Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Tokyo línan
Fáanlegt í svörtu, hnotu og eik
„ÉG VAR AÐ REYNA AÐ RÆKTA UPP ILLVÍGA
SÝKLASÚPU EN GÓÐGERLARNIR TÓKU
YFIR OG NÚ ER ÞETTA LÍFRÆN JÓGÚRT.“
„ÁTTIRÐU EKKI AÐ FESTA ÞETTA UTAN Á
HÚSIÐ?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda hita á hvort
öðru á köldum dögum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAÐA OFURKRAFT
MYNDIRÐU VILJA HAFA?
MAMMA, HVENÆR
LÆRÐIRÐU AÐ
PRJÓNA?
AÐ GETA FERÐAST AFTUR Í
TÍMANNOG KOMIST HJÁ
ÞESSARI SPURNINGU
LÍSA, EF ÞÚ VÆRIR
OFURHETJA…
TAKTU MIG
MEÐ ÞÉR
HAH! NÁÐI
ÞÉR!
FYRIR
LANGA
LÖNGU…
GVÖÖÖÐ!
Æ,
MAMMA!
ÞEGAR ÉG SAT INNI Í
FANGELSI Í SÍBERÍU
KENNDI ÉG SJÁLFRI
MÉR AÐ PRJÓNA HLÝ
FÖT Á SJÁLFA MIG
OG KLEFAFÉLAGA
MÍNA!
giftu sig í september 1969. For-
eldrar Júlíusar voru hjónin Jakob
V. Hafstein, f. 8.10. 1914, d. 26.8.
1982, lögfræðingur og listamaður,
og Birna Hafstein, f. 20.3. 1923, d.
1.10. 2007, verslunarmaður. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Börn Ernu og Júlíusar eru 1)
Birna Hafstein, f. 25.1. 1972, leikari
og MBA, formaður Félags lista-
manna í sviðslistum og kvikmynd-
um, býr í Reykjavík. Unnusti henn-
ar er Hauk Heyerdahl, fram-
kvæmdastjóri í Osló. Börn Birnu
eru Rökkvi Rúnar, f. 2009, Úlfhild-
ur Erna, f. 2011, og Hallgerður
Júlía, f. 2011. Faðir þeirra er Rúnar
Guðbrandsson leikstjóri. Synir
Hauks eru Sole, f. 2002, og Ivo, f.
2006; 2) Júlíus Hafstein, f. 30.5.
1976,viðskiptastjóri, býr í Reykja-
vík. Kona hans er Hrönn Óskars-
dóttir framkvæmdastjóri. Synir
þeirra eru Júlían, f. 2001, Lúkas, f.
2005, og Patrik, f. 2014, en fyrir átti
Júlíus Odd Bjarka, f. 1999 og er
móðir hans Elísabet Oddsdóttir.
Systkini Ernu eru Þorvaldur Ás-
geir, f. 1949, búfræðingur, búsettur
í Borgarfirði; Benedikt, f. 1954,
verkfræðingur, búsettur í Reykja-
vík; Haukur Þór, f. 1957, fram-
kvæmdastjóri, búsettur í Borgar-
firði og Hörður, f. 1963, fram-
kvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Ernu voru hjónin
Haukur Þ. Benediktsson, f. 29.2.
1924, d. 30.8. 2008, framkvæmda-
stjóri Borgarspítalans, og Arndís
Þorvaldsdóttir, f. 23.3. 1924, d. 23.1.
2003, kaupmaður í Borgarljósum.
Þau bjuggu í Reykjavík.
Erna
Hauksdóttir
Guðfinna Magnúsdóttir
húsmóðir í Gerðahreppi, Reykjavík og
Hafnarfirði, f. á Beitistöðum í Leirársveit
Guðmundur Sveinsson
bóndi á Snæfellsnesi, síðar
sjómaður í Reykjavík
Eyvör S.S. Guðmundsdóttir
húsmóðir í Hafnarfirði og Reykjavík
Þorvaldur Kristjánsson
málarameistari í Hafnarfirði og Reykjavík
Arndís Þorvaldsdóttir
kaupmaður í Borgarljósum,
bjó í Reykjavík
Guðríður Þorvaldsdóttir
ljósmóðir á Blönduósi, f. í
Hofteigi á Jökuldal
Christian Björn Berndsen
verslunarmaður á Blönduósi
Soffía Jóhannesdóttir
húsmóðir í Stykkishólmi, frá
Svarfhóli í Stafholtstungum
Þorgrímur Ólafsson
húsmaður í Stykkishólmi
Sesselja Þorgrímsdóttir
húsmóðir á Ísafirði
Benedikt Gabríel G. Þ.Benediktsson
verkamaður á Ísafirði
Valgerður Þórarinsdóttir
húsmóðir í Bolungarvík,
frá Látrum
Benedikt Gabríel Jónsson
sjómaður og bóndi í Bolungarvík
Ætt Ernu Hauksdóttur
Haukur Þ. Benediktsson
framkvæmdastjóri
Borgarspítalans, bjó í Reykjavík
Hundadagar eru tiltekið skeið
sumars um heitasta tímann og
nú talið frá 13. júlí (Margrétar-
messu) til 23. ágúst eða 6 vikur hér
á landi. Ólafur Stefánsson, Syðri-
Reykjum, orti á þriðjudag, 23.
ágúst, við mynd af bakka hlöðnum
kræsingum:
Á Boðnarmjöðinn býst ég til að senda,
bakka hlaðinn, eftir gömlum hætti,
halda upp á að Hundadagar enda
og hægt verði að ljúka seinni slætti.
Guðrún Bjarnadóttir bætti við:
Hérna vil ég hundadaga enda,
held ég jafnvel árlega, og þá
með kökubakka jafnvel ljúfsæl lenda,
en lokaspurning: Hvern mætti ég slá?
Ingólfur Ómar sendi mér póst á
þriðjudaginn: „Nú leikur veðrið við
okkur þessa stundina. Mér datt í
hug að gauka að þér vísu“:
Glóey kyndir geislabrá
gyllir tind og ögur.
Himinlindin björt og blá
brosir yndisfögur.
Góður vinur minn sendi mér póst:
„Höfundur sögu Hafnarfjarðar,
sem út kom árið 1933, taldi sig hafa
fundið í verslunarskjölum Ham-
borgarkaupmanna að Hafnfirðing-
ar hefðu áður fyrr flutt inn fjarska
mikið te. Síðar kom í ljós, að höf-
undurinn hafði ruglað saman orð-
unum „Tee“ og „Teer“ sem er
tjara. Gerðu menn grín að þessu og
einn þeirra, Jón Helgason, orti svo
um þetta“:
Fyrst kom einn, sem breytti vatni í vín
og vann sér með því frægð sem aldrei
dvín
en annar kom og breytti tjöru í te
og tók að launum aðeins háð og spé.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
og kallar „Lífsgleði“:
Meðan ljóð og víf og vín
vekja glóð í hjarta,
syngur fugl og sólin skín
síst ég þarf að kvarta.
Og síðan yrkir Guðmundur um
„Bölsýni“:
Hallar degi, hrynja blöð,
hugann fyllir tregi,
dýpka ört hin væðu vöð,
varla dagsbrún eygi.
Jónas Árnason orti Veiðimanns-
eðli:
Sérhver fugl með flugprúða vængi
vakti fiðring hjá skotglaða Klængi.
Sama fiðring hann fann
er til himna kom hann
og sá englana alla með vængi.
Pétur Stefánsson að lokum:
Með sjálfsálit í hæstu hæðum
held ég áfram vísnaklóri,
í stóru magni og miklum gæðum
meðan ég á jörðu tóri.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hundadagar, te og tjara