Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 msti íþróttalæknir og hjartasérfræðingur Evrópu, Dr. Martin Halle, mun halda fyrirlestur af reynslu sinni frá Þýskalandi. Dr. Halle hefur m.a. séð um greiningar á fremsta ki Þýskalands, verið læknir á vegum UEFA og starfað með þýska knattspyrnulandsliðinu. alle mun fjalla um hvernig hann telur best að mæla og fyrirbyggja alvarleg hjartavandamál afólki, áhrif Covid á íþróttafólk, mælingar á þoli og afköstum íþróttafólks og fleira. undinum verður Birna Bjarnason prófessor frá Íþróttaháskólanum í Köln. Hún hefur nslu í mælingum og rannsóknum á íþróttafólki. Einnig verður Emil Pálsson knattspyrnumaður ur og segir frá sinni reynslu. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala sor við læknadeild Háskóla Íslands mun taka þátt í pallborðsumræðum. n er haldinn af Fastus, Ergoline og GE Healthcare í samstarfi við ÍSÍ og KSÍ. Einn fre ogmiðla íþróttafól Martin H hjá íþrótt Kynnir á f mikla rey með okk og prófes Fundurin FRÆÐSLUFUNDUR UM HJARTATENGD VANDAMÁL HJÁ ÍÞRÓTTAFÓLKI Fundurinn verður haldinn 3. september kl. 10:00 í húsnæði KSÍ Laugardalsvelli á þriðju hæð. Skráning er á netfangið: hanna@fastus.is (Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram) Verð: 3,500 kr. Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn. LEIÐRÉTT Þrjár konur rektorar Rangt var sagt í Morgunblaðinu í gær að aðeins tvær konur hefðu hingað til gegnt embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík. Þær eru þrjár. Ragnheiður Torfadóttir var rektor skólans frá 1995-2001. Í upp- talninguna vantaði Elísabetu Siem- sen sem var rektor frá 2017 fram á þetta ár, þegar Sólveig Guðrún Hannesdóttir tók við starfinu. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistök- um. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Frá og með 1. september mun könn- un skilyrða til hjónavígslu, sem prestar og forstöðumenn lífsskoðun- arfélaga hafa hingað til í flest- um tilvikum haft með höndum, fær- ast til sýslu- mannsins í Vest- mannaeyjum. Heimildir presta og slíkra til að annast athafnir, verða óbreyttar enda þótt sýslu- maður fari á fyrri stigum yfir gögn um mál þess fólks sem ætlar að láta gefa sig saman. „Þetta er heilmikil breyting og nú verða vinnubrögðin samræmd. Formlegir gjörningar þurfa að vera alveg 100% því þar haldast í hendur réttindi og skyldur á mörgum svið- um. Ný vinnubrögð við yfirferð gagna ættu að skila sér í meira ör- yggi,“ segir Arndís Soffía Sigurðar- dóttir, sýslumaður í Eyjum, í samtali við Morgunblaðið. Standa þarf rétt að málum Á undanförnum árum hefur dóms- málaráðuneytið falið sýslumanns- embættinu í Eyjum ýmis þróunar- og tilraunaverkefni. Yfirferð skilyrða til hjónavígslu er eitt af þeim. Á vefnum syslumenn.is verður eyðublað sem hjónaefni og svaramenn þurfa að fylla út. Eyðublaðið er síðan sent með fylgigögnum á gifting@syslumenn.is til yfirferðar. Til stendur raunar að strax í september verði tilbúin sér- stök gátt á vefnum island.is fyrir inn- sendingu þessara gagna og segir Arndís Soffía að slíkt eigi að fela í sér hægðarauka og meira öryggi. Þegar gögn eru komin til sýslu- manns fær fólk sendar nánari leið- beiningar um næstu skref. Mikil- vægt er að senda beiðnina til með hæfilegum fyrirvara áður en hjóna- vígsla fer fram. Að jafnaði tekur um 5 virka daga að kanna hvort öll skil- yrðu séu uppfyllt. Þegar allt er kom- ið á hreint og vottorð gefið út þarf að greiða fyrir kr. 4.500. Hjónavígslur á landinu hafa í seinni tíð gjarnan verið um 4.000 á á ári. „Hjónavígsla hefur formlegt gildi og standa þarf rétt að málum. Upp- gjöri fyrri mála þarf að vera lokið og fjárhagslegar skuldbindingar til lykta leiddar þegar fólk, sem var áð- ur í hjónabandi, lætur gefa sig saman að nýju. Þarna geta verið undir ýms- ar skuldbindingar, til dæmis erfða- réttindi. Þá þarf fólk vegna útgáfu könnunarvottorða að sanna á sér deili, eins og gengið verður úr skugga um samkvæmt þeim gögnum sem við fáum send eða höfum aðgang að,“ segir Arndís Soffía. Skrifborðsvinna sem hentar „Yfirferð mála og útgáfa á könn- unarvottorði er skrifborðsvinna og sá eða sú sem henni sinnir getur ver- ið hvar sem er. Því hentar ágætlega að verkefnum þessum verði sinnt í Vestmannaeyjum,“ segir Arndís Soffía sýslumaður. Við embættið starfa, með nýjum verkefnum nú, alls níu starfsmenn og styrkir við- bótin starfsemina í sessi. Hjónavígslur til skoðunar í Eyjum - Yfirferð og vottorð frá sýslumanni Arndís Soffía Sigurðardóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjónavígsla Lögformlegur gjörningur þar sem allt þarf að vera á hreinu, hver sem athöfn annast. Sýslumaður fer í aðdraganda yfir pappírana. „Það lítur út fyrir að sprunga hafi opnast í jöklinum, á gönguleiðinni. Það voru þýskir ferðamenn sem upp- götvuðu hana í gær,“ sagði Þórhallur Jóhannsson, landvörður í Snæfelli, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi um tíu metra djúpa sprungu sem opn- ast hefur í um 1.600 metra hæð á fjall- inu sem liggur innan Vatnajökuls- þjóðgarðs. Kveður Þórhallur það mestu mildi að ferðamennirnir hafi verið í línu, því einn þeirra féll ofan í sprunguna. Varð honum ekki meint af. „Þetta hefur ekki komið fyrir áður á þessu svæði síðan ég hóf störf hérna,“ svar- aði Þórhallur, inntur eftir því hve al- gengar slíkar sprungumyndanir séu í Snæfelli. Kanna aðstæður á fjallinu Landverðir hyggjast kanna að- stæður á fjallinu um leið og veður leyfir. „Já, þá könnum við aðstæður svo við getum gefið ferðamönnum sem ætla að fara upp sem nákvæmastar upplýsingar,“ útskýrði Þórhallur og bætti því við að eins og sakir standi mæli landverðir ekki með því að fólk fari upp nema það búi yfir haldgóðri fjallareynslu og góðum búnaði. Ferðafólki hafi gengið vel að ganga á fjallið fram til þessa. „En núna verða kannski einhver þáttaskil í því.“ Féll ofan í nýja sprungu í Snæfelli - Þýskum ferðamanni varð ekki meint af Sprungan Þórhallur segir að hún sé talin vera um tíu metrar að dýpt. Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.