Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Lengjudeild kvenna Grindavík – FH......................................... 0:4 Tindastóll – Fjölnir .................................. 5:0 HK – Víkingur R. ..................................... 1:2 Fylkir – Augnablik ................................... 1:1 Staðan: FH 16 12 4 0 44:7 40 Tindastóll 16 11 4 1 36:13 37 HK 16 10 3 3 29:14 33 Víkingur R. 16 10 2 4 32:21 32 Fjarð/Hött/Leik. 15 7 4 4 30:20 25 Fylkir 16 3 8 5 15:19 17 Grindavík 16 5 2 9 13:28 17 Augnablik 16 4 1 11 18:31 13 Haukar 15 1 1 13 10:41 4 Fjölnir 16 1 1 14 7:40 4 Evrópudeild karla Umspil, seinni leikir: Silkeborg – HJK Helsinki....................... 1:1 - Stefán Teitur Þórðarson lék fyrri hálf- leikinn með Silkeborg. _ HJK Helsinki áfram, samanlagt 2:1. Olympiacos – Apollon Limassol............. 1:1 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahóp Olympiacos. _ Olympiacos áfram eftir vítakeppni, sam- anlagt 3:1. AEK – Dnipro........................................... 3:0 _ AEK áfram, samanlagt 5:1. Zalgiris – Ludogorets...................... (frl.) 3:3 _ Ludogorets áfram, samanlagt 4:3. Fenerbahce – Austria Vín ....................... 4:1 _ Fenerbahce áfram, samanlagt 6:1. Omonia – Gent .......................................... 2:0 _ Omonia áfram, samanlagt 4:0. Sivasspor – Malmö ................................... 0:2 _ Malmö áfram, samanlagt 5:1. Hearts – Zürich ........................................ 0:1 _ Zürich áfram, samanlagt 3:1. Sheriff – Pyunik........................................ 0:0 _ Sheriff áfram eftir vítakeppni, samanlagt 3:2. Shamrock Rovers – Ferencvarós ........... 1:0 _ Ferencvarós áfram, samanlagt 4:1. Sambandsdeild karla Umspil, seinni leikir: Viking – FCSB ......................................... 1:3 - Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Vikings. Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 90 mínúturnar. FCSB áfram, sam- anlagt 4:3. Wolfsberger – Molde............................... 0:4 - Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Molde vegna meiðsla. Molde áfram, samanlagt 4:1. Önnur helstu úrslit: AIK – Slovácko ......................................... 0:1 _ Slovácko áfram, samanlagt 4:0. Basel – CSKA Sofia.................................. 2:0 _ Basel áfram, samanlagt 2:1. CFR Cluj – Maribor................................. 1:0 _ CFR Cluj áfram, samanlagt 1:0. Twente – Fiorentina ................................ 0:0 _ Fiorentina áfram, samanlagt 0:0. Viborg – West Ham.................................. 3:1 _ West Ham áfram, samanlagt 6:1. Hajduk Split – Villarreal ......................... 0:2 _ Villarreal áfram, samanlagt 6:2 Bandaríkin B-deild: San Diego Loyal – Oakland Roots......... 1:3 - Óttar Magnús Karlsson var ekki í leik- mannahópi Oakland. >;(//24)3;( Danmörk Bikarinn, 16-liða úrslit: SönderjyskE – Skjern......................... 26:28 - Sveinn Jóhannsson lék ekki með Skjern vegna meiðsla. E(;R&:=/D EM U16 kvenna Leikið um 9.-16. sæti í Podgorica: Ísland – Rúmenía................................. 68:62 _ Ísland leikur við Svartfjallaland um 9.- 12. sæti í dag. Undankeppni HM karla I-riðill: Lettland – Tyrkland........................... 111:85 Serbía – Grikkland..................... (frl.) 100:94 Belgía – Bretland ................................. 72:57 Staðan: Lettland 9, Grikkland 8, Belgía 8, Serbía 7, Tyrkland 7, Bretland 5. J-riðill: Finnland – Ísrael .................................. 79:73 Svíþjóð – Þýskaland ............................. 50:67 Slóvenía – Eistland............................. 104:83 Staðan: Þýskaland 13, Finnland 13, Slóven- ía 12, Ísrael 10, Svíþjóð 9, Eistland 9. >73G,&:=/D Knattspyrna 2. deild karla: Þorlákshöfn: Ægir – Njarðvík ..................18 Nettóhöllin: Haukar – ÍR .....................19.15 2. deild kvenna, efri hluti: Seltjarnarnes: Grótta – ÍA ...................19.15 Framvöllur: Fram – KH.......................19.15 Í KVÖLD! Andries Jonker, sem var á miðviku- dag kynntur sem nýr landsliðsþjálf- ari kvennaliðs Hollands í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn fyrir leik Hollands og Íslands í Utrecht 6. september. Leikurinn er úrslita- leikur um sæti á HM á næsta ári. Hollenska liðið verður án hinnar mögnuðu Lieke Martens, en hún skipti á dögunum yfir til París SG frá Barcelona. Hún var valin besti leikmaður heims árið 2017 og er lyk- ilmaður í hollenska liðinu. Hún hef- ur ekki náð að jafna sig á meiðslum sem hún varð fyrir á EM í sumar. Martens ekki með Hollandi AFP/Franck Fife Mikilvæg Lieke Martens spilar ekki með Hollandi gegn Íslandi. Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu stendur í stað á nýjum heimslista FIFA, Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, en nýr listi var gefinn út í dag. Ísland er í 63. sæti líkt og á síðasta lista, sem var gef- inn út hinn 23. júní í sumar, en liðið hefur ekki leikið landsleik síðan þá. Næsta verkefni íslenska liðsins verður gegn Albaníu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í Tirana í Alb- aníu hinn 27. september. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti styrkleikalist- ans, Belgía kemur þar á eftir og Argentína er í þriðja sætinu. Morgunblaðið/Eggert Ísland Karlalandsliðið er áfram í 63. sæti heimslistans líkt og í júní. Karlalandsliðið stendur í stað BEST Í EVRÓPU Víðir Sigurðsson Istanbúl Spánverjinn Alexia Putellas og Frakkinn Karim Benzema voru gærkvöld krýnd knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins 2022 í Evrópu í kjöri UEFA, Knattspyrnu- sambands Evrópu, og ESM, Sam- taka evrópskra íþróttafjölmiðla. Kjörinu var lýst í Istanbúl. Mjótt var á mununum í kjörinu á bestu knattspyrnukonunni þar sem Putellas, sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu, sigraði með 97 stigum gegn 84 stigum hjá Beth Mead, ensku landsliðskonunni hjá Arsenal. Lena Oberdorf, leikmaður Wolfsburg og þýska landsliðsins, varð þriðja með 47 stig. Benzema vann hins vegar með yf- irburðum í karlaflokki en hann fékk alls 523 stig gegn 122 stigum Kevins De Bruyne, belgíska miðjumannsins hjá Manchester City, og 118 stigum Thibaut Courtois, belgíska mark- varðarins hjá Real Madrid. Fyrst að vinna tvisvar í röð Eftir kjörið ræddu þau Benzema og Putellas við þá fulltrúa íþrótta- fréttamanna sem tóku þátt í kjörinu og voru á staðnum í Istanbúl. Putellas kvaðst afar stolt af því að vera fyrsta konan sem hlýtur þessa viðurkenningu annað árið í röð og að hún væri afar þakklát yfir því að hún hefði ekki gleymst þó hún hefði misst af Evrópukeppninni á Eng- landi í sumar vegna meiðsla. „Þetta var frábært ár þrátt fyrir meiðslin. Ég er svo heppin að vera í besta starfi í heimi. Minn metnaður er fólginn í því að reyna stöðugt að verða betri í dag en í gær. Maður verður að taka stöðugum fram- förum, annars fara bara aðrir fram úr manni,“ sagði Putellas. Mitt besta tímabil Rétt eins og Putellas þakkaði Benzema liðsfélögum sínum sér- staklega fyrir. „Þetta var mitt besta keppnistímabil í sögunni og þó ég hefði unnið Meistaradeildina í fimmta skipti með Real Madrid þá var þetta harðsóttasti og sætasti sig- urinn af þeim öllum. Við urðum að vinna fjögur frábær lið í útslátt- arkeppninni til að vinna titilinn,“ sagði Benzema sem skoraði 15 mörk í Meistaradeildinni og varð marka- kóngur þar en Real Madrid lagði París SG, Chelsea, Manchester City og Liverpool að velli á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum. _ Kjörinu var lýst í Halic-ráð- stefnuhöllinni í Istanbúl, strax eftir að lokið var við að draga í riðla í Meistaradeild karla. _ Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var kjörinn þjálfari ársins í karlaflokki í Evrópu í kosningu UEFA og ESM. _ Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, var kjörin þjálf- ari ársins í kvennaflokki af sömu að- ilum. _ Arrigo Sacchi, fyrrverandi þjálfari AC Milan og ítalska lands- liðsins, hlaut Forsetaverðlaun UEFA og tók við þeim í upphafi há- tíðarinnar. _ Nánar er sagt frá kjörinu og til- högun þess á mbl.is/sport/fotbolti. vs@mbl.is Yfirburðir Ben- zema en tvísýnt hjá Putellas AFP/Ösan Kose Best Alexia Putellas og Karim Benzema með verðlaunin sem besta knatt- spyrnufólk Evrópu 2022 á sviðinu í Istanbúl í gærkvöld. - Krýnd besta knattspyrnufólk Evrópu 2022 af UEFA og ESM í Istanbúl í gær FH leikur í efstu deild kvenna í knattspyrnu, Bestu deildinni, á næstu leiktíð, eftir öruggan sigur gegn Grindavík í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, í 16. umferð deildarinnar á Grindavík- urvelli í gær. Telma Hjaltalín Þrast- ardóttir skoraði þrennu fyrir Hafn- firðinga í 4:0-sigri. Þetta varð ljóst eftir ósigur HK gegn Víkingi úr Reykjavík í Kórnum þar sem Víkingur vann 2:1 en HK, sem er í þriðja sætinu, getur ekki náð FH að stigum. Þá skoraði Murielle Tiernan tví- vegis fyrir Tindastól þegar liðið vann 5:0-sigur gegn Fjölni á Sauð- árkróksvelli en Fjölnir er fallið úr deildinni eftir ósigur gærkvöldsins. Fylkir og Augnablik gerðu svo 1:1-jafntefli á Würth-vellinum í Ár- bænum. Morgunblaðið/Eggert Sigur Sigríður Lára Garðarsdóttir og liðsfélagar hennar í FH eru á uppleið. FH leikur í efstu deild að ári Íslendingalið Köbenhavn dróst í G- riðil Meistaradeildar karla í knatt- spyrnu á komandi keppnistímabili ásamt Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund en dregið var í riðlakeppnina í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Ensku liðin fengu misjafna drætti en Liverpool dróst í A-riðil þar sem liðið mætir Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea mætir AC Milan, Salz- burg og Dinamo Zagreb í E-riðil- inum og Tottenham dróst í D-riðil ásamt Eintracht Frankfurt, Sport- ing og Marseille. Þá eru París SG og Juventus saman í H-riðlinum og Bayern München, Barcelona, Inter Mílanó og Viktoria Plzen eru í C-riðlinum. Leikdagar í deildinni á tíma- bilinu verða 6./7. september, 13./ 14. september, 4./5. október, 11./ 12. október, 25./26. október og 1./2. nóvember en vegna heims- meistaramótsins í Katar í nóvem- ber og desember verður riðla- keppnin leikin mjög þétt í ár. Sextán liða úrslitin fara svo fram 14./15. og 21./22. febrúar og seinni viðureignirnar 7./8. og 14./15. mars. Átta liða úrslitin verða leikin 11./ 12. og 18./19. apríl og undan- úrslitin 9./10. og 16./17. maí. Úr- slitaleikurinn fer svo fram hinn 10. júní í Istanbúl. Dráttinn í heild sinni má sjá á mbl.is/sport/fotbolti. Íslendingarnir mæta City Morgunblaðið/Eggert Danmörk Ísak Bergmann Jóhann- esson leikur með Köbenhavn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.