Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að mörgu leyti er tímabært og ástæða til að verkalýðshreyfingin reki á næstunni kröftugri baráttu en verið hefur. Tóninn af hálfu við- semjenda okkar er harðari en áður og því verður að svara. Samtök launþega hafa mikið afl sem nú kann að vera nauðsynlegt að nýta við gerð nýrra kjarasamninga,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnar- son, forseti Alþýðusambands Ís- lands. Hann tók við forystunni nú í ágústmánuði þegar Drífa Snædal sagði af sér. Hún bar við harðri gagnrýni frá forystufólki í einstaka stéttarfélögum, sem gerðu sér ógerlegt að sinna forsetaembættinu áfram. Því kom í hlut Kristjáns Þórðar að taka við keflinu sem hann heldur, að minnsta kosti fram að þingi ASÍ í október nk. Harka sé vilji félagsmanna Kristján Þórður kveðst ekki hafa ákveðið hvort hann gefi kost á sér til þess að gegna forsetaembætti áfram. Vissulega sé margvíslegur ágreiningur milli fólks og félaga innan ASÍ. Slíkt hafi alltaf verið, svo ólíkir geta hagsmunir og bar- áttumál verið. Mikilvægt sé að eiga samtal um sameiginlegar áherslur. Staðan innan hreyfingarinnar sé þó ekki jafn flókin og ætla mætti. „Gagnvart atvinnurekendum finnst mér erfiðara en áður að láta samninga halda. Hugsanlega þarf því að fara í baráttuaðferðir fyrri tíma svo kökunni verði skipt af meiri sanngirini. Eigi að fara af hörku í málin þarf slíkt að vera vilji félagsmanna – og forystan að tala fyrir slíkum aðgerðum. Hvort hljómgrunnur fyrir slíku sé til stað- ar er sennilega mjög misjafnt milli félaga,“ segir forseti ASÍ. Unga fólkið eigi möguleika Nú í vikunni birtu VR og Lands- samband íslenskra verslunarmanna Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína vegna gerðar nýs kjarasamn- ings í stað þess sem rennur út nú í októberlok. Meginstefið í kröfunum er að verja kaupmátt lægstu launa, sem duga eigi fólki til framfærslu. Einnig að ríkið hækki barnabætur og afnemi verðtryggingu á neyt- endalánum. Þá gera VR og LÍV þá kröfu að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga, eða í 32 klukkustunda vinnuviku, án þess að laun skerðist. Þá er sjónarmið Eflingar – stéttar- félags að skv. 7,5% verðbólgu og 2% framleiðniaukningu á líðandi ári ættu laun að hækka um 52.250 kr. á mánuði, sem væri þá flöt krónutölu- hækkun. „Ég get alveg tekið undir sum þessara áhersluatriða,“ segir Krist- ján Þórður. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hafi farið af stað á síðasta ári en síðan þá hafi aðstæður í efnahagslífinu breyst mikið og hratt. Áhrifin af stríðinu í Úkraínu komi fram svo sem í hækkun eldneytisverðs og á hrá- vörumarkaði. Þá gæti afleiðinga heimsfaraldurs enn, þótt dvínandi séu. Verðbólga nú mælist tæp 10% og hækkun fasteignaverðs standi undir um helmingi þess. Verkalýðs- hreyfingin leggi því þunga áherslu á raunhæfar félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Ungt fólk þurfi að eiga raunhæfa möguleika á því að festa sér húsnæði. Slíkt sé hins veg- ar illgerlegt þegar Seðlabankinn hækkar vexti, skapi vítahring og geri verðbólguna þráláta. „Ég óttast að hækkanir á vöxtum húsnæðislána verði mörgum á næstunni mjög þungbærar. Efna- hagsmálin verður því að skoða í stóru samhengi og aukin verðbólga þýðir minni kaupmátt, sem ég finn að fólk vill viðhalda eða auka. Því er mikilvægt nú að ná niður vöxt- um, verðbólgu og ná taki á húsnæð- ismálum, svo sem leigumarkaðnum þar sem nánast stríðástand hefur ríkt. Yfirlýsingar ríkis og sveitarfé- laga um átak í byggingu íbúða hljóma vel, en langt virðist hins vegar í að framkvæmdir hefjist.“ Öflug forysta sem geti leitt fjöldann til framtíðar Alþýðusamband Íslands er mynd- að af landssamböndum og félögum með tugi þúsunda innan sinna vé- banda. Kristján Þórður segir að slík fjöldahreyfing þurfi öfluga forystu sem leitt geti fjöldann til framtíðar samkvæmt skýrri stefnu. „Ný forysta þarf sömuleiðis að ræða nánar við grasrótina; launa- fólk um land allt. Hvort ég gef kost á mér í embætti forseta er nokkuð sem ég get ekki svarað nú. Ég er sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands í spennandi verkefnum og veit því ekki hvað verður. Ég get þó sagt að mér finnst ánægjulegt að sjá núna hvað efnahagslífið kemur sterkt út úr heimsfaraldri og hvað atvinnuástandið er gott. Á flestum sviðum atvinnulífsins er næga vinnu að hafa – og slíkt er undirstaða sem skiptir alltaf miklu máli,“ segir for- seti ASÍ að síðustu. Kröftuga baráttu og samtal við fólkið - Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ - Óráðinn um framboð - Þurfa aðferðir fyrri tíma - Viðhalda kaupmætti - Vaxtahækkanir og vítahringur - Hátt húsnæðisverð helmingur verðbólgu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Forysta Efnahagslífið kemur sterkt út úr heimsfaraldri og atvinnuástandið er gott. Á flestum sviðum atvinnulífsins er næga vinnu að hafa og slíkt er undirstaða sem skiptir alltaf miklu máli,“ segir Kristján Þórður hér í viðtalinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Atvinna Efling – stéttarfélag segir að m.v. 7,5% verðbólgu og 2% fram- leiðniaukningu á líðandi ári ættu laun að hækka um 52.250 kr. á mánuði. Svonefndar Kjarafréttir eru birtar reglulega á vef Eflingar – stéttar- félags og þar má greina róttæka rödd. Í pistli frá því fyrr í ágúst- mánuði segir að topparnir í sam- félaginu hafi nú þegar tekið til sín verulegar launahækkanir og hækk- anir bónusa og kaupréttarheimilda. Arðgreiðslur úr fyrirtækjum eru í hámarki og fjármagnstekjur há- tekjufólks hafa hækkað verulega. Samhliða hafa skattfríðindi hópsins verið aukin. Lágmark sé að launafólk njóti þeirrar framleiðniaukningar sem er fyrir hendi með samsvarandi kaupmáttaraukningu. Ef ekki, þá er tekjuskiptingunni breytt í þágu hátekjuhópanna og stóreignafólks. „Tilefni til kjarabóta launafólks er því vissulega fyrir hendi og góð reynsla af Lífskjarasamningnum varðar þá leið sem æskilegast er að fara,“ segir Efling. Nokkrir mánuðir eru síðan Efl- ing – stéttarfélag birti kröfugerð sína fyrir gerð nýrra kjarasamn- inga. Þar segir að semja eigi um krónutöluhækkanir og hagvaxtar- auka og lengja lífskjarasamninginn með aðkomu stjórnvalda og sveitar- félaga. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fiskvinnsla Mikið umleikis í sjávarútvegi og óteljandi flök á færibandinu. Tilefni til kjarabóta vissulega fyrir hendi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.