Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Málarar MÁLARAR Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu. Unnið af fagmönnum með áratuga reynslu, sanngjarnir í verði. Upplýsingar í síma 782 4540 og loggildurmalari@gmail.com Bílar Nýr 2022 Peugeot Boxer PRO L3H2 140 hö. Nú þegar nánast vonlaust er að fá nýja sendibíla getur þú fengið þennan hjá okkur strax. Verð kr. 5.790.000,- án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Uppboð Einnig birt á https://island.is/s/syslumenn Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir Skíðabraut 4, Dalvíkurbyggð, fnr. 215-5176 , þingl. eig. Artur Michal Szubert, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 31. ágúst nk. kl. 14:15. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 25. ágúst 2022 Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bókabíllinn, kemur í Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Kaffi- sala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bíósýning kvikmyndahóps Hæðargarðs kl. 13. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Þátttökulistarnir komnir fram í holið, núna er hægt að skrá sig í félagsstarfið fyrir veturinn. Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jónshúsi Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn- unni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Prjónakaffi frá kl. 10- 12. Jafnvægisæfingar kl. 11–10. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa- vinna, opin vinnustofa frá kl. 10. Brids kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30– 12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Pílukast í Borgum kl. 9.30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10, tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi. Hannyrðahópur kl. 12.30. Góða helgi og hittumst hress á mánudaginn. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Föstudagshópur í handverksstofu kl. 10.30-11.30. Dansleikfimin hefst aftur með Auði Hörpu frá kl. 12.50-13.20. Opin handavinnustofa kl. 13-16. BINGÓ er svo á sínum stað, síðasta föstudag í mánuði, inni í matsal kl. 13.30- 14.30 og síðan er vöfflukaffið strax að loknu BINGÓI kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Kaffi í króknum á Skólabraut frá kl. 9. Minnum alla á vöfflukaffið sem verður nk. miðvikudag 31. ágúst í salnum á Skóla- braut kl. 14-16. Farið yfir dagskrá vetrarins og skráning á viðburði og á námskeið. Allir velkomnir. Raðauglýsingar Nauðungarsala Félagsstarf eldri borgara Vantar þig fagmann? FINNA.is alltaf alstaðar mbl.is ✝ Björgvin Ragn- arsson fæddist á Hofsósi 17. maí 1956. Hann lést á blóðmeinadeild Landspítalans, 15. ágúst 2022. For- eldrar hans voru Ragnar Þórodds- son, f. 1930, d. 2018, og Svanhvít Páls- dóttir, f. 1936, d. 1998. Systkini Björgvins eru Jóhann Kristinn, f. 1953, Ólafur, f. 1954, Þóroddur Halldór, f. 1957, Kristinn Huldar, f. 1959, d. 1960, Sigrún Hildur, f. 8. nóvember 1961, og Sólrún Hulda, f. 1961, Guðrún Ósk, f. 1969, fóstursystir hans var Krist- ín Jónsdóttir, f. 1949, d. 2016. Björgvin giftist þann 11. sept- ember 1993 eftir 17 ára sambúð Huldu Mjöll Hallfreðsdóttur, f. hann var 10 ára og bjó hann í Stykkishólmi alla tíð. Hann fór fyrst á sjó þegar hann var 14 ára og var sjómaður lengst af ævinni, árið 1981 lauk hann skipstjórnar- prófi og var hann eftir það stýri- maður eða skipstjóri á bátum sem gerðir voru út frá Stykk- ishólmi. Hann vann sem lög- reglumaður um nokkura ára skeið, einnig var hann starfs- maður hjá Skipavík til margra ára og vann þar við hin ýmsu störf. Árið 2001 festir hann kaup á trillunni Fáki SH8 sem hann gerði út allt fram til síðasta dags, aðallega á handfærum, einnig línu og grásleppu. Björgvin var mikill keppnis- maður bæði í lífi og leik, spilaði körfubolta á yngri árum með Snæfelli, var félagi í Golf- klúbbnum Mostra, spilaði bridge og stundaði snjósleðasport og veiði í ám og vötnum. Hann var einnig félagi í Frí- múrarareglunni. Útför Björgvins fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 26. ágúst 2022, klukkan 14. 24. ágúst 1959. For- eldrar hennar eru Helga Hjördís Þor- varðardóttir, f. 1941, og Hallfreður Björgvin Lárusson, f. 1938, d. 2014. Börn þeirra eru: Hallfreður Ragnar, f. 1977, maki Halla Rán Friðgeirs- dóttir, Lára Björg, f. 1984, maki Guð- mundur Helgi Hjartarson, Birkir Freyr, f. 1985, maki Sunna Harð- ardóttir, Helga Hjördís, f. 1991, maki Steinar Már Ragnarsson. Fyrir átti Björgvin börnin Svan- hildi Dóru, f. 1976, maki Auður Ýr Guðjónsdóttir, og Gunnar Þór, f. 1977. Barnabörnin eru samtals 21 og eitt langafabarn. Fjölskylda Björgvins flutti frá Hofsósi í Stykkishólm þegar Nú er fallinn frá vinur okkar hjónanna og félagi til margra ára, Björgvin Ragnarsson, eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Björgvin flutti hingað til Stykkis- hólms með foreldrum sínum, Svanhvíti Pálsdóttur, frænku minni, og Ragnari Þóroddssyni, frá Hofsósi, ásamt stórum barna- hóp. Þau settust að í Vík, sem var lítil bújörð hér í útjaðri Stykk- ishólms. Svanhvít átti ættir að rekja hingað í Breiðafjörðinn sem hefur e.t.v. átt þátt í þessum búferlaflutningum. Ég var ungur orðinn skip- stjóri, en nokkru seinna var hjá mér í skipsrúmi Óli í Vík, eldri bróðir Björgvins. Hann kom að máli við mig, hvort ég vildi ekki taka um borð yngri bróður sinn, hann Bjögga, eins og Björgvin var oftast kallaður af félögum sínum og vinum. Hann skyldi ábyrgjast að hann væri duglegur strákur. Já, ég var til í það, en að því er mig minnir var þetta fyrsta reynsla Bjögga af sjómennsku, a.m.k. á stærri bátum. Það þarf ekki að orðlengja það, að þarna fékk ég til mín einn duglegasta og besta starfsmann sem ég hef haft, að öðum ólöstuðum. Auk þess eignaðist ég þaðan í frá góð- an vin og félaga, en sá vinskapur entist alla tíð þar til yfir lauk. Björgvin var hjá mér í skips- rúmi, fyrst sem háseti og síðan sem stýrimaður um áraraðir. Síð- ar kom að því að hugur hans stefndi til þess að verða sjálfur skipstjóri. Þegar honum bauðst skipstjórastaða hvatti ég hann til þess að taka hana, þó ég sæi mik- ið eftir honum. Vinskapur fjölskyldnanna hef- ur alltaf verið mikill. Við fórum t.d. saman í átta daga ferðalag um hálönd Skotlands sem við minnumst lengi. Einnig fórum við í styttri ferðir eins og í Flatey þar sem við áttum aðkomu að fyrr á árum. Þessi sameiginlegu ferðalög okkar hafa lengi verið í minnum höfð. Eftir að veikindin fóru að láta á sér kræla fór Björgvin að vinna í landi. Auk þess fékk hann sér Sómabát til að geta með því hald- ið tengingu við sjóinn, m.a. með strandveiðum á sumrin. Svo ein- kennilega vildi til að við Björgvin greindumst báðir með sama krabbameinsafbrigðið í blóð- mergnum, „Myeloma“ en ég greindist nokkru fyrr. Við erum báðir búnir að berjast við þetta lengi. Þetta kallaði á svipaða meðferð hjá báðum með stuttum hléum. Þessi sjúkdómur fer mis- jafnlega í fólk eins og gengur og því miður fékk Bjöggi erfiðu og þungu leiðina, sérstaklega þegar á leið. Við ræddum málin af og til og aldrei var neinn bilbug að finna hjá honum. Síðast þegar við hittumst á Landspítalanum, báð- ir í lyfjagjöf fyrir stuttu, var minn maður hress og lék á als oddi eins og venjulega, en ég sá samt að af honum hafði verulega dregið. Og nú er baráttunni lokið. Fjölmargir vinir og félagar syrgja góðan dreng og félaga. Elsku Hulda Mjöll og fjölskylda, við Svana sendum ykkur innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa ykkur öll. Pétur og Svanborg. Þegar vinir og samferðamenn eru kvaddir kemur margt upp í hugann. Kynni okkar Björgvins Ragnarsonar ná yfir tæp fjörutíu ár. Þegar við hjónin fluttum til Stykkishólms urðum við ná- grannar Björgvins og Huldu, ekki bara nágrannar því með okkur tókst vinskapur, við Björg- vin urðum samstarfsmenn, veiði- félagar og á tímabili áttum við saman bát sem við gerðum út til handfæraveiða. Meðan við bjugg- um í Hólminum voru ekki margir dagarnir sem við áttum ekki ein- hver samskipti. Eftir að við flutt- um burt fækkaði þessum sam- skiptum en hittumst þó alltaf öðru hverju en þó alltof sjaldan. Björgvin var mér ætíð traust- ur vinur, hlýr, hress í bragði og það gat gustað af honum þegar honum hljóp kapp í kinn. Ég á í minni mínu margar eftirminni- legar stundir sem eru mér dýr- mætar, bæði úr starfi og leik. Við Dísa sendum okkar bestu hugs- anir til eftirlifandi eiginkonu, barna, tengdabarna og barna- barna og biðjum þess að allar góðar vættir veiti þeim styrk í sorg. Það er bjart yfir minningu Björgvins Ragnarssonar. Sveinn Ingi og Anna Þórdís. Björgvin Ragnarsson ✝ Ólafur Yngvi Högnason glerskurðarmaður fæddist 23. sept- ember 1953 í Reykjavík. Hann lést á sjúkrahúsi í Alicante, Spáni 19. júlí 2022. Foreldrar hans voru hjónin Högni Torfason, f. 1924, d. 1990, og Guð- björg Halldóra Guðbjarts- dóttir, f. 1925, d. 1992. Systur hans eru Hildigunnur Lóa, f. 1949, og Aðalheiður, f. 1958. Yngvi kvæntist árið 1981 Kristínu Jóhönnu Guðmunds- dóttur, f. 1957. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Helga Dögg, f. 6. október 1983. Maki hennar er Ingólfur Dan Þór- isson, f. 17. febrúar 1982, og eiga þau börnin Ævar Funa Dan og Heklu Nótt Dan. 2) Andri, f. 11. nóvember 1984. 3) Smári, f. 28. febrúar 1996. Yngvi var trúlofaður Valdísi Skarphéðinsdóttur, f. 30. júní 1953. Foreldrar hennar voru Skarphéðinn Njálsson, f. 1899, garð Hafsteinn. 5) Súsanna Margrét Valgarðsdóttir, f. 12. október 1993. Maki hennar er Elías Andri Óskarsson, f. 31. júlí 1989. Börn Súsönnu eru Íris Fjóla, Írena Valdís og Val- kyrja Von. Yngvi ólst upp fyrstu árin í Kópavogi en fluttist til Ísa- fjarðar árið 1963 með fjöl- skyldu sinni. Yngvi lærði gler- skurð og opnaði sitt eigið glerskurðarverkstæði, List- gler, ásamt konu sinni Krist- ínu árið 1978 og var það lengst af til húsa í Kópavogi. Eru til margar rúður, speglar og aðrir smámunir úr gleri eftir hann á heimilum og í kirkjum landsins. Hann kenndi einnig fjölmörgum glerskurð í gegnum árin. Vann hann við fagið þar til hann flutti til Ori- huela á Spáni árið 2014. Yngvi var laghentur og ávallt boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Hann tók þátt í félags- störfum þar sem hann kom við í gegnum árin, þ.á m. sem stofnfélagi og gjaldkeri mót- orhjólaklúbbsins Dúllara. Einnig tók hann virkan þátt í starfi Íslendingafélagsins á Spáni á Costa Blanca-svæðinu síðastliðin fimm ár sem gjald- keri og stjórnarmaður. “ Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. d. 1995, og Stein- vör Ingibjörg Gísladóttir, f. 1920, d. 1989. Börn Valdísar eru: 1) Róbert Steinar Tómasson, f. 12. desember 1970. Maki hans er Ragna Björg Guð- mundsdóttir, f. 30. maí 1978, og eiga þau börnin Alex- ander Loga, Ólaf Þóri og Guð- rúnu Valdísi. 2) Sigurvin Breiðfjörð Pálsson, f. 21. júlí 1975. Maki hans er Hafdís Björk Stefánsdóttir, f. 10. júlí 1977, og eiga þau dæturnar Ísabellu og Ísafold. 3) Rakel Breiðfjörð Pálsdóttir, f. 18. apríl 1978. Maki hennar er Guðjón Guðmundsson, f. 15. október 1978, og eiga þau syn- ina Tómas Frey og Ara Frey. Fyrir átti Rakel soninn Aron Frey. 4) Jakobína Ragnhildur Valgarðsdóttir, f. 12. október 1993. Maki hennar er Guð- brandur Guðbrandsson, f. 19. júní 1964. Börn Jakobínu eru Þjóðhildur Drangey og Val- Kaflaskiptin í lífi okkar verða sífellt fleiri eftir því sem við eldumst. Nýr kafli hefst þegar við missum einhvern nákominn úr fjölskyldunni og þá hefst nýr kafli í lífi okkar, án hans eða hennar. Ég hef misst bróður minn núna sem féll næstum fyr- irvaralaust frá á Spáni þar sem hann var búsettur. Hann var drengur góður sem margir þekktu og vildi öllum liðsinna. Alltaf tilbúinn í alls konar redd- ingar, skutl og hvaðeina. Margir sakna nú vinar í stað og unn- usta, börn hans og barnabörn föður og afa. Sem börn vorum við mjög náin, hann var litli bróðir minn, eini bróðir minn, og nokkrum árum yngri en ég. Við áttum stutta, erfiða æsku og urðum mjög snemma að læra að treysta á okkur sjálf, að standa saman og á eigin fótum. Við gerðum það. Minningarnar verða ekki raktar hér en þrátt fyrir allt var hann svo skemmti- legur, með afbrigðum stríðinn og mjög orðheppinn svo mjög að stundum líkaði ekki öllum. Nú hlæjum við ekki oftar með honum og ég veit ekki hver mun núna drekka með mér Melrose‘s te með mjólk og þrasa við mig um alls konar mál. Ekki meira gúmoren eða hæ gæ. Árið 2014 kom Yngvi í heim- sókn til mín til að kveðja, en hann hafði tekið þá ákvörðun að flytja til Spánar. Hann var í góðum félagsskap því með hon- um flutti skólasystir hans, Val- dís Skarphéðinsdóttir. Þau trú- lofuðu sig svo síðar. Á Spáni bjuggu þau sér fallegt heimili sem stóð alltaf öllum opið. Val- dís var happafengurinn hans og þau áttu saman gott líf á Spáni. Hann var fljótur að koma sér inn í spænska menningu, náði þokkalegum tökum á tungumál- inu og var alltaf ólatur að að- stoða landa sína með hvers kon- ar mál. Hann var stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar ytra og vann fyrir það af lífi og sál. Hann var vel lesinn og átti ýms- ar tilvitnanir á hraðbergi. Yngvi var lærður glerskurðarmaður og mjög listrænn í sínum störf- um, eftir hann liggja mörg verk bæði í fyrirtækjum, kirkjum og á heimilum fólks frá því á árum áður, en hann og fyrrverandi kona hans ráku þekkt fyrirtæki, Listgler, í Kópavogi um árabil og voru vinsæl og vel liðin í sínu. Núna er mér efst í huga þakklæti til hans. Þakklæti fyrir tímann sem hann gaf mér, sam- veruna, flétturnar mínar frá barnæsku, allt spjallið um góða tíma og vonda tíma, gæðastund- anna á Spáni og stuðninginn ár- um saman. Og síðast en ekki síst fyrir að hafa verið uppá- haldsfrændi barnanna minna, alltaf boðinn og búinn að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Ég ætla að enda þessi minn- ingarorð með frasanum sem systkini mín elskuðu að minna mig á, reyndar óþarflega oft, einu sinni þegar ég tapaði í Scrabble með þeim og sagði: „þetta er ekki minn dagur“ og dagurinn þar sem ég kveð bróð- ur minn með djúpum söknuði, er svo sannarlega ekki heldur minn dagur. Mínar hjartans samúðar- kveðjur til Valdísar, Helgu Daggar, Andra, Smára og barnabarna. Hildigunnur Lóa. Ólafur Yngvi Högnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.