Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
M
ikið jarðefnaeldsneyti er
notað við rekstur fóður-
pramma, vinnubáta og
brunnbáta sem þjóna
sjóeldi. Fyrirtækin hafa möguleika á
að draga mjög úr notkuninni með því
að tengja fóðurpramma við rafmagn
í landi, eins og þau eru byrjuð á,
landtengja brunnbáta og taka í notk-
un vinnubáta með rafmagns- eða tví-
orkukerfum og tvíorkukerfum í þeim
fóðurprömmum sem ekki er kostur á
að tengja raf-
magni í landi.
Sjóeldi er
mikilvæg at-
vinnugrein á
Vestfjörðum og
Austfjörðum og
áform uppi um að
auka framleiðsl-
una enn frekar.
Þau þurfa að hafa
fóðurpramma á
öllum kvíabólum
og eru nú þegar um 15 til 20 slík tæki
í fjörðunum og þeim fer fjölgandi
með fjölgun stöðva. Til að þjóna
kvíabólunum þarf vinnubáta og
nokkrar stórar tvíbytnur eru í notk-
un og einnig smærri og hraðskreið-
ari báta til að skutlast út á kvíarnar.
Byrjað er að framleiða slíka báta og
taka í notkun við sjókvíaeldi í Noregi
og Færeyjum. Loks má nefna að
hvert sláturhús þarf að hafa brunn-
bát til að flytja lax úr kvíum og dæla
inn í sláturhúsin.
Mikill olíusparnaður
Þorsteinn Másson, fram-
kvæmdastjóri Bláma á Vestfjörðum
sem vinnur að orkuskiptum í sjó-
tengdri starfsemi og flutningum,
segir að miklir möguleikar séu til
orkuskipta í fiskeldinu. Hefur fyrir-
tækið meðal annars unnið skýrslur
um orkuskipti fóðurpramma og
vinnubáta.
Mesta þróunin er í tengingu
fóðurpramma við rafmagn í landi og
að taka í notkun rafhlöður sem draga
úr notkun á olíu. Hver prammi notar
um 120 þúsund lítra af dísilolíu á ári,
að því er fram kemur í skýrslu
Bláma, og er áætlað að olíunotkun
þeirra fóðurpramma sem nú þegar
er í landinu sé 2 milljónir lítra. Gangi
áætlanir um aukningu eldisins eftir
má gera ráð fyrir að sú tala tvöfald-
ist, ef tækifæri til grænorkulausna
verða ekki nýtt. Með því að land-
tengja prammana er hægt að hætta
olíunotkun. Ekki er mögulegt að
koma því við alls staðar og með því
að nota tvíorkukerfi í prammana á
þeim stöðum má draga úr olíunotkun
þeirra um 40-50%, að mati Þorsteins.
Þarna eru því mikil tækifæri fyrir
fyrirtækin í umhverfismálum því
notkun grænnar orku dregur úr kol-
efnisspori framleiðslunnar.
Ice Fish Farm hefur látið leggja
rafstrengi að tveimur stöðvum í
Reyðarfirði. Fyrirtækið er að skoða
slíkar tengingar á fleiri stöðum. Arc-
tic Fish er að tengja fóðurpramma í
Dýrafirði og Arnarlax er að tengja
pramma í Arnarfirði. Sjóeldisfyrir-
tækin eru einnig komin með ein-
hverja tvíorkupramma í notkun og
eru að fjölga þeim.
Þorsteinn segir að stjórnvöld
gætu stutt fyrirtækin betur til að
stuðla að hraðari orkuskiptum, eins
og stjórnvöld gera í Noregi. Í
skýrslum Bláma er bent á ýmsar
leiðir til þess, meðal annars með
tímabundnum afslætti af gjöldum.
Dýrt er að leggja rafmagn út í
fóðurpramma. Jens Garðar Helga-
son, aðstoðarforstjóri Ice Fish
Farm, segir að þetta sé góð fjárfest-
ing fyrir umhverfið og muni skila sér
til baka í lægri orkukostnaði. Þá sé
mikill munur fyrir starfsfólkið að
vinna á rafmögnuðum fóður-
prömmum en þeim dísilknúnu.
Unnið að landteng-
ingum fóðurpramma
Eldi Lax í fjölda kvía er fóðraður með einum pramma. Víða er hægt að
tengja við rafmagn í landi, annars verða notaðar rafhlöður með ljósavélum.
Þorsteinn
Másson
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það styttist í
forsætis-
ráðherra-
skipti í Bretlandi.
Í breskri umræðu
er þegar talað eins
og að nokkuð víst
sé að Liz Truss,
núverandi utan-
ríkisráðherra, muni færa sig
um set og upp á við. Boris fet-
aði sömu slóð fyrir fáeinum
árum. Varð fyrst utanríkis-
ráðherra og því næst for-
sætisráðherra eftir að hann
hafði leitt flokk sinn í gegnum
glæsilegar kosningar og strax
að því loknu sett stóran punkt
eftir útgönguna úr ESB.
En annað er harla ólíkt með
þessum tveimur leiðtogum.
Boris Johnson var í fremstu
röð við að fleyta Bretum úr
ESB, en Liz Truss greiddi á
hinn bóginn atkvæði gegn út-
göngunni. Hún hefur vissu-
lega hamrað á því í kosninga-
baráttunni innanflokks
síðustu vikurnar, að hún hafi
algjörlega skipt um skoðun í
þeim efnum, og flokksmenn
sínir geti algjörlega treyst því
að núverandi afstöðu hennar
verði aldrei haggað. „Aldrei
haggað“ gætu hafa verið ein-
kunnarorð konunnar sem
fyrst varð forsætisráðherra
Breta. Það var fjarri því að
gilda um Theresu May, sem
vart mátti treysta yfir þrösk-
uld. Vonandi fylgir Truss for-
dæmi Margrétar.
Boris hefur lengi haft lag á
að koma löndum sínum á
óvart. Þegar þeir vöknuðu í
bítið fyrir fáeinum dögum var
Boris Johnson, sem þeir vissu
ekki betur en sæti við að
pakka í nr. 10, mættur í
Kænugarð til forsetans þar.
Sá sæmdi Boris æðsta heið-
ursmerki Úkraínu og að verð-
leikum. Orðuþeginn svaraði
hiklaust að áfram yrði „al-
þjóðasamfélagið“ að standa
fast og hiklaust með Úkraínu,
sem gæti unnið stríðið og
myndi vinna það, fengi hún
verðskuldaðan stuðning frá
„alþjóðasamfélaginu“. Auð-
vitað gæti sá stuðningur
kreppt nokkuð að lífskjörum
vestra, en þeir sem kveinkuðu
sér undan því að stuðningur-
inn leiddi til hækkandi orku-
verðs um hríð hjá sér, yrðu að
hugsa til þess að Úkraínu-
menn gyldu fyrir erfið örlög
með blóði sínu.
Boris bætti því við að öllum
væri ljóst að veturinn sem
senn færi í hönd yrði vita-
skuld erfiður. Öllum mætti
vera það ljóst að Pútín myndi
nýta sér orku-
birgðir Rússa út í
æsar til að
þrengja að al-
mennum borgur-
um vítt og breitt
um Evrópu, svo að
þeir létu sig hafa
að knýja á stjórn-
völd hjá sér um að láta af
stuðningi sínum við Úkraínu.
„Fyrsta prófraun okkar,
sem vinir Úkraínu, verður að
horfast í augu við og standast
þann þrýsting,“ sagði John-
son þegar hann fékk afhenta
frelsisorðuna fyrir einarðan
stuðning sinn.
Jafnvel þeir, sem þykir lítið
til Borisar Johnson koma,
geta ekki horft fram hjá því að
hann hefur verið einarður
stuðningsmaður þess að fórna
mætti miklu öðru en ekki þó
blóði þjóða NATÓ, til að gefa
Úkraínu von til að þrauka og
vonandi að uppskera óvæntan
sigur í lokin, þótt það sé, því
miður, fjarri því að vera víst
að slík von sé raunsæ.
Hvað vopnasendingum líð-
ur þá er algjörlega ljóst að
enskumælandi löndin þrjú
hafa, eins og stundum áður,
skipt mestu máli þegar í harð-
bakka slær. En orð Borisar
um „alþjóðasamfélagið“ og
skyldur þess eru því miður út-
slitnir frasar sem sáralítið
hald er í. Horfi menn til SÞ
þegar beint er vonaraugum til
„alþjóðasamfélagsins“ þá er
löngu sannað að þar er farið í
geitarhús að leita ullar. Þau
samtök hafa engan eða sára-
lítinn atbeina að erfiðu
ástandi á borð við stríð í
Úkraínu. Aðalritari SÞ fær að
vera með á mynd þegar deilu-
aðilar setjast niður við borð
með Erdogan Tyrkjaforseta
til að koma kornflutningum
aftur af stað, í nokkrum mæli,
sem skiptir styrjaldarríkin
bæði miklu fjárhagslega. En
„alþjóðasamfélagið“ tekur í
þessum slag til lítils hluta
mannkyns.
Á daginn hefur komið að
helstu lönd ESB láta lítið fara
fyrir sér og fjögur stærstu og
öflugustu ríkin þar hafa í raun
dregið lappir sínar með þeim
tilburðum að dapurlegt er upp
á að horfa. Smærri ríki, sem
áður áttu allt sitt undir Rúss-
um, hafa vissulega gert sitt og
þá auðvitað fyrst og fremst af
eindregnum vilja fremur en
afli. Á þeirri stundu sem Bret-
ar og Bandaríkjamenn færu
að fordæmi ESB væri varnar-
baráttu Úkraínu lokið. Það er
hinn bitri veruleiki.
Það var gott hjá
Boris að hafa það
sitt síðasta verk
(að sinni?)
að birtast
í Kænugarði}
Vonandi talar Boris enn
í nafni þings og þjóðar
K
astljós staðfesti það sem nær allir
vissu nú þegar, í þætti sínum 23.
ágúst sl., að ekki verður hægt að
hola niður nýjum flugvelli í
Hvassahrauni. Ástæðan er aug-
ljóslega hætta á eldsumbrotum á svæðinu – en
nú þegar hafa tvö eldgos geisað þar á tæpum
tveimur árum, rétt hjá áætluðu flugvall-
arstæði.
Allir átta sig á þessu nema ráðherra innviða,
Sigurður Ingi Jóhannsson, því hann heldur
áfram að láta framkvæma veðurrannsóknir á
svæðinu í þeirri von að hægt verði að skutla
flugvellinum þangað og losa Vatnsmýrina.
Hann vill enn bíða „niðurstöðu vísindamanna“
um hvort Hvassahraun sé æskilegt flugvallar-
stæði. Raunheimarnir hafa hins vegar þegar
fært ráðherranum niðurstöðuna – það er ekki
hægt að byggja flugvöll við hliðina á eða í miðju eldgosi,
alveg óháð veðurskilyrðum. Íslenskir skattgreiðendur fá
hins vegar áfram að ausa fé í tilgangslausar rannsóknir
svo ráðherrann geti ýtt því á undan sér að segja það sem
blasir við. Flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri.
Það þarf líka einhver að taka upp tólið og láta borg-
arstjórann og varadekkið hans vita af þessum eldsum-
brotum og kippa þeim sömuleiðis til raunheima hvað
varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni og nauðsynlega
uppbyggingu tengda honum.
Borgarstjórinn og varadekkin hans hafa reynt að
draga úr rekstrarhæfi flugvallarins í Vatnsmýri með alls
konar ráðum, bæði leynt og ljóst. Síðast voru
það áform um uppbyggingu byggðar í Skerja-
firðinum sem hefði dregið verulega úr rekstr-
arhæfi vallarins, svo að flugrekstri yrði á end-
anum hætt af tæknilegum orsökum.
Innviðaráðherrann stóð aldrei þessu vant í
lappirnar þegar kom að því að stöðva þau
áform, enda nýtt flugvallarstæði ekki í hendi.
Hætt er þó við að fótfestan verði æði loft-
kennd þegar flokksbróðir ráðherrans sest í
borgarstjórastólinn og fer að framfylgja
stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík um að
völlurinn skuli úr Vatnsmýrinni, hvað sem það
kostar.
Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæða-
greiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar
hefur verið lögð fram sex sinnum á Alþingi.
Fyrst af Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi
þingmanni og ráðherra Vinstri grænna, og síðan af Njáli
Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
Tillöguna hefur alltaf dagað uppi.
Skynsamlegt væri að hleypa málinu loks til atkvæða-
greiðslu í þingsal og kalla fram afstöðu þingmanna þessa
lands til framtíðar innanlandsflugvallar sem þjónar öllu
landinu á svo margan hátt. Það er ekki boðlegt að þing-
menn geti setið á skoðun sinni mikið lengur – ekki þegar
sótt er að vellinum úr öllum áttum og enginn annar staður
boðlegur blasir við. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Hvassahraun – minningargrein
Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Brunnbátar sem flytja lax til
sláturhúsa eru meginhluta vik-
unnar við bryggju við að dæla
fiski inn í vinnslu. Arctic Fish er
að byggja sláturhús við höfnina
í Bolungarvík. Bolungarvíkur-
kaupstaður vill geta notað raf-
magn úr landi til að minnka
mengun og fékk 20 milljóna
króna styrk úr orkusjóði til að
koma upp hleðslustöð. Með því
móti má spara um 20% af olíu-
notkun skipanna.
Þá fékk Arctic Fish tæplega
15 milljóna króna styrk úr
sjóðnum til að kaupa lítinn
vinnubát sem er algerlega
rafknúinn. Ef af verður kemur
hann næsta sumar og gæti þá
orðið fyrsti rafknúni báturinn í
atvinnurekstri hér á landi.
Í skýrslu Bláma kemur fram
að bátar og skip fiskeldisins
noti um 2,7 milljónir lítra af olíu
á ári og fer notkunin vaxandi.
Hægt er að draga mjög úr notk-
uninni og þar með úr útblæstri.
Fyrsti raf-
knúni vinnu-
báturinn
TÆKIFÆRI Í ORKUSKIPTUM