Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Kárastígnum og úr Skólagerðinu þar sem oft var líf og fjör. En mínar bestu minningar um Dóru eru frá samveru og sam- starfi í Urtunum. Urturnar, fé- lagsskapur mæðra sem áttu það sameiginlegt að eiga börn í Skátafélaginu Kópum, var stofn- aður rétt fyrir 1970 og enn, rúm- um 50 árum síðar, halda þær sem enn eru á lífi hópinn. Þessar konur lyftu Grettistaki við fjár- öflun í þeim tilgangi að Kóparnir gætu eignast sitt eigið skáta- heimili. Það voru haldnir basar- ar, tombólur, spilakvöld, skemmtanir að ógleymdri árlegri kaffisölu í Félagsheimili Kópa- vogs á sumardaginn fyrsta sem margir Kópavogsbúar minnast með söknuði. Í þessum hópi naut Dóra sín vel. Þótt margar vinnu- stundir væru lagðar að baki var alltaf stutt í glens og grín og þar fór hún fremst. Gerði óspart grín að sjálfri sér og ýmsum hrakför- um sínum og fann upp á ýmsu sem oft varð til þess að við lágum eftir grenjandi af hlátri. Dóra átti einnig þá hlið að hlúa að og hjálpa þar sem erf- iðleikar og veikindi gerðu vart við sig. Þess fékk ég oft að njóta og þar voru vináttuböndin styrkt enn betur. Frændsystkinunum og fjöl- skyldum þeirra eru færðar ein- lægar samúðarkveðjur. Megi Dóra Hannesdóttir fá góða heimkomu til nýrra heima. Þar verður áreiðanlega gleði og glaumur. Sofnar drótt, nálgast nótt Sveipast kvöldroða himinn og sær Allt er hljótt, hvíldu rótt Guð er nær. (Kvöldsöngur kvenskáta) Elín Richards. Látin er Dóra Hannesdóttir, kær vinkona. Við kynntumst þegar Íþróttafélagið Glóð hóf starfsemi sína 2004. Hún tók þátt í hringdönsum, línudansi og Ringói á vegum félagsins. Hún hafði mjög mikinn áhuga á Ringóinu og spiluðum við það fram á síðustu ár. Hún synti líka á hverjum degi þar til hún fékk blóðtappa fyrir ári síðan. Þar með var draumurinn búinn. Hún hefur verið rúmliggjandi síðan. Við fórum víða á vegum Glóðar og kynntum félagið okkar. M.a. á Vestfjörðum, í Skagafirði, á Akureyri og svo kynntum við ásamt félögum okkar Ringó í skólum víða um höfuðborgar- svæðið og á Reykjalundi. Einnig var farið á mót til út- landa til að taka þátt í „Golden Age Festival“ á Gran Canaria og í Portúgal. Ekki má gleyma Landsmótum UMFÍ 50+, sem við tókum þátt í frá 2004 í þeim greinum sem nefndar hafa verið hér að ofan. Dóra tók líka þátt í sundkeppn- um á landsmótum til 2017. Hún vann til gullverðlauna í sundinu. Hún lifði lífinu lifandi fram í ágúst 2021 þegar hún fékk áfall- ið. Við hittumst oft og drukkum saman kaffi í félagsmiðstöðinni okkar, í það minnsta vikulega. Einnig fórum við í menningar- ferðir til Reykjavíkur og röltum um æskuslóðir okkar, en báður ólumst við upp í miðbænum. Það var gaman að rifja upp gamlar minningar frá æskuárunum. Vin- konur okkur voru oftast með okkur og hittum við margt skemmtilegt fólk á ferðum okk- ar. Þessar ferðir enduðu venju- lega á kaffihúsi. Það voru fleiri tengingar á milli okkar. Hún átti skyldfólk vestur í Súgandafirði og á Akranesi sem ég þekkti líka. Dóra var sannur vinur og ég kem til með að sakna hennar mikið. Ég þakka góða samfylgd í gegnum árin. Innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna. Blessuð sé minningin um góða konu. Sigríður Bjarnadóttir. ✝ Birgir Björns- son fæddist á Siglufirði 17. sept- ember 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 16. ágúst 2022. Foreldrar Birgis voru Björn Þórðar- son skipstjóri, f. 19. september 1913 á Hraunum í Fljót- um, d. 5. janúar 2006, og Júlía Halldórsdóttir, f. 8. maí 1911 á Vémundarstöðum í Ólafsfirði, d. 25. október 1997. Systkini Birgis eru Þórir, f. 18. júní 1934, Auður, f. 16. febrúar 1936, Sverrir, f. 4. janúar 1939, og Ægir, f. 25. apríl 1940. Birgir giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Hrafnhildi Stef- ánsdóttur, f. 2. júlí 1937, hinn 5) Inga Margrét, fædd 26. sept- ember 1969, gift Erlendi Stein- ari Friðrikssyni og eiga þau tvö börn. 6) Yngst er Hulda, gift Herði Sævaldssyni og eiga þau eitt barn. Birgir ólst upp á Siglufirði, hann lauk prófi frá gagnfræða- skóla Siglufjarðar og hóf svo nám í bifvélavirkjun við Iðn- skóla Reykjavíkur og lauk námi hjá Sveini Egilssyni í Reykjavík. Birgir fékk sveins- bréf í bifvélavirkjun 6. júní 1959 og meistarabréf 21. jan- úar 1963. Hann rak bifreiða- verkstæði í mörg ár á Siglu- firði og vann um tíma hjá Siglufjarðarkaupstað á vinnu- vélum og við viðhald þeirra. Birgir starfaði í Badminton- félagi Siglufjarðar, Bridge- félaginu og í Kiwanisklúbbnum Skildi. Útför Birgis fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 26. ágúst 2022, klukkan 13. 17. september 1959. Eignuðust þau sex börn, þar af komust fimm á legg. Barnabörnin eru 17 og barna- barnabörnin orðin 30. 1) Stefán, f. 2. mars 1958, giftur Svövu Gunnars- dóttur og eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. 2) 21. júní 1959 fæddist þeim andvana stúlka. 3) 5. júní 1961 fæðist Júlía Birna, en hún er gift Guðna Margeiri Sölvasyni og eiga þau fimm börn og 12 barnabörn. 4) Herdís er næst í röðinni, fædd 8. september 1962, en hún er gift Sæmundi Pálma Jónssyni og eiga þau fjögur börn og 13 barnabörn. Í dag kveð ég elsku afa Bigga. Það eru svo ótalmargar minning- ar sem koma upp í hugann því ég var svo heppin að eiga alltaf gott samband við afa. Það var svo gott að koma til afa og ömmu í heimsókn og yndislegt að fylgj- ast með einstöku sambandi þeirra, þau voru alla tíð samrýnd og mjög innileg hvort við annað. Það var gaman að spjalla við afa og alltaf stutt í grínið hjá honum. Hann hafði samt sterkar skoð- anir á flestum hlutum og lá ekk- ert á þeim. Á mínum yngri árum fór afi með okkur krakkana í torfærur á Troopernum, keyrði á fullu í gegnum skaflana og stundum festum við okkur, það var skemmtilegast. Afi bauð okkur alltaf á jólaball Kiwanis, hann kom uppáklæddur og sótti okkur og við áttum góða stund saman. Afi var mikill sprellikall og fífla- ðist mikið í okkur og við höfðum mjög gaman af því. Á skrifborðinu afa voru alltaf krossgátur sem hann var að glíma við, kapall og bókhald síð- ustu áratuga. Afi var virðulegur og flottur maður sem ég leit upp til. Hann var góður við fjölskylduna og stóð alltaf með sínu fólki. Hann var dásamlegur maður. Elsku afi minn, ég kveð þig nú með söknuði. Það verður skrítið að geta ekki komið við hjá þér og spjallað um allt og ekkert. Ég mun passa vel upp á ömmu. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Þín Sigurlaug Ragna Guðnadóttir (Silla). Elsku besti afi Biggi. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu í heimsókn. Þú varst alltaf tilbúinn til að fíflast með mér, dansa og syngja. Við áttum meira að segja okkar eigið handaband sem við bjuggum til. Stundum voru lætin í okkur svo mikil að amma þurfti að skamma okkur en þá hlógum við bara ennþá meira. Þótt þú værir kom- inn á sjúkrahúsið héldum við áfram að fíflast og dansa og ég skreið svo alltaf upp í rúmið til þín og við spjölluðum saman. Þú sýndir mér mikinn áhuga og sagðir að ég yrði að vera dugleg að æfa til þess að verða jafn góð og þú í badminton. Það ætla ég svo sannarlega að gera, verða eins og þú. Mikið á ég eftir að sakna þess að koma til þín og fíflast með þér. Þín afastelpa Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir. Í dag kveðjum við kæran vin, bróður og mág, Birgi Björnsson. Hann var ári yngri en Auður en þau ólust upp á Hafnargötu 6, fimm systkini, börn Júlíu Hall- dórsdóttur og Björns Þórðarson- ar, sem þau eignuðust á sex ár- um. Nærri má geta að mikið álag hefur verið á tengdamóður minni þar sem Björn var í siglingum stríðsárin og á vertíðum í Vest- mannaeyjum og víðar á vetrum. Við þessar aðstæður ólst Birgir upp. Hann fór snemma að vinna eins og öll börn gerðu á þessum tíma. Hann var kraftmikill ung- lingur og mér er í minni, að ég kom í kaffisopa hjá Júlíu, var þá að eltast við Auði, en þegar ég kom út var jeppinn horfinn sem ég var á. Birgir þurfti að prófa hann, nokkuð löngu áður en hann tók bílpróf. Birgir fór ásamt Ragnari Guðmundssyni til Reykjavíkur að læra bifvéla- virkjun hjá Sveini Egilssyni. Þá bjó hann hjá okkur Auði einn vetur. Ég minnist þess að okkur munaði ekki um að hlaupa ofan frá Flókagötu niður í Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar sem var við Lindargötu til að fara í áhalda- leikfimi, en þar þjálfaði Siglfirð- ingurinn Vigfús Guðbrandsson. Birgir og Hrafnhildur hófu bú- skap í Reykjavík árið 1958. Hann lauk námi 1959 og fluttu þau þá til Siglufjarðar. Birgir og Ragnar fóru að reka verkstæði í smur- stöð sem Olís átti sunnan við öldubrjótinn. Seinna unnu þeir báðir hjá Áhaldahúsi Siglufjarð- ar en á þessum árum var mikið um að vera í Siglufirði. Nýtt sjúkrahús var vígt 1965, Stráka- göng vígð 1967, Neðri virkjun í Fljótaá 1976 og hitaveitan tekin í notkun 1978. Áhaldahúsið sá um snjómokstur inn að Ketilási fyrir Vegagerðina. Það kom í hlut Birgis að aka jarðýtu við það verk, sem var mjög hættulegt í Mánárskriðum og víðar á vegin- um um Almenninga. Birgir og Ragnar, ásamt fleiri iðnaðar- mönnum, byggðu iðnaðarhús- næði árið 1978, sem þeir nefndu Kamb. Þar voru þeir hvor með sitt bifreiðaverkstæðið sem þeir ráku í mörg ár, eða þar til þeir létu af störfum. Birgir starfaði í nokkrum félögum, m.a. Badmin- tonfélaginu. Þar spiluðum við saman ásamt Þóri í mörg ár. Hann var félagi í Kiwanisklúbbn- um Skildi í áratugi og naut þess að starfa þar með félögum sínum að góðum málefnum fyrir bæj- arfélagið okkar. Biggi og Rabby, eins og þau voru kölluð, voru dugleg að fara á mót hjá Kiw- anis, hvort sem það var innan- lands eða erlendis, og ferðuðust víða. Eignuðust fjölda vina og nutu þess að ferðast. Þau áttu lengst af heimili á Aðalgötu 3 í Siglufirði. Þaðan eigum við Auð- ur og fjölskylda okkar góðar minningar um ýmsa viðburði hjá þeim sem við þökkum nú fyrir. Þau fluttu í Skálarhlíð nokkru eftir að Biggi fékk heilablæð- ingu. Sá tími reyndist styttri en Rabby hafði vonað. Hann dvald- ist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og andaðist þar 16. ágúst. Hann leggur nú í þá ferð sem við öll munum fara. Við óskum honum góðrar ferðar og vitum að vel verður tekið á móti honum. Við Auður vottum elsku Rabby og fjölskyldunni samúð á erfiðum tímum. Sverrir Sveinsson. „Sæll vinur. Biggi Björns hérna.“ Svona byrjuðu mörg sím- töl frá tengdaföður mínum, sama hvort hringt var í varahlutaversl- anir eða fjölskyldu. Reyndar lærðist fljótlega að heimafólk á Sigló talaði um hjónin Bigga og Rabbý í sömu andrá. Þau voru jafnaldrar sem fylgdust að frá 14 ára aldri, eignuðust sex börn og komust fimm þeirra á legg. Biggi var Siglfirðingur inn að beini, léttur í fasi og var einn af þeim sem tók virkan þátt í samfélag- inu. Hann var lífsglaður og skemmtilega vel lesinn náungi sem fylgdist vel með dægurmál- um, hafði skoðanir á flestu og kom oft með sniðugar leiðir að lausn mála. Heimavöllur Bigga var Siglu- fjörður. Hann unni bænum og þar bjó hann alla tíð, fyrir utan námsár í Reykjavík. Kiwanis- klúbburinn Skjöldur stóð honum ætíð nærri og var honum treyst til margra trúnaðarstarfa. Fór fjölskyldan í mörg ánægjuleg ferðalög með Kiwanisfélögum innanlands sem utan. Biggi hafði einnig afar gaman af spila- mennsku og var brids eitt af áhugamálunum. Mótspilari til langs tíma var Steini verkfræð- ingur. Minntist Biggi oft á hve vel þeir hefðu náð saman í spila- mennsku. Á efri árum tóku þau hjónin fullan þátt í félagsstarfi eldri borgara á Sigló. Mörgum þóttu eftirminnilegar ferðir und- ir hans leiðsögn. Sjaldan varð honum orða vant og ef upplýs- ingar vantaði var bara fyllt í eyð- ur, enda inntakið að hafa gaman af. Bílar, vinnuvélar og tæknibún- aður voru í senn áhugamál og starfsvettvangur Bigga. Eftir bifvélavirkjanám stofnaði hann bílaverkstæði Birgis Björnsson- ar á Siglufirði. Við gerð Stráka- ganga vann hann einnig á vinnu- vélum samhliða rekstri verkstæðisins. Vinnudagar voru oft langir sökum tíðra bilana og áhugasemi Bigga. Undirritaður óskaði nokkrum sinnum eftir leiðsögn við bílaviðgerðir, sem var alveg sjálfsagt, en þó ekki fyrr en í lok vinnudags. Fljótlega greip hann þó inn í verkið og benti á að það vantaði allan aga og skipulag. Ég þyrfti að búa til vinnuaðstöðu, það þýddi ekkert að vera á eilífu rápi eftir verk- færum! Að loknu verki kom síðan góðfúsleg ábending um að verk- færin þyrfti að þrífa og þau ættu öll vísan stað! Þarna lærðist mikilvæg lexía sem enn er farið eftir. Loksins skildi ég hvernig hann afkastaði svona miklu. Skipulag og vinnusemi var lyk- ilinn. Fjölskyldan var alltaf mið- punktur í lífi Bigga, óhætt er að segja að þar hafi stöðugleiki ver- ið lykilbreyta. Fjárfest var í eldra húsi að Aðalgötu 3 í miðbæ Siglufjarðar og það endurbyggt að mestu. Næstu fimmtíu árin bjó fjölskyldan þar og var lögð alúð í að hafa húsið og umhverfi þess snyrtilegt. Þrátt fyrir að Sigló væri miðpunktur í lífi Bigga var hann á margan hátt heimsborgari. Hann fylgdist vel með heimsmálum og var vel að sér í landafræði og sögu. Ferða- lög innanlands sem utan var eitt af áhugamálum þeirra hjóna alla tíð. Fékk maður á tilfinninguna að þau hefðu komið á flesta staði, utan Ameríku og heimskaut- anna! Líklega endurspeglast lífs- sýn þeirra hjóna í afkomendum. Hluti þeirra byggir enn Siglu- fjörð á meðan aðrir sækja fram víða um heim. Takk fyrir samfylgdina vinur. Hörður Sævaldsson. Birgir Björnsson Elskulega móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANDÍS JÓNASÍNA ÞÓRODDSDÓTTIR GÓA, Sunnuhvoli, Hofsósi, lést laugardaginn 20. ágúst. Útförin mun fara fram í Hofsóskirkju föstudaginn 2. september klukkan 15. Útförinni verður útvarpað á FM 104. Þórdís Ólöf Eysteinsdóttir Níels Ragnar Björnsson Gunnar Jón Eysteinsson Ólinga Björnsdóttir Eydís Eysteinsdóttir Haraldur Smári Haraldsson Sigurlaug Vordís Eysteinsd. Sigfús Arnar Benediktsson barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GRÓA BJARNADÓTTIR lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi miðvikudaginn 24. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Eyrún Harpa Hlynsdóttir Torfi Jóhannsson Berglind Hrönn Hlynsdóttir Steinar Smári Einarsson Arnþór Ingi Hlynsson barnabörn og systkini Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi INGVAR GÍSLASON fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem lést miðvikudaginn 17. ágúst verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 13. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Þann 22. ágúst kvaddi ég einstakan vin í síðasta skipti. Maður kynnist fjölda fólks á lífsleiðinni en það er óhætt að segja að þessi átti sér engan líka. Gummi hafði einstaka nær- veru, var rólegur og yfirvegaður. Hann fylgdist vel með og var alltaf upplýstur um það sem var að gerast í samfélaginu. Hann hafði alltaf tíma til að spjalla (stundum of mikinn tíma) Guðmundur Hansson ✝ Guðmundur Hansson fædd- ist 12. maí 1962. Hann lést 5. ágúst 2022. Útför Guð- mundar var gerð 22. ágúst 2022. og það var hægt að ræða við hann um hvað sem var, mað- ur kom aldrei að tómum kofanum. Við vorum ekki allt- af sammála en gát- um rökrætt um hlutina og oftast virt skoðanir hvor annars. Hann hefur kennt mér ótal hluti í gegnum tíðina, sumt gott, ann- að síðra. Sumt kenndi hann mér viljandi og annað óviljandi. Hann hafði einstakt auga fyrir „litlu hlutunum“ og var alltaf að spá hvað mætti bæta eða gera betur. Hæfileikar hans til að hrósa fólki og koma auga á kosti þess var einstakur, en hann var einnig lunkinn við að benda fólki á atriði sem honum þótti það mega laga, án þess að móðga viðkomandi. Hann kenndi sjálfan sig við risaeðlu og var stoltur af því að vera með gamlan „spjallsíma“. Hann vildi hafa ákveðna stjórn á hlutunum í kringum sig, en því miður tókst honum ekki að ná stjórn á Bakkusi, sem end- aði á að drekka hann undir borð- ið. Gummi samdi ljóð sem honum þótti einstaklega gaman að fara með fyrir ókunnuga til að kveikja bros á vörum þeirra. Í dag held ég að þetta ljóð eigi betur við um hann en nokkurn annan. Another day, another year, winter and summer too. There will never be another you. Hvíl í friði elsku vinur, það voru forréttindi að eiga þig að. Þorgeir Valur Ellertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.