Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 W W W. S I G N . I S Emmanuel Macron Frakklands- forseti hóf í gær þriggja daga opin- bera heimsókn sína til Alsír en heim- sókninni er ætlað að bæta samskipti ríkjanna tveggja. Í ár eru 60 ár liðin frá því að Alsír fékk sjálfstæði frá Frökkum eftir harðvítugt frelsis- stríð. Macron fundaði í gær með Abdel- madjid Tebboune, forseta Alsír og heimsótti síðan minnismerki um þá sem féllu í frelsisstríðinu 1954-1962. Lagði Macron blómsveig að minnis- merkinu og viðhafði mínútu þögn. Macron er fyrsti forseti Frakk- lands sem er fæddur eftir að Alsír fékk sjálfstæði. Hann vonast til þess að geta lagt grunn að endurnýjuðum tengslum við hina fyrrum nýlendu Frakka, sem byggist á jafnri stöðu beggja þjóða. Samskipti ríkjanna hafa stundum verið stirð, en þykja núna skipta gríðarlegu máli, ekki síst fyrir bar- áttu Frakka gegn íslamistum á Sahel-svæðinu. AFP/Ludovic Marin Opinber heimsókn Macron Frakklandsforseti og Tebboune, forseti Alsír, ræddu aðeins saman á alþjóðaflugvellinum í Algeirsborg. Macron í heim- sókn til Alsír Itaru Nakamura, ríkislögreglu- stjóri í Japan, til- kynnti í gær að hann myndi segja af sér þar sem rannsókn hefði leitt í ljós alvarlega ágalla á öryggisgæsl- unni í kringum Shinzo Abe, fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins. Abe var myrtur 8. júlí síðastlið- inn á kosningafundi. Hann var skot- inn í bakið með heimatilbúinni haglabyssu. Sagði Nakamura að hvorki öryggisáætlanir né áhættu- mat hefðu verið fullnægjandi, og þá hefði stjórnandi aðgerða ekki brugðist nægilega vel við. Sagði Nakamura rót vandans liggja í núverandi skipulagi, þar sem lögreglunni á hverjum stað væri einni falin ábyrgð á öryggis- gæslu. Sagðist hann jafnframt ætla að axla ábyrgð og segja af sér, svo nauðsynleg endurskoðun og endur- nýjun gæti hafist. Lögreglustjórinn í borginni Nara, þar sem Abe var skotinn, sagði einnig af sér í gær vegna skýrslunnar. JAPAN Segir af sér vegna morðsins á Abe Itaru Nakamura Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO greindi frá því í gær að 5.213 ný til- felli af apabólu hefðu verið tilkynnt í vikunni, sem væri fækkun um rúmlega fimmtung frá fyrri viku, þegar 5.907 tilfelli greindust. Mátti rekja þá þróun til fækkunar tilfella í Evrópu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði í gær að í upphafi faraldursins hefðu flest tilfellin greinst í Evrópu en færri í Ameríku. Nú hefði sú þróun snúist algerlega við. Væri nú hætta á hraðri útbreiðslu apabólu, eink- um í Suður-Ameríku. Það sem af er þessu ári hafa 45.355 tilfelli verið skráð af apa- bólu í 96 ríkjum heims. Þá hefur sjúkdómurinn dregið fimmtán manns til dauða. WHO Tilfellum apabólu fækkar í Evrópu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kjarnorkuverið í Saporisjía var í gær aftengt orkuneti Úkraínu. Úkraínska kjarnorkumálastofnunin Energo- atom sagði í tilkynningu í gær að þeir tveir af sex kjarnaofnum sem enn eru í notkun væru ekki lengur tengdir við orkunetið, eftir að eldsvoði í nálægu kolaveri eyðilagði síðustu rafmagns- línuna sem tengdi verið við kapalinn. Hinum þremur línunum var grandað í stórskotahríð Rússa. Sakaði Energoatom Rússa um að hafa valdið aftengingunni. Sögðu for- svarsmenn stofnunarinnar að nú væri verið að reyna að tengja annan ofninn aftur við raforkunetið. Verið sinnir um 20% af raforkuþörf Úkra- ínu en einnig þarf rafmagnstengingu til að kæla kjarnaofnana sem eru í notkun. Nokkrir rafalar sem ganga fyrir díselolíu eru við verið en spurn- ingar hafa vaknað um áreiðanleika þeirra. Úkraínskir embættismenn hafa áður sagt að Rússar hafi í hyggju að aftengja verið frá orkuneti landsins og beina orkunni sem verið framleið- ir til Krímskaga. Energoatom gat þó ekki staðfest í gær hvort það hefði verið gert. Rússar hertóku kjarnorkuverið í mars, og hafa Rússar og Úkraínu- menn sakað hvorir aðra um að hafa beint stórskotahríð sinni viljandi að verinu á undanförnum vikum. Þá hafa Úkraínumenn sakað Rússa um að vilja kúga Evrópu til hlýðni með hótunum gegn kjarnorkuverinu, sem er hið stærsta í álfunni. Tvö börn á meðal þeirra föllnu Úkraínsk stjórnvöld staðfestu í gær að 25 hefðu fallið í eldflaugaárás Rússa á miðvikudaginn í Dníprópetr- ovsk-héraði, þar af tvö börn. Þá særðist 31 í árásinni. Rússar sendu hins vegar frá sér tilkynningu, þar sem þeir lýstu því yfir að eldflaug þeirra hefði hitt lest á ferð, sem hefði verið að flytja 200 úkraínska her- menn og „10 einingar“ af hergögnum á vígstöðvarnar. Stjórnvöld á Vesturlöndum sögðu þá yfirlýsingu hins vegar ótrúverð- uga. Antony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fordæmdi árásina og sagði að árás Rússa á lest- arstöð, þar sem fjöldi óbreyttra borg- ara hefði beðið eftir lest, passaði inn í það mynstur voðaverka sem Rússar hefðu orðið uppvísir að í innrásinni. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði jafnframt að sambandið fordæmdi harðlega „enn eina viðurstyggilega árás“ Rússa á óbreytta borgara. „Þeir sem bera ábyrgð á eldflaugahryllingi Rússa fá að gjalda fyrir hana,“ sagði Borrell á Twitter-síðu sinni. Pútín fjölgar í hernum Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði í gær forsetatilskipun um að fjölgað yrði í rússneska hernum. Er nú stefnt að því að herinn muni telja rúmlega tvær milljónir manna frá og með næstu áramótum. Þar af verði um 1,15 milljónir undir vopn- um. Pútín ákvað síðast að fjölga í hern- um árið 2017, en þá var fjöldinn auk- inn í um 1,9 milljónir manna, þar af um 1,01 milljón undir vopnum. Ekki var útlistað í tilskipuninni, hvers vegna Pútín vildi fjölga rússneskum hermönnum, en harðlínumenn heima fyrir hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki sent nægilega marga her- menn til að kveða niður alla mót- spyrnu Úkraínumanna í innrásinni. Minnismerki tekið niður Stjórnvöld í Lettlandi létu taka niður í gær minnismerki í höfuðborg- inni Riga frá tímum Sovétríkjanna, þrátt fyrir mótmæli frá rússnesku- mælandi Lettum. Minnismerkið var 79 metra há súla, sem reist var árið 1985 til heið- urs „frelsara“ lettneska sovétlýðveld- isins. Auk súlunnar voru styttur af hermönnum og einni konu við hana. Rússneskumælandi Lettar hafa komið saman við minnismerkið til að minnast stríðsloka hinn 9. maí á hverju ári. Fyrir flesta Letta markar sú dagsetning upphaf hersetu Sov- étmanna. Lettneska þingið samþykkti eftir innrás Rússa í Úkraínu að öll minn- ismerki, sem enn væru uppi frá tím- um Sovétríkjanna, yrðu tekin niður í síðasta lagi um miðjan nóvember. Eistar tóku niður í síðustu viku minnismerki frá Sovéttímanum en Eistar hafa sakað Rússa um að nýta minnismerkin til að ýfa upp spennu innan Eystrasaltsríkjanna. Urðu Eistar fyrir tölvuárás í kjölfar niður- rifsins en árásinni var hrundið án mikils skaða. Kjarnorkuverið aftengt - Vinna hafin við að endurtengja annan kjarnaofninn - ESB og Bandaríkin for- dæma eldflaugaárás Rússa - Lettar taka niður minnismerki frá Sovéttímanum AFP/Axel Heimken Í þjálfun Olaf Scholz Þýskalandskanslari kynnti sér í gær aðstæður í þjálfunarbúðum Úkraínumanna í Oldenburg, en þar er verið að kenna þeim á þýsku Gepard-loftvarnarbryndrekana, sem senn verða sendir til vígstöðvanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.