonast til þess að gestir
mæti til dæmis í Y-Gallery og fái kort
af því hvar þeir geti farið á viðburð-
ina, gangi þá framhjá gleraugna-
versluninni, Euromarket og Krón-
unni og nálgist þetta eins og túristar
á stóru listasafni,“ segir Snæbjörn
um skipulag hátíðarinnar.
Listasýningar og lófalestur
Á Catalínu eru prentverk inn-
blásin af Öræfunum eftir Evu
Bjarnadóttur og listakonan Pola Sut-
ryk verður með vinnustofu þar sem
búnar verða til listrænar brauðtert-
ur. Á bókasafninu verða innsetning-
ar, myndasögusýningar, dansgjörn-
ingur og lófalestur. Allir íbúar Kópa-
vogs geta fengið lófalestur í boði
Freyju Eilífar og Jönu Napoli ef þeir
samþykkja að gefa ljósmynd í gagna-
banka. Á Gerðarsafni fara fram
vinnustofur en líka danssýningin
Plastik Man eftir Katie Hitchcock og
í anddyrinu í Salnum verður hópur-
inn Silfurtungl með óperu.
Í Auðbrekkunni er hægt að heim-
sækja vinnustofur listamanna. Þá
verða Jónatan Grétarsson og Krist-
inn Már Pálsson með sýninguna
Dimmur Demantur í listamannagall-
erýinu Tan&Tar. Gjörningatvíeykið
Dætur verður svo með opnunar-
gjörning á föstudaginn og bjóða
gestum þá í sannkallaða ævintýra-
ferð.
Bókaútgáfa
Einn af stóru viðburðum hátíðar-
innar er útgáfa bókarinnar Með
Hamraborgir á heilanum, sem líkt og
annað á hátíðinni er innblásin af
Hamraborg. Hákon Pálsson tók
myndir bókarinnar en meðal höf-
unda má nefna Tyrfing Tyrfingsson,
Kamillu Einarsdóttur og Eirík Örn
Norðdahl.
„Hugmyndin að bókinni kom til af
áhuga mínum á Hamraborginni og
ég hugsaði að eitthvað væri hægt að
skrifa um hana. Rithöfundurinn
Kamilla Einarsdóttir var þegar búin
að skrifa bókina Kópavogskróniku
sem gerist að miklu leyti á þessu
svæði. Sömuleiðis var Tyrfingur
Tyrfingsson búinn að skrifa mörg
verk sem gerast í Kópavogi og Eirík-
ur Örn Norðdahl skrifaði fyrir útgáf-
una ljóðabálkinn Hamraborg,“ út-
skýrir Snæbjörn, en glæpasögur og
hryllingssögur sem gerast í Hamra-
borg, verða í bókinni og sömuleiðis
ljóð sem eru byggð á minningum
fólks sem hefur verið á staðnum.
Frítt er inn á alla viðburði en dag-
skráin hefst kl. 16 á föstudaginn með
ávarpi bæjarstjóra og skipuleggj-
endum hátíðarinnar og lýkur á sama
tíma á sunnudaginn.
Hamraborgin eina borgin á Íslandi
- Hamraborg Festival, fjölbreytt listahátíð, verður haldin í annað sinn í Hamraborg í Kópavogi
26.-28. ágúst - Ljósmyndasýningar, dans, leikhús, bókmenntir, ópera, lófalestur og ýmislegt fleira
Morgunblaðið/Hákon
Í Hamraborg Hátíðin Hamraborg Festival er haldin í annað sinn í ár og eru þáttakendurnir fleiri en í fyrra. Hér má
sjá tvo af stjórnendum hennar í ár, þá Snæbjörn Brynjarsson og Svein Snæ Kristjánsson, við veggverk í Hamraborg.
Norræna listkaupstefnan CHART
hófst í Charlottenborg í Kaup-
mannahöfn í gær þegar boðsgest-
um var boðið að kynna sér framlag
þeirra galleríia sem taka þátt, en
þetta er í tíunda skiptið sem þessi
kaupstefna helstu norrænu mynd-
listargalleríanna er haldin þar. Að
þessu sinni taka 38 gallerí þátt og
þar af fjögur íslensk: i8, BERG Con-
temporary, Hverfisgallererí og
Þula en það síðastnefnda tekur nú
þátt í annað sinn. Íslensku galleríin
setja upp sýningar með nýjum
verkum tveggja til fjögurra lista-
manna sem þau vinna með og
stendur CHART fram á sunnudags-
kvöld.
Í tengslum við CHART eru allra-
handa viðburðir sem tengjast
myndlist með einum og öðrum
hætti. Til að mynda er sett upp bók-
verkasýning, sem Prent & vinir
taka þátt í og þar er einnig sýndur
sófi sem er samstarfsverkefni hins
virta húsgagnaframleiðanda Hay
og Loja Höskuldssonar myndlistar-
manns. Haldið er upp á tíu ára af-
mæli CHART með einstakri sýn-
ingu á verkum 15 samtímalista-
manna víðsvegar í Tívolí í Kaup-
mannahöfn. Þrír íslenskir lista-
menn eru þar á meðal, Þórdís Erla
Zoëga, Hrafnkell Sigurðsson og
Kristinn E. Hrafnsson.
Börkur Arnarson, galleristi í i8,
śést á myndinni sýna gestum á opn-
unardegi CHART verk eftir Þór
Vigfússon og Eggert Pétursson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Húsfyllir á opnunardegi CHARTÆgir Gunnarsson hefur opnað ljósmyndasýningu í
Listagjánni í Bókasafni Árborgar og mun ágóði af
sölu verkanna renna til kvenfélagsins Hringsins.
Sýningin ber titilinn Hafið er svart og var mynda-
röðin sem sjá má á henni valin sú besta í ljósmynda-
keppni Morgunblaðsins og 200 mílna og birtist í
heilu lagi í Morgunblaðinu 11. júní sl. Ægir er sjó-
maður og áhugaljósmyndari og í verkum hans er
skyggnst inn í falinn heim sjómanna við Íslands-
strendur þar sem þeir berjast við náttúruöflin upp á
hvern einasta dag fyrir land og þjóð, eins og hann
orðar það sjálfur. Verkin á sýningunni verða seld með uppboðsfyrirkomu-
lagi og er lágmarksboð kr. 25.000 á mynd.
Kvenfélag Hringsins var stofnað árið 1904 og hefur að markmiði að
vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna og er það
helsti styrktaraðili Barnaspítala Hringsins.
Verk seld til styrktar Hringnum
Merki Barnaspítala
Hringsins
Dimmur Demantur er titill samstarfssýningar
Jónatans Grétarssonar og Kristins Más Pálmasonar.
Sýnt verður í listamannagalleríinu Tan&Tar á Hamra-
borg Festival. „Í grunninn erum við að vinna með stór-
ar portrettljósmyndir sem við málum síðan ofan í og
blöndum saman fínleika og hráleika,“ segir Jónatan.
Verkin eru yfir tíu talsins og þeir félagar hafa þekkst
lengi en þetta er í fyrsta sinn sem þeir vinna saman.
„Við komum tilbúnir inn í samstarfið með mjög skýrar
hugmyndir um það sem við vorum að hugsa í grunn-
inn. Svo kom þetta svolítið í flæðinu. Við ræðum
hverja stroku fyrir sig og þetta er í rauninni samstarf eins og það ger-
ist best,“ segir Jónatan.
Dimmur Demantur
BLANDA AF FÍNLEIKA OG HRÁLEIKA
Verk á sýningunni
Sýning Aðalheiðar Valgeirsdóttur
var opnuð í gær í Grafíksalnum í
Hafnarhúsi. Sýningin ber yfir-
skriftina Grónar leiðir og eru
verk Aðalheiðar flest unnin á
þessu ári og þá bæði olíumálverk
og vatnslitamyndir. Verkin vann
hún á vinnustofu sinni í Biskups-
tungum þar sem nálægðin við
gróður og náttúru veitir henni
innblástur allan ársins hring, eins
og fram kemur í tilkynningu.
Í texta eftir Birtu Guðjónsdótt-
ur segir m.a. að málverk Aðal-
heiðar séu „myndir af gróandan-
um í lífinu, dýrðinni, óreiðunni,
hinu snertanlega og ósnertan-
lega, leiðum og leiðartálmum
náttúrunnar; þáttum er leggja ör-
lagavegi í lífi okkar“ og að gróð-
urinn, litauðgi og mild hreyfingin
á myndfletinum lokki okkur til
sín, við svífum inn í myndirnar og
öndum inn í hæga hreyfingu
plantnanna sem greina megi á
þeim. Sýningin stendur yfir til og
með 11. september.
Grónar leiðir Aðal-
heiðar í Grafíksal
Náttúra Eitt málverka Aðalheiðar.