Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
enn og aftur.
Hann Eiríkur er dáinn.
Hann fór öllum að óvörum, allt
of fljótt.
Hann kom eins og hlýr and-
blær inn í okkar fjölskyldu fyrir
nokkrum árum, ungur glaður
maður, rithöfundur með drauma
sína, vonir og þrár, dökkhærður,
í hvítum fötum með bros í augum
og rödd sem enginn gat staðist.
Og það var sólskin.
En á bak við þetta fallega bros,
á bak við gleraugun, var stundum
eins og leyndist einhver efi, sárs-
aukafullur efi, efi um skipan
heimsins, um gárurnar í mannlíf-
inu, efi um allt sem er og var.
Þessar hugsanir hans birtust í
skrifum hans og frábærum pistl-
um, sem hann flutti í útvarpinu á
sinn einstæða hátt.
Flutningurinn; það var eigin-
lega eins og eins konar síbylja
sem jafnvel nálgaðist söngl. Og
maður sagði við sjálfan sig: „Mik-
ið svakalega var hann Eiríkur
góður í dag.“
Eiríkur elskaði ljóð og eftir
hann liggja falleg ljóð:
Það síðasta
Síðustu orðin hafa verið skrifuð.
Ekkert fær lengur hamið vindinn.
Fjöllin rísa til þess eins að standa
ein í kyrrðinni. Inn um gluggann
berst niður frá hafinu.
Brimið verður eftir á blaðinu,
annað ekki.
Kannski býr fegurðin og sann-
leikurinn í ljóðinu. Hver veit?
Kannski fann Eiríkur einmitt
fegurðina og sannleikann í ljóð-
inu.
Það er sárt að Eiríkur er horf-
inn okkur, þyngra en tárum taki,
en út í eilífðina sendi ég honum
brot úr ljóðinu „Andi hins fagra“
eftir P.B. Shelley í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar, með þökk fyrir
allt sem var.
Andi hins fagra
Sem léttur skuggi leikur tigin dul
um líf vort allt með vímusælum geig,
og mjúkum væng fer milt um hjörtu
feig
sem milli blóma flögri sumarkul,
sem mánaskíma af fjallsbrún falli
fölvagul
og seytli gegnum greniskóg
í giljahlíð með kvöldsins ró
sem löngum gisti hjarta og svip, er
húmið hneig,
sem skýjum strjáli stjörnunótt
sem strengur brostinn ómi hljótt,
sem sérhvað eitt, er unað bjó
og yndisleikann dulartöfrum sló.
Sólveig Hauksdóttir.
Ég var aðdáandi Eiríks áður
en við urðum samstarfsmenn og
vinir. Hann hafði haldið fyrir-
lestra í námskeiðum sem ég sótti
við Háskólann og bók hans Gefðu
mér veröldina aftur var mér og
Inga Birni vini mínum mikill inn-
blástur. Við lögðum okkur eftir
því að lesa allt sem Eiríkur birti á
prenti og hlusta á hann þegar
færi gafst. Eiríkur var afburða-
bókmenntafræðingur en fræðileg
skrif hans einkenndust af skáld-
legu innsæi og ríkri stílgáfu. Að
sama skapi naut skáldskapur
hans góðs af skarpskyggni grein-
andans og nánast yfirskilvitlegri
þekkingu á íslenskum og erlend-
um bókmenntum. Eiríkur kunni
ekki aðeins ógrynni ljóða og
hendinga heldur gat hann farið
með heilar blaðsíður úr skáldsög-
um eftir minni.
Þegar ég hóf störf á Rás 1
leysti ég Eirík af í Víðsjá. Fólk á
förnum vegi fann sig knúið til að
segja að maður ætti ekki að stæla
Eirík. Það færi enginn í fötin
hans (a.m.k. ekki leðurbuxurnar
eða hvítu jakkafötin). Það sem
þetta velviljaða fólk vissi ekki var
að Eiríkur var mér og mörgum
öðrum miklu meira en beittir
pistlar sem hann flutti með sinni
sérstöku framsögn. Hann hafði
fært okkur trú á að bókmenntir,
menning og listir væru sjálfsagð-
ur hluti af hversdeginum og full-
gild leið til að skilja veröldina,
greina hana og gagnrýna. Og það
væri í lagi að hrífast og reyna að
hrífa aðra með sér.
Sú mynd sem ég hafði gert
mér af Eiríki sem kaldhæðnum
töffara breyttist við nánari kynni.
Hann átti sérstakt samband við
nánast hvern starfsmann Ríkis-
útvarpsins sem gat komið fram í
notalegri stríðni, vinalegu brosi
eða sameiginlegum áhuga á ein-
hverjum höfundi, tónlist eða fót-
boltamanni. Eiríkur vann af
ástríðu, stundum af offorsi. Hann
undirbjó sig fyrir sérhvert viðtal
eins og próf, tók bækur með sér
heim og sneri aftur með þær út-
krotaðar og fullar af minnismið-
um. Hann leitaði að því fagra – í
víðum skilningi – í umfjöllun sinni
og oft var gaman að sjá viðmæl-
endur ganga glaða og fulla sjálfs-
trausts af hans fundi, ekki síst þá
sem höfðu komið inn feimnir og
jafnvel óöruggir.
Meðan við unnum saman
hlakkaði ég til að hitta Eirík á
hverjum einasta degi. Hann var
hvetjandi og hlýr og óstjórnlega
skemmtilegur. Eftir að samstarfi
okkar lauk var hann áfram ein-
stakur vinur. Hann átti trúnað
margra rithöfunda og las verk
þeirra sem stóðu honum næst í
handritum, gagnrýndi þau af
sanngirni og hrósaði af einlægni.
Það var sérstakt tilhlökkunarefni
að sækja handrit til Eiríks því
hann gaf hug sinn allan í lestur-
inn, eins og það sem maður hafði
skrifað skipti öllu máli.
Ég sakna þess að sitja með Ei-
ríki í Volvonum MT 848 og hlusta
á tónlist og tala um allt eða ekk-
ert. Og ég sakna ljóðrænna
skyndimynda sem hann dró upp
af hversdagslífinu eins og þegar
hann sagði að ævintýri sumarsins
læsi hann á kvöldin með því að
telja marblettina á leggjum Kol-
beins sonar síns sem þá var lítill
drengur. Eiríkur var innilega
stoltur af drengnum sínum og
stúlkunum hennar Möggu Stínu
sem hann eignaðist hlutdeild í.
Veröldin er fátækari án Eiríks
en rík af því sem hann gaf.
Þinn
Haukur.
Kliðmjúk útvarpsröddin kunni
þær utan að, allar kúnstpásurn-
ar, sem eru svo mikilvægar þegar
seiðandi röddin segir það mikil-
væga, eitthvað af viti. Þannig
mun ég minnast útvarpsmanns-
ins Eiríks Guðmundssonar, en
hann var mér bara svo miklu
meira, böndin voru það sterk.
Bræðrasynir. Það verður nú
varla tengdara. Og við fundum
fyrir því alla tíð. Í faðmlaginu,
orðfærinu, göngulaginu, vænt-
umþykjunni, jafnvel bara þögn-
inni. En auðvitað líka í öllum
samtölunum um lesnar bækur og
ólesnar, skrifaðar og óskrifaðar,
að ekki sé talað um Bowie. Og
það sem er mér mikilvægast
núna, í öllum nístandi og
öskrandi sársaukanum, er að
strengurinn mun ekki slitna. Það
er ekki nokkur vegur, svo sterkur
sem hann var – og verður um alla
ævi.
Elsku Kolli, Finna, Diddi og
nafni, harmur ykkar og fjöl-
skyldna er mestur, en missir okk-
ar allra er mikill og þrúgandi,
þótt minningin um ljúfmennið lini
þjáninguna um ókomna tíð.
Sigmundur Ernir.
„Ég skal búa í litlum kofa,
mjög litlum, í garðinum þínum,“
orti Eiríkur Guðmundsson.
Sennilega hefði enginn skrifað
þannig nema hann. Tónninn var
hans eigin, hvort sem það var
ljóðlist, prósi eða pistill í útvarp,
sem eiginlega voru ekki venjuleg-
ir útvarpspistlar heldur miklu
fremur eins og flæðandi straum-
iða af kraumandi lýrík, óþoli,
orku og andríki sem ómögulegt
var að vita hvaðan kom. „– Ég
skal fara með bílinn þinn í skoð-
un, ári fyrr en fresturinn rennur
út,“ yrkir Eiríkur. Helst þyrfti að
fara með tilvistina eins og hún
leggur sig í skoðun ekki seinna en
í gær.
Eiríkur átti margt ógert. Þar á
meðal að klára ljóðabókarhand-
ritið sem inniheldur þessar línur
og ég vélaði upp úr honum fyrir
ekki löngu, krotaði í og lét hann
hafa með sér í svolitla vist til að
kljást við sjúkdóm. „Ég skal […]
senda beint út / frá draumum þín-
um á eftir auglýstum dagskrár-
lokum með stuttum / millikynn-
ingum, mjög stuttum.“
Þó að dagskrárlokin hjá Eiríki
hafi svo sem mátt vera fyrirsjá-
anleg eru ekki margir dagar frá
því að ég talaði síðast við hann í
síma og ekki öllu fleiri dagar frá
því þarsíðast. Leiðir okkar lágu
saman í háskólanum og lágu aldr-
ei aftur sundur. Ég man hópverk-
efni þar sem hann fór í ham, sett-
ist niður og skrifaði eitthvað sem
hugsunin hafði ekki komið fram á
varirnar, stóð á fætur og úr hafði
orðið súrrandi fínn póetískt-ana-
lýtískur fræðitexti.
Að Eiríkur sé farinn er sóun
og ekkert annað. En við dauðann
fullnast fólk á einhvern hátt.
Óskabörn ógæfunnar eru mörg
en ekki söm, óeirð þeirra er ólík
og í lífi þeirra margra er líka mik-
il gæfa og stundum vaðandi húm-
or. Eiríkur var leiftrandi
skemmtilegur. Á sífelldu flugi.
Við hvern á ég núna að tala í
síma?
Röddin sem rappaði sína póe-
síu í útvarp breytti útvarpinu
sem slíku. Ekki þó þannig að auð-
veldara hafi orðið að tjá hug sinn:
Hugur er margslungið fyrirbæri,
þversagnakennt, torrætt, og
maður tjáir ekki hug eins og að
hella vatni í glært glas. Eiríki var
hvorki í nöp við vinstrið, ekki við
baráttuhópa þótt hann væri ekki
hópsál né heldur var hann sér-
staklega fráhverfur einstaklings-
hyggju hægrisins þótt hann
baunaði í allar áttir. Hann vildi
vera ljóðrænn og óútreiknanleg-
ur. Vildi skilja heiminn, ekki
stökkva á vagna. Hann vildi ögra.
Ögrun er eitthvað það allra nauð-
synlegasta í mannlegu samfélagi.
Sá málstaður sem ekki þolir ögr-
un er einskis virði. Skenslaus til-
vist er leiðinleg, öfugt við Eirík,
fjörugan og rómantískan, hræsn-
islausan, stundum óþolandi en
hreinlyndan, og sífrjóan í hugs-
un, tilbúinn að taka hverju skensi
sjálfur.
Við hvern á ég núna að tala í
síma? Það er dálítill kofi úti í
garði hjá mér. Ég á síma sem
virkar. Eftir auglýst dagskrárlok
verður sent beint út frá draumum
okkar. Ég votta öllum aðstand-
endum mína allra innilegustu en
algerlega haldlausu samúð. Það
er kannski betra en ekkert. Betri
er þessi hugsun hér: Við skulum
vera þakklát fyrir að hafa átt
hann. Eða þessi, í örstuttu ljóði,
án titils, eftir Eirík Guðmunds-
son:
Að elska er ákvörðun taktu hana
strax
Hermann Stefánsson.
Þegar ég reyni að skrifa nokk-
ur orð í minningu starfsfélaga
míns og vinar, Eiríks Guðmunds-
sonar, finnst mér hálfpartinn eins
og Eiríkur standi við hliðina á
mér, hristi höfuðið og segi glott-
andi: „Uss, þetta er tómt bull!“
Þannig var Eiríkur, hann talaði
mikið í hálfkæringi og samband
okkar einkenndist af gagn-
kvæmri stríðni. Þegar ég var að
rannsaka leikjasöngva og spurði
Eirík hvort hann hefði ekki farið í
„Fram fram fylking“ á bernsku-
árunum fussaði hann og sveiaði,
sagði að engum krakka hefði
dottið í hug að leika slíka leiki
nema einhver fullorðinn hefði
stjórnað því. Oft þegar við hitt-
umst fór hann að stríða Eiði
(manninum mínum) á aðdáun
hans á Halldóri Laxness. „Hvað á
það að þýða að lesa Halldór Lax-
ness? Þetta er lélegur höfundur!“
sagði Eiríkur og glotti ögrandi.
Ég svaraði Eiríki auðvitað með
því að finna hans átrúnaðargoð-
um, eins og Guðbergi Bergssyni,
allt til foráttu. Líklega hefur síð-
asta skiptið sem við Eiríkur hitt-
umst verið í útvarpsgleðskap í
fyrra eða hittifyrra. Ákveðið
hafði verið að hver og einn ætti að
koma með hljómplötu, vínilplötu
en ekki geisladisk, og svo ætti að
kjósa um það hvaða plata væri
best. Eiríkur kom með plötu með
David Bowie og fannst nú ekki
þurfa að ræða hlutina frekar.
Mér tókst þó að sigra með gam-
alli plötu með Edith Piaf. Þá varð
Eiríkur stórhneykslaður og sagði
að útvarpsmönnum væri ekki við-
bjargandi, að taka gamla franska
dægurtónlist fram yfir David Bo-
wie!
Mér er það hins vegar líka
minnisstætt þegar Eiríkur kom í
fimmtugsafmælið mitt fyrir sex
árum. Einhverra hluta vegna
komst hann ekki fyrr en seint um
kvöldið hinir gestirnir voru farn-
ir. Hann gaf mér þá bók með hinu
furðulega nafni IOOV, þetta voru
í rauninni nokkrar bækur í einni,
skáldskapur eftir ýmsa höfunda –
og þarna á meðal var ljóðabókin
Blindur hestur eftir hann sjálfan.
Eiríkur óskaði mér innilega til
hamingju með afmælið og skrif-
aði svo fallega kveðju á afmæl-
iskortið mitt að nú á ég erfitt með
að lesa hana án tára. Svo fór ég að
lesa bókina og mér til undrunar
hrifu ljóð Eiríks mig mest af því
sem þar stóð ritað. Ekki má skilja
þetta svo að ég hafi ekki búist við
því að Eiríkur gæti ort vel heppn-
uð ljóð. En ég bjóst samt ekki við
því að þau væru svona góð.
Kannski hef ég búist við því að
finna þar sama hálfkæringinn og
oftast einkenndi Eirík. En þarna
var meiri alvara – og líka meiri
sársauki – en mig hafði grunað að
byggi innra með Eiríki.
Fyrir nokkru vildi svo til að ég
rakst á gamla möppu með mynd-
um frá ýmsum veislum og sam-
komum útvarpsfólks á undan-
förnum áratugum. Ég tók
sérstaklega eftir myndum af Ei-
ríki. Þarna var hann í hvítu föt-
unum sem hann klæddist oft í
gleðskap, og mér fannst hann svo
glaðlegur að sjá. Daginn eftir var
mér sagt látið hans og mér brá
verulega. En þessi tilviljun, að ég
skyldi vera að skoða myndir af
Eiríki rétt áður en ég frétti lát
hans, er nú í huga mér eins og
síðasta kveðjan frá honum.
Myndin af Eiríki í hvítu fötunum,
glettnislegum og svolítið ögrandi
í tali, lifir innra með okkur sem
þekktum hann.
Una Margrét Jónsdóttir.
Of nálægt sólu
Tileinkað Scott Walker
Sá sem hefur flogið/of nálægt sólu/
kemst að því/einn góðan veðurdag//
að hann þolir ekki/sólskinið, hann
hörfar,/dregur sig í hlé, meðal/tákna
sem gera ekki/annað en þetta:
minna/á geislana sem hann hefur/eytt
ævi sinni í að flýja.
(E.G.)
Frá því fréttin barst mér af
andláti Eiríks hef ég upplifað
mjög undarlega tilfinningu um
óraunveruleika. Eins og einhver
hefði átt við raunveruleikann,
einhver sem ætti ekki að vera að
því.
Síðasta símtal sem við Eiríkur
áttum snerist að mestu um tón-
listarmanninn Rufus Wain-
wright. Eiríkur hringdi í mig eft-
ir tónleika Rufusar, í byrjun
sumars; við tveir áttum, held ég,
svolítinn hlut að því brýna máli að
kynna Rufus fyrir hlustendum
Rásar 1. Þetta var gefandi sam-
tal, af Eiríks hálfu; hann var með
ákveðna kenningu um hvers
vegna Rufus væri ekki vinsælli
en hann er; og þegar Eiríkur tal-
aði um píanóleik Rufusar varð
mér hugsað til nærveru Eiríks
sjálfs við hljóðfærið.
Ég veit ekki hversu oft ég
heimsótti hinn frábæra útvarps-
mann í Efstaleitið. Ég veit bara
að ég hlakkaði alltaf til að fara
þangað, eða hitta Eirík annars
staðar til að spjalla. Það var ein-
mitt annars staðar sem ég hitti
hann síðast með hljóðnemann á
milli okkar – það var á Mokka.
Ég hafði gefið út bók, og það vildi
svo til að Eiríkur var einn af þeim
sem óbeint höfðu horft yfir öxlina
á mér á meðan ég skrifaði bókina.
Því undir þessari sögu – að
minnsta kosti í mínum huga – lá
andi þess tónlistarmanns sem Ei-
ríkur mat öðrum fremur: David
Bowie.
Hann mætti á Mokka, klædd-
ur í hvítu gallabuxurnar og bláu
peysuna, og lagði á borðið sex
þéttskrifaðar arkir með punkt-
um. Ég held ég hafi aldrei áður
orðið vitni að jafn mikilli undir-
búningsvinnu fyrir viðtal um eina
auma skáldsögu. Ég er ekki að
búa til þá minningu, en ég man að
á meðan við töluðum saman
hugsaði ég: Þetta er maðurinn til
að tala við. Enda svo miklir hæfi-
leikar samankomnir í þessum
manni hinum megin við borðið:
næmleiki og mælska skáldsins,
örlæti og hrífandi samtalstækni
útvarpsmannsins, skilningur og
þekking tónlistarmannsins, bæði
á rituðu orði og músík. Það er
ómetanlegt fyrir skáldsagnahöf-
und, sem sjálfur þykist vita að
bók sín opnist ekki upp fyrir öll-
um lesendum, að mæta lesanda
eins og Eiríki Guðmundssyni. Í
lok spjallsins vitnaði hann í nið-
urlag áðurnefndrar bókar; hann
sagði við mig brosandi að nú væri
kominn tími til að leyfa raunveru-
leikanum að hafa sinn gang, án
þess að vera eitthvað að eiga við
hann. Ég óska þess núna að hægt
væri að eiga við þann veruleika
sem blasir við okkur öllum sem
kynntumst Eiríki – nú þegar
hann er kominn á einhverja stöð
sem við hin sem eftir lifum þekkj-
um ekki ennþá. Ég átti líka eftir
að þakka honum almennilega fyr-
ir gjöfina sem hann gaf mér þeg-
ar ég heimsótti hann einu sinni á
Fálkagötuna: þriggja diska út-
gáfuna af Station to Station.
Takk fyrir allt, kæri Eiríkur.
Ég stend mig svo oft að því að
vitna í orðin sem þú sagðir svo oft
– alltaf af einhverri kómískri
hlýju: „Ungir menn.“
Bragi Ólafsson.
Eiríkur. Eiríkur Guðmunds-
son. Ógleymanlegur drengur, út-
varpsmaður, skáld, rithöfundur
og vinur.
Ég hitti hann uppi í útvarpi í
fyrsta sinn fyrir tuttugu árum
eftir að hann hafði ráðið mig til að
gagnrýna fyrir Víðsjá og hitti þar
fyrir örlagatöffara að mér fannst,
Bryan Ferry með gleraugu, en
með húmorískt blik í augum og
brosvipru sem spurði hvar ertu,
vinur? Og hver ertu? Fallegur
drengur í fullri merkingu þessara
orða, eitthvað óendanlega fagurt
skein í gegnum töffaraskapinn
sem samt var glæsilegur, engin
uppgerð, miklu fremur áunnið ör-
yggi sem hann hafði fengið með
árangri sínum sem hin nýja rödd
gömlu gufunnar, gefið ungu fólki
í menningunni nýjan tilverurétt í
henni, frjáls rödd sem sagði skoð-
anir sínar óhikað og hispurslaust,
en alltaf með einhverjum eleg-
ans. Við urðum góðir vinir með
tímanum og áttum góðar stundir
saman, deildum smekk á bók-
menntum og tónlist að miklu
leyti. Við stofnuðum meira að
segja Nabokov-félagið sem við
einir tilheyrðum.
Eiríkur hafði stíl sem fáir, ef
nokkrir, höfundar gætu nálgast á
sínum bestu augnablikum. Við
gleymdum þessu kannski stund-
um gegnum árin, eða tókum
þessu sem sjálfsagðum hlut af því
snillin ómaði í eyrum okkar
marga daga í viku og þetta hljóm-
aði svo einfalt úr munni hans,
bara að setja saman nokkrar
hnyttilegar setningar, djúpar og
sannar í senn, og flytja þær í út-
varpi svo allir gætu heyrt. En
gæti nokkur leikið það eftir? Ég
held ekki, við fáum aldrei annan
Eirík, fáum aldrei svo skáldleg
tök á menningunni sem hann gaf
okkur árum saman svo unun var
á að hlusta. Hann skildi nefnilega
betur en flestir formið á listgrein-
inni sem hann skóp að mörgu
leyti, ég held að pistlar hans í út-
varpi hafi breytt tjáningarform-
inu, staðlaðri tuttugustu aldar
ríkisútvarpstjáningu sem var svo
stíf að manni varð hugsað til föð-
urmorðingjanna sem forfeður
okkar klæddust við hátíðleg
tækifæri. Hann gerði þessi hátíð-
legu tækifæri að daglegu brauði
með því að mýkja kragann og
hneppa frá nokkrum tölum. Og
gera menninguna áhugaverða,
ekki stífa og yfirlætislega. Held-
ur flæðandi og hugvekjandi á
tungumáli samtímans. Hann var
nefnilega Eiríkur. Og enginn
varamaður til á bekknum.
Gauti Kristmannsson.
Til Eiríks
Mikið þykir mér sárt að þú
sért farinn yfir þetta limgerði
sem ég þekki ekki nema í skáld-
skap og kann engin skil á. Ef ég
gæti bara þakkað þér gjafirnar
sem þú gafst mér og heiminum
öllum með skynjun, alltaf á dýpið
og hvatningu alla tíð, eins og
verndandi bróðir, mildur, dulur,
glottandi, fagur, skýr. Ég veit að
þú veist að skáldið Orfeus dó úr
harmi. Þegar höfuð hans
splundraðist frá búk mátti enn
heyra rödd hans flytja lýrík frá
tungu, munni, höfði sem liðaðist
niður Hebrusfljót. Rödd sem
flutti undurfagran skáldskap,
heillaði villt dýr, fugla, steina, tré
með söng og hörpuslætti svo líf-
ríkið féll í stafi. Við rísum úr
skáldskap, hann býr okkur og
heiminn til. Hann er undirstaða,
getur verið hættulegur og lifir
okkur af.
Elsku vinur minn, þú gafst
mikið og hvarf þitt héðan markar
djúpt sár. Að skrifa er kannski að
spyrja spurninga og ég næ hrein-
lega ekki utan um þá staðreynd
að þú sért dáinn. Þú fluttir skáld-
skap, gekkst inn í hann, gafst allt
og fórst við þá iðju. Takk fyrir trú
á fegurðina, fyrir hjarta, rödd og
áhrifamátt. Takk fyrir að segja
mér að skrifa, að halda áfram,
halda áfram að skrifa, halda
áfram, ekki hætta. Og ég endur-
tók þessi orð við þig löngu síðar,
þú verður að skrifa, halda áfram,
mátt ekki hætta. En það er eitt-
hvað máttugra sem ræður ferð.
Þín er sárt saknað, sorgmædd-
ir fuglar gráta þig en fagurfræðin
og röddin eru hér enn þótt þú
dyljist um stund.
Ég votta fjölskyldu og ástvin-
um Eiríks Guðmundssonar djúpa
samúð sem og bókmenntunum
sjálfum sem hafa misst mikið.
Soffía Bjarnadóttir.
Haust í ágúst, haust í ágúst og
bölvaður dauðinn ákvað að heim-
sækja Eirík í Vesturbænum og
haustdagur í ágúst verður vetr-
ardagur í ágúst. Reiðarslag,
vantrú, sorg. Orðin þyrlast. Ekk-
ert hefur breyst. Allt hefur
breyst. Eiríkur Guðmundsson
látinn. Það eru innan við tvær
vikur síðan Eiríkur sendi mér
lokaútgáfuna af formála sínum að
ljóðasafninu sem hann valdi sjálf-
ur, safn úrvals ljóða minna frá
upphafi ferils til nútímans. Ég á
stórt útgáfuafmæli í haust og Ei-
ríkur tók að sér það vandasama
verkefni að gera ljóðasafnið flug-
fært og gerði það auðvitað lista-
vel eins og hans var von og vísa.
Hann gerði allt einstakt sem
fangaði huga hans.
Hann lá yfir þessum sjö ljóða-
bókum mínum frá því snemma í
vor, spáði og spekúleraði, valdi
rjómann og skrifaði þennan eð-
Eiríkur Ómar
Guðmundsson