Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 _ Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í gær fyrsta hringinn á Indoor Golf Group Chal- lenge-mótinu á pari, en mótið er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Leikið er í Helsingborg í Svíþjóð. Guðmundur fékk einn örn, þrjá fugla, tvo skolla og einn þrefaldan skolla á holunum átján. Hann hefði verið á meðal 20 efstu, ef ekki hefði verið fyrir slæma fimmtu holu en hún er par fjögur og lék Guð- mundur hana á sjö höggum. Hann er sem stendur í 82. sæti. Annar hring- urinn verður leikinn í dag og kemur þá í ljós hvort Guðmundur komist í gegn- um niðurskurðinn. _ ÍBV mætir ísraelska liðinu Holon í 1. umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Báðir leikirnir fara fram í Vestmannaeyjum helgina 10.-11. sept- ember. Fyrri leikurinn fer fram laug- ardaginn 10. september klukkan 18 og sá síðari fer fram daginn eftir, einnig klukkan 18. Samanlögð markatala gild- ir til sigurs í einvíginu sem gefur sæti í 2. umferð keppninnar. _ Aksturskappinn Daniel Ricciardo, sem hefur ekið fyrir McLaren í Form- úlu-1 frá því á síðasta ári, mun ekki aka áfram fyrir liðið á næsta tímabili eftir að forsvarsmenn þess og Ricciardo komust að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningi hans ári áður en hann átti að renna út. Alls hefur Ricci- ardo unnið átta kappakstra í Formúl- unni á ferli sínum. Þar á meðal vann hann í kappakstrinum í Monza á Ítalíu á síðasta tímabili, sem er jafnframt eini sigur McLaren undanfarinn ára- tug. _ Knattspyrnumaðurinn Serge Aurier er á leið til Nottingham Forest, nýliða í ensku úrvalsdeildinni. Verður hann sautjándi leikmaðurinn sem liðið sem- ur við í sumar. Óhætt er að segja að Forest hafi farið mikinn í félaga- skiptaglugganum í sumar þar sem liðið hefur eytt um 125 milljónum punda í leikmennina sextán og er komið langt með að búa til glænýtt lið fyrir átökin í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Sam- kvæmt Daily Mail er Aurier næstur í röðinni, en honum er frjálst að semja við hvaða lið sem honum þóknast þar sem samningur hans við spænska liðið Villarreal var ekki endurnýjaður. _ Heimir Óli Heimisson hefur ákveðið að taka slaginn með karlaliði Hauka í handknattleik á komandi tímabili. Heimir Óli leikur í stöðu línumanns og hafði reiknað með að leggja skóna á hilluna að síðasta tímabili loknu, að því er kemur fram á Handbolta.is, en í til- kynningu frá handknattleiksdeild Hauka var greint frá því að hann kæmi til með að leika með Hafnarfjarðarlið- inu á tímabilinu sem brátt fer í hönd. Þráinn Orri Jónsson, annar línumaður í röðum Hauka, gekkst undir að- gerð vegna kross- bandaslita seint á síðasta tíma- bili og verður frá fram á næsta ár. Gunnar Dan Hlynsson, enn annar línumað- ur hjá Haukum, sleit þá krossband fyrir um mánuði síðan og verður ekkert með á komandi tímabili. Eitt ogannað Julius Jucikas er genginn til liðs við karlalið Stjörnunnar í körfuknatt- leik og mun hann leika með liðinu á komandi keppnistímabili í úrvals- deild karla, Subway-deildinni. Það var Karfan.is sem greindi frá þessu í gær en Jucikas, sem er 32 ára gamall Lithái, lék með Nept- unas í heimalandi sínu á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 7 stig og tók þrjú fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan hafnaði í 6. sæti úr- valsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í 8-liða úrslitum Ís- landsmótsins eftir tap gegn Val. Lithái í Garðabæinn Ljósmynd/Þórir Tryggvason Þjálfarar Arnar Guðjónsson og Ingi Þór Steinþórsson stýra Stjörnunni. Íslenska kvennalandsliðið í golfi er í 34. sæti eftir tvo daga á heimsmeist- aramóti áhugamanna í golfi, en leikið í Frakklandi. Keppt er á tveimur völl- um; Le Golf National og Golf de Saint-Nom-La-Bretèche, sem eru rétt utan við París. Andrea Bergsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhild- ur Kristinsdóttir skipa íslenska liðið, sem er á samtals 15 höggum yfir pari. Hulda hefur leikið best íslensku kylfinganna en hún er á samanlagt fimm höggum yfir pari. Ragnheiður er á tíu höggum yfir pari og Andrea á tólf höggum yfir pari. Ljósmynd/GSÍ Landsliðið Íslenska liðið keppir á HM í Frakklandi um þessar mundir. Ísland í 34. sæti í Frakklandi BLAK Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég hef sloppið rosalega vel og get lítið kvartað miðað við aðra,“ sagði Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðsfyrirliði í blaki, í samtali við Morgunblaðið. Íslenska landsliðið mætir því finnska í Salo á morgun í þriðja leik sínum í undankeppni EM. Ís- lenska liðið hefur á tæpri viku leikið útileiki við Tékkland og Svartfjallaland og því hefur liðið ferðast víða undanfarna daga. Þá setti slæm matar- eitrun í Svartfjallalandi strik í reikninginn. „Það voru voru 2-3 sem köstuðu upp á flugvell- inum áður en við lögðum af stað frá Svartfjallalandi og svo er ein búin að vera frekar veik á öllu ferða- laginu okkar. Það er búið að reyna mjög mikið á okkur og ég vissi ekki að það væri hægt að lenda í svona miklu í einni ferð. Við vorum rosalega glaðar að komast burt frá Svartfjallalandi. Það var betra andrúmsloft þegar við stigum út úr vélinni í Vín,“ útskýrði Thelma. Eftir það fór allt niður á við Ferðalagið byrjaði vel og voru aðstæður í Tékk- landi góðar. „Það gekk allt rosalega vel í Tékk- landi. Þar fengum við leiðsögumann sem á að fylgja í öllum svona ferðum. Það er tengiliður sem hjálpar okkur ef eitthvað vantar og er með okkur á æfing- um. Umgjörðin þar var mjög flott, full stúka og flott hótel. Þar var allt eins og það á að vera.“ Eftir það kom hins vegar martröðin í Svartfjalla- landi, þar sem umgjörðinni var mjög ábótavant. „Aðstæður voru langt því frá að vera nógu góðar. Við þurftum að keyra í þrjá tíma til að komast á áfangastað, sem er rosalega langt. Við fengum svo engan leiðsögumann og við þurftum að redda okk- ur sjálfar. Við vorum heppnar með að það er ein í liðinu sem talar tungumálið og við gátum þannig reddað okkur á hótelinu. Það hefði verið enn meira vesen án hennar. Við eigum að fá hlaðborð í svona ferðum, en þarna þurftum við að velja af matseðl- inum og við vissum ekkert hvað var hvað,“ sagði hún og hélt áfram: Hent út úr herbergjunum „Daginn sem við komum var Finnland að spila við Svartfjallaland og því voru ekki nógu mörg tveggja manna hótelherbergi laus. Vegna þessa lentum við í veseni fyrsta kvöldið og svo þurftum við að breyta öllu til baka. Svo fengum við matar- eitrun þá nótt og þá lentum við í enn meira veseni. Eitt kvöldið lentu svo tvær í því að þær þurftu að færa sig, því það var búið að bóka herbergið þeirra. Matareitrunin var samt verst af þessu öllu.“ Íslenska liðið tapaði að lokum 0:3 fyrir Svart- fjallalandi í erfiðum leik, þar sem leikmenn voru bæði að glíma við veikindi og meiðsli. „Við lendum í því að einn besti leikmaðurinn okkar [María Rún Karlsdóttir] meiðist á morgunæfingu fyrir leikinn. Það var högg ofan á, þetta var sérstaklega slæmt því hún var ekki ein af þeim sem var búin að fá matareitrun. Við gíruðum okkur upp í leikinn með það hugarfar að við getum bara gert okkar besta. Það var ekkert annað í boði. Það var engin pressa og við studdum hver við aðra. Við þurftum að vera duglegar að láta vita hvernig okkur leið, svo við færum ekki að gera illt verra,“ sagði Thelma. Hún á von á erfiðum leik við Finnland á morgun, en Finnland vann 3:0-sigur á Svartfjallalandi. „Þær eru mjög sterkar og með sérstaklega sterkar miðjur. Þær tóku Svartfjallaland frekar sannfær- andi og notuðu miðjurnar, þar sem þær voru sterk- ari. Við einbeitum okkur að því að stöðva þær.“ Er að koma hægt og rólega Staðan á leikmannahópi Íslands er á leið í rétta átt, þótt nokkrir leikmenn séu enn að jafna sig. „Það eru allir að hressast. María kastaði samt mest upp í dag og það er ólíklegt að hún verði tilbúin fyrir leikinn á laugardag (á morgun) en aðr- ir leikmenn eru að koma til. Núna þegar við fáum almennilegt að borða er þetta að koma hægt og ró- lega.“ Íslenska liðið hefur átt erfitt uppdráttar í und- ankeppninni og tapað báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur karlaliðið einnig tapað öllum sín- um leikjum í undankeppninni en Thelma segir að- stæður á Íslandi erfiðar í samanburði við önnur lönd. Þurfa að borga úr eigin vasa „Staðan í dag er þannig að við erum að gera rosalega mikið af þessu sjálf. Við fjármögnum þessi verkefni sjálf og til að fjármagna verkefnin þarf að vinna og þegar þú ert að vinna geturðu ekki æft eins mikið. Þjálfarar sem koma erlendis frá þurfa að aðlagast íslenskum aðstæðum. Þeim finnst skrítið að leikmenn geti ekki mætt á æfingar tvisvar á dag. Við erum með rosalega ungt lið og ég er elst hérna úti en samt er ég bara 24 ára. Það er svakaleg uppbygging í gangi hjá okkur og von- andi getum við unnið lengi með þennan sama hóp og komist lengra saman,“ sagði hún. Þá þurfa leikmenn að borga úr eigin vasa til að fara í keppnisferðir með íslenska landsliðinu. „Já, það hefur alltaf verið þannig. Við í kvennaliðinu fengum aðeins meiri tíma en karlarnir og við feng- um styrki hjá fyrirtækjum. Við héldum bingó og erum að halda happdrætti sem stendur. Þegar þú deilir því niður á 13-14 leikmenn er þetta ekki mik- il niðurgreiðsla hjá hverri og einni. Núna erum við að borga 240.000 krónur til að fara í þessa ferð og strákarnir eru að borga enn meira, því ferðalögin þeirra eru erfiðari. Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði Thelma Dögg. Martröð í Svartfjallalandi Ljósmynd/Blaksamband Íslands Blak Íslenska landsliðið fyrir leikinn í Tékklandi. Thelma er númer 15, fimmta frá vinstri í efri röð. - Matareitrun og slæm umgjörð beið íslenska landsliðsins - Greiða úr eigin vasa Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við franska knattspyrnufélagið Paris Saint Germain. Hún kemur til stór- liðsins úr höfuðborg Frakklands frá Brann í Noregi. Berglind Björg, sem er þrítugur sóknarmaður, gekk til liðs við Brann í upphafi árs eftir hálfs árs dvöl hjá sænska úr- valsdeildarliðinu Hammarby. Hún hefur komið víða við á ferl- inum og þar á meðal áður leikið í Frakklandi, með Le Havre-tíma- bilið 2020/2021, auk þess að hafa leikið með AC Milan og Verona á Ítalíu og PSV í Hollandi. Þá hefur Berglind Björg raðað inn mörkum í efstu deild hérlendis fyrir Breiða- blik, ÍBV og Fylki, þar sem hún hef- ur skorað 135 mörk í 190 leikjum. Berglind hefur leikið 66 A-lands- leiki og skorað í þeim tólf mörk, en það tólfta var fyrsta mark Íslands á EM í sumar, gegn Belgíu. Parísarliðið endaði í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð, níu stigum á eftir meistur- unum í Lyon. Þá fór PSG í undan- úrslit Meistaradeildarinnar. Berglind gerði tveggja ára samning við Paris SG Ljósmynd/PSG París Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði tveggja ára samning við franska stórliðið Paris Saint-Germain í gær en hún kom til þess frá Brann í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.