Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Marta Guðjónsdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að fara fram á umræður um Reykja- víkurflugvöll á fyrsta borgar- stjórnarfundi eftir sumarfrí, en fundurinn verð- ur haldinn í byrjun septem- ber nk. Tilefnið er það almenna mat jarðvísinda- manna að nú sé hafið nýtt elds- umbrotaskeið á Reykjanesi. Hef- ur einn vísinda- manna meðal annars sagt hugsanlegt stæði flugvallar í Hvassahrauni staðsett „ofan í eld- gosabelti“. „Vegna tíðra jarðskjálfta og eldsumbrota á Reykjanesi er nú orðið nokkuð ljóst að ekki er skyn- samlegt að leggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Þá er það nokkuð ljóst að hvergi verður fullbyggður flugvöllur á næstu 10 til 15 árum. Þetta er skoðun Icelandair, helstu jarðvísindamanna þjóðarinnar og fagmanna í gerð flugvalla,“ segir Marta í samtali við Morgunblaðið og heldur áfram: „Reykjavíkurflugvöllur er mið- stöð innanlandsflugs, mikilvægur fyrir sjúkraflug og eini varaflug- völlur millilandaflugs á suðvestur- horni landsins. Vegna tíðra eld- gosa að undanförnu verður hlutverk hans nú mun mikilvægara en það hefur lengi verið, einkum af öryggisástæðum. Oft hefur verið þörf á skynsamlegri umræðu um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar en nú er umræðan hins vegar nauðsynleg,“ segir hún. Flugvöllurinn ekki á förum Aðspurð segir Marta ljóst að Reykjavíkurflugvöllur fari hvergi á næstu árum. „Kjarni málsins er auðvitað sá að borgarstjórnarmeirihlutinn hef- ur þrengt að starfsemi Reykjavík- urflugvallar síðasta áratuginn og nú síðast með því að brjóta samn- ing við ríkið með áætlunum um enn eina byggðina innan helgunar- svæðis hans. Við hljótum öll, óháð skoðun okkar á staðsetningu flug- vallarins, að sjá að núverandi flug- völlur er ekki á förum næstu árin. Og að mikilvægt sé að tryggja öruggar flugsamgöngur til og frá höfuðborginni, sem er auðvitað miðstöð stjórnsýslu og heilbrigðis- þjónustu landsmanna,“ segir Marta enn fremur. Vill umræðu um flug- völlinn í borgarstjórn - Ekki verður horft framhjá jarðskjálftum og eldgosum Marta Guðjónsdóttir Morgunblaðið/Eggert Byggingarland? Borgarstjóri vill flugvöll burt úr Reykjavík og horfir til svæðis hvar jarðeldar eru tíðir. Borgarfulltrúi kallar eftir alvöruumræðu. Óvíst er hvort ríkissaksóknari hafi eða muni áminna vararíkissaksóknara fyrir ummæli sem hann lét falla í garð samkynhneigðra á opinberum vettvangi. Ummælin vöktu mikil viðbrögð meðal almennings og reiði. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki viljað svara erindum Morgunblaðsins alla þessa viku. Til stóð að fá á hreint hvort ummæli vararíkissaksóknara kæmu til með að draga dilk á eftir sér. Í Morgunblaðinu 12. ágúst síðastliðinn sagðist Sigríð- ur enn vera með á sínu borði mál Helga Magnúsar Gunn- arssonar vararíkissaksóknara. Síðan þá hefur ekkert um málið spurst. Stjórn Samtakanna ’́78 ákvað í júlí að kæra Helga Magnús fyrir ummæli sem sneru að málum samkynhneigðra innflytjenda. Skrifaði Helgi Magnús á Facebook: „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur ekki sér til bjargar? Þar fyrir utan – er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Ríkissaksóknari þögull í máli Helga Sigríður J. Friðjónsdóttir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóð- minjavarðar. Harpa á að baki tuttugu ára feril við söfn og hefur frá 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á staf- ræna miðlun. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdents- prófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne-háskóla og lauk þaðan gráðu árið 1998. Starfaði síðan við ýmis verkefni á sviði safna og menningarmála í Frakklandi til 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnun- arsafns Íslands í Garðabæ og gegndi því til 2017, að hún tók við stjórn Listasafns Íslands. Jafnhliða hefur hún gegnt ýmsum félagsstörfum. Ráðherra nýtir heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins til að flytja embættismann milli stofnana við skipun Hörpu í embætti þjóðminjavarðar nú. Hún kemur til starfa í október næstkomandi. „Ég er full tilhlökkunar gagnvart nýjum verkefnum,“ segir Harpa sem er dóttir þeirra Maríu Heiðdal og Þórs Magnússonar sem var þjóð- minjavörður á árunum 1968-2000. Starfi þjóðminjavarðar fylgdi lengi búseta í safnhúsinu við Suðurgötu í Reykjavík og þar átti Harpa heima með foreldrum sínum og bræðrum til sjö ára aldurs. „Margar af æskuminningum mín- um, og sumar þær skemmtilegustu, eru frá þeim tíma að fjölskyldan átti heima á þeim ævintýralega stað sem Þjóðminjasafnið var og er. Ég er því í ákveðnum skilningi að snúa til baka á uppeldisstöðvarnar, enda þótt safn- húsið sé allt öðruvísi nú en þegar ég ólst þar upp og sýningar og starfsemi þess sömuleiðis,“ segir Harpa í sam- tali við Morgunblaðið. „Skilningur okkar og sýn á fortíðina er í sífelldri þróun, samanber að grunnsýning safnsins er nú 20 ára gömul og margt hefur breyst í sýningahaldi á þeim tíma. Ég tek við starfi þjóðminjavarð- ar með þá reynslu sem ég hef öðlast, bæði við að stjórna Hönnunarsafni Ís- lands og svo Listasafninu. Ég hlakka til að hitta allt það reynslumikla fólk sem starfar í Þjóðminjasafninu og vinna með því, af þeim metnaði og al- úð sem einkennir störf þeirra.“ sbs@mbl.is Harpa skipuð þjóðminjavörður - Ólst upp í safnhúsinu við Suðurgötu Harpa Þórsdóttir Frelsisvitinn, skúlptúr eftir listamanninn Jo Kley, var hífður á sinn stað á Hellissandi á Snæfellsnesi í gær. Verkið er hluti af stórri listaverkaröð hans, KleyCity, sem samanstendur af hátt í þrjátíu vitum víðs vegar um heiminn. Listamaðurinn nýtti til sköpunarinnar vinnu- aðstöðu í listhúsinu Saltporti á Snæfellsnesi. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Frelsisvitinn rís á Hellissandi Þjóðminjasafnið Eitt af höfuðsöfn- unum og starfið í sífelldri þróun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.