Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
✝
Dóra Hannes-
dóttir fæddist í
Reykjavík 14. júní
1929. Hún lést 22.
ágúst 2022. For-
eldrar hennar
voru Hannes Frið-
steinsson, f. 3. jan.
1894, d. 27. júlí
1977, og Guðrún
Hallbjarnardóttir,
f. 3. feb. 1896, d.
29. júlí 1940, og
áttu þau fimm börn.
Dóra giftist Jóni Hólmsteini
Júlíussyni frá Þingeyri, f. 3.
jan. 1926, d. 2. feb. 2019. Börn
þeirra eru: 1) Guðrún, gift
Steingrími Haukssyni. 2) Frey-
steinn Guðmundur, giftur
Björgu Kjartansdóttur. 3)
Edda Ólína Sigríður. 4) Kol-
brún, gift Ólafi Björnssyni. 5)
Sigríður, í sambúð
með Heimi Barða-
syni. Barnabörn og
barnabarnabörn
eru 21 talsins.
Dóra starfaði
sem ritari og
gjaldkeri hjá
Blindrafélaginu og
sinnti félags-
störfum. Dóra var
virk í félagsmálum
Skátafélagsins
Kópa og starfaði þar með Urt-
unum sem og í Lionsklúbbnum
Ýri. Einnig var hún félagi í
Íþróttafélaginu Glóð í Kópa-
vogi og vann hún til fjölda
verðlauna í sundi á Lands-
mótum UMFÍ.
Útför Dóru fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 26.
ágúst 2022, klukkan 15.
Lífið hefur upp á margt að
bjóða. Eftir farsælt líf án teljandi
vandkvæða, eftir rúm 93 ár, þá
opnaði sólin dyr að nýjum degi á
sama tíma og móðir mín lyngdi
aftur augum sínum í síðasta sinn
og húm svefnsins lagðist yfir hjá
henni. Móðir mín tilheyrði þeirri
kynslóð fjölskyldna sem byggði í
Kópavogi á frumárum bæjarins.
Hún var mikil félagsvera og tók
þátt af áhuga í því sem henni
fannst áhugavert. Hún tók þátt í
starfi Skátafélagsins Kópa og
var ein af mæðrum skáta sem
störfuðu undir nafninu Urtur.
Sund var henni ein dásemd og
synti hún allt að 3 km á dag og
var öflug í sundi hjá Íþrótta-
félaginu Glóð. Við krossgátur og
lestur naut hún sín en var ekki
mikið fyrir að reyna að leysa
þjóðaróróa. En ef einhver í fjöl-
skyldunni þurfti á hjálp hennar
að halda þá var hún fyrst til að
veita stuðning. Í starfi sínu sem
ritari og gjaldkeri hjá Blindra-
félaginu kynntist hún því hvað
þröskuldar blindra voru oftar en
ekki háir og eftir vinnu tók hún
þátt í félagsstarfi og öllu sem til
féll í félagslífi Blindrafélagsins. Í
Sögu blindra á Íslandi segir:
Dóra Hannesdóttir, gjaldkeri á
skrifstofu Blindrafélagsins, hef-
ur af stakri alúð haldið til haga
ýmsum heimildum um félagið og
úrklippusafn hennar var mér
dýrmætt (ÞT). Hún hafði einnig
veg og vanda af því að útvega
myndir og myndatexta í samráði
við útgefendur. Einnig féll það í
hlut hennar, ásamt gjaldkera-
starfinu, að sjá um daglegan
rekstur happdrættis félagsins
sem og sjá um daglegan rekstur
húss Blindrafélagsins að Hamra-
hlíð. Hún hafði ekki hátt um
þessi störf sín og ábyrgð en naut
þess því enn betur að horfa á sól-
setur á Faxaflóa að heiman eða
njóta góðrar bíómyndar. Sum-
arbústaðarlíf var henni kærkom-
in hvíld frá öðrum verkum og var
hún ólöt við að skreppa þessa
100 km í Svarfhólsskóg um Hval-
fjörðinn og njóta verunnar þar.
Ekki skemmdi það neitt að henni
fannst mjög gaman að keyra.
Mamma var engin byltingarkona
nema á sinn eigin máta en hún
var traust og góð móðir, trú
störfum sínum og ábyrgð. Vin-
átta og vináttubönd voru henni
dýrmæt.
Góða ferð. Þinn sonur.
Freysteinn G. Jónsson.
Elsku hjartans mamma mín,
sterki og kröftugi kletturinn
minn fallinn frá. Máttarstólpinn
minn mikli farinn, horfinn, kem-
ur ekki aftur, ekki meir, elsku
mamma búin að yfirgefa þessa
jarðvist. Mamma mín, mamma
er svo magnað orð, eitthvað svo
svakalega stórt. Mamma mín
missti mömmu sína um 11 ára
aldur og hún sagði að hún hefði
oft í einrúmi sagt mamma, kallað
mamma, því hún hafði svo mikla
þörf fyrir að nota orðið. Hún
heyrði vinkonur og vini nota það
óspart eins og fólk gerir, þannig
að hún naut þess að segja
mamma í einrúmi. Ég hef getað
sagt mamma í 64 ár og fyrir það
er ég þakklát.
Ég sem hélt, mamma, að þú
værir ósigrandi, svo ósigrandi að
þú myndir jafnvel sigra dauðann
en svo bregðast krosstré. Þó veit
ég að þú heldur áfram á öðrum
slóðum eins og þú trúðir, þótt þú
hafir kvatt þessa jarðvist og sért
laus úr hylkinu. Þú hefur verið
sterkust, duglegust, skemmtileg-
ust, einlægust, viðkvæmust, svo
brothætt, en þótt þú værir orðin
93 ára var baráttuþrek þitt þér
og öðrum til handa svo öflugt.
Mig langar að heiðra minningu
þína með nokkrum kveðjuorðum
elsku mamma mín.
Sterka fallega mamma mín,
minningabrot koma upp í hug-
ann, ég sé þig á hlaupum í garð-
inum, unga og fallega með svarta
hárið þitt, ég sé þig sitja við
símaborðið, reykjandi, að tala við
Ástu systur þína, á þönum við
daglegt amstur hversdagsleik-
ans. Styrk hönd þín við stýrið.
Mamma bjargaði, mamma redd-
aði, mamma var alltaf til staðar.
Mamma mátti ekkert aumt sjá
og ég man jól þar sem hún stökk
af stað í leit að bróður sínum sem
var alkóhólisti því hún var hrædd
um hvar hann væri og á hátíð
ljóss og friðar ætti enginn að
vera einn. Stundum kom hún
tómhent en ég man eftir skiptum
sem Jón frændi kom og borðaði
með okkur.
Hún var öflugur talsmaður
þess að á Kársnesinu yrði byggð
sundlaug og gekk hún hús úr
húsi til að safna undirskriftum
ásamt því að skrifa til bæjar-
stjórnarinnar um nauðsyn þess
að hafa sundlaug í bæjarfélag-
inu. Hún var ein af mörgum
mömmum sem stofnuðu Urturn-
ar en það voru mömmur okkar
skátanna sem héldu utan um
fjáröflun og fleira og gerðu
skátafélagið Kópa sterkara og
öflugra með aðkomu sinni. Hún
þurfti ekki mína hönd að styðja
sig á neinu æviskeiði lífs síns. Ég
þurfti hennar til að leiða mig í líf-
inu og þarf enn hennar hönd, þó
að nú grípi ég í tómt. Hún
hringdi stundum tvisvar á dag:
hvert ertu að fara Edda mín,
ertu komin heim Edda mín, ég
vildi vita hvort allt væri í lagi.
Þar sem ég sat við rúmið
hennar undir það síðasta og hélt
í hönd elsku mömmu minnar og
lét hugann reika um líf okkar
saman kom margt upp í hugann
og sögubrotin flugu um en eftir
situr þakklæti, mikið þakklæti,
fyrir að þessi sterka, fallega
kona, sem gaf mér lífið og hélt
utan um mig alla mína ævi, sama
hvað, varð mamma mín. Kær-
leikurinn er sterkur í sorginni og
hann nýtum við okkur til að
heiðra minningu hennar elsku
mömmu.
Þú lifir í hjarta mínu mamma
mín og þar til við hittumst næst.
Þín elskandi dóttir,
Edda Ólína Sigríður.
Morgunsólin að koma upp eins
og hún er hvað fallegust, veðrið
blítt og fagurt. Mamma tekur
síðustu andardrættina fallega
eins og sólin sem hún elskaði.
Kveðjustundin var friðsæl og fal-
leg þegar hún flaug burt, von-
andi á betri stað þar sem pabbi
tekur vel á móti henni.
Það er sárt að missa mömmu
sína og kveðja frábæra konu sem
var órjúfanlegur hluti tilveru
minnar í öllu því sem ég tók mér
fyrir hendur.
Mamma mín var glæsileg
kona og mikill töffari sem ég hélt
að væri á undanþágu hjá almætt-
inu, svo hraust og lífleg var hún.
Betri mömmu, ömmu og lang-
ömmu er vart hægt að hugsa sér.
Hún hlúði vel að sínum stóra hóp
og alltaf var heimilið fullt af lífi
og fjöri. Hún átti farsæla ævi við
leik og störf. Mamma elskaði að
vera með fjölskyldu sinni og hún
hlúði vel að okkur öllum. Hún
var mikill íþróttaálfur og stund-
aði sund alla sína ævi, ásamt
línudansi og ringó á efri árum.
Hún hafði mikið yndi af því að
ferðast, bæði hérlendis og er-
lendis, og ekkert var skemmti-
legra en þegar fjölskyldan var
með.
Við höldum á lofti fallegum
minningum um elsku mömmu,
ömmu og langömmu sem var
hjartahlý, bóngóð og örlát með
eindæmum. Elsku mamma var
mjög góð kona, yndisleg
mamma, tengdamamma, amma
og langamma. Ógleymanleg.
Hvíldu í friði, elsku besta
mamma mín.
Þín dóttir
Sigríður Jónsdóttir.
Hvað maður saknar nú ynd-
islega fólksins síns sem límir til-
veruna okkar saman gegnum
súrt og sætt. Hún Dóra tengda-
mamma var sannarlega þannig
manneskja. Hún var falleg, ötul
og sérlega kraftmikil kona sem
iðulega leiddi hópinn þegar á
reyndi. Mikill prímusmótor, öll
sín gengnu spor. Það eru ekki
margar konur á áttræðisaldri
sem fá sér tattú … Tengda-
mamma kúla!
Dugnaður var henni í blóð
borinn og hún var atorkusöm í
öllu sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Íþróttamaður ársins 2010 hjá
Glóð! Geri aðrir betur!
Já, hún Dóra tengdamamma
skaraði aldrei eld að sinni köku
heldur deildi ávallt kökunni til
allra. Súkkulaðiköku, rjóma-
köku, pönnuköku eða þeirri köku
sem hún bauð upp á það sinnið.
Alltaf var hún tilbúin að gefa af
sér svo öllum liði vel.
Það var henni mikilvægt. Að
öllum hennar liði vel. Alltaf.
Ávallt var hún vakin og sofin
yfir stórri fjölskyldu og fylgdist
afar náið með hvað hver og einn
var að sýsla.
Hún Dóra var algert gull:
Allt það litla smáræðis,
allt sem á ég að.
Svo engu góðu gleymi,
innst í hjarta geymi.
(HB)
Við sem eftir sitjum reynum
að ná tangarhaldi á morgunroð-
anum.
Heimir Barðason.
Ég var ekki há í loftinu þegar
mamma og pabbi skildu og við
mamma fluttum í kjallarann hjá
ömmu og afa – í Skólagerðinu í
vesturbæ Kópavogs. Fyrstu árin
mín fékk ég að njóta verndar og
leiðsagnar ömmu en þar bjugg-
um við næstu árin – alla mína
barnæsku fram til unglingsár-
anna. Sem einstæð móðir varði
mamma miklum tíma í vinnu og
ég fékk að njóta þessa tíma í
vernd og velvild ömmu minnar
og afa. Ég svaf á milli þeirra á
næturnar og vaknaði með tærn-
ar á henni í andlitinu. Hún fór
jafnan til fóta svo hún gæti sofið
fyrir mér. Ég geri þetta sama í
dag þegar mín börn klifra upp í.
Hún fór á hnén á kvöldin, fór
með faðirvorið og kenndi mér að
trúa á guð og kærleikann. Ég
fann í hjarta mér fallega sam-
bandið sem amma átti við sinn
Guð og seinna meir varð þetta
samband að mínu. Yfir rúminu
hékk mynd af englum sem fyrir
litlu barni voru alvöru englar
sem höfðu náðst á mynd. Trú
ömmu var svo áþreifanleg og
heilagur hlutur, bæði fyrir henni
og mér. Hún talaði aldrei um
trúna sína eða Jesú Krist en hún
lifði samt af mikilli sannfæringu
eftir gildum kristinnar trúar og
lifði með kærleikann að leiðar-
ljósi alla daga lífs síns.
Amma hafði á stundum á sér
harðan skráp enda var líf hennar
enginn dans á rósum. Hún missti
mömmu sína aðeins tíu ára göm-
ul og þurfti snemma að læra á
andstreymi lífsins. Hún axlaði
mikla ábyrgð á bæði systkinum
sínum og öllum sem voru henni
nærri. Hún var alltaf tilbúin að
hjálpa og það var sama hver var.
Fljótlega eftir flutning okkar
mömmu í Skólagerðið hófu
amma og afi uppbyggingu á sum-
arhúsi í Hvalfjarðarsveit, ásamt
sínum börnum og mökum. Þar
dvaldi ég löngum stundum með
mínum uppeldissystkinum og
systkinum mömmu. Á þessum
árum kynntist ég íslenskri nátt-
úru og fékk að ganga hæðir og
hóla með ömmu í bláberjaleit
meðal lambasparða og birkitrjáa.
Amma með sígarettu í annarri, í
gulu stígvélunum sínum með
málningarslettum og bláberjalit-
aða putta. Í sveitinni blómstraði
amma og sjaldan sá ég hana
brosa eins mikið eins og þegar
hún var að brasa uppi í bústað.
Þegar árin liðu og ég flutti
lengra frá þá hélt hún fast í okk-
ar nána samband og hvort sem
ég var við nám erlendis eða á
ferðalögum, sendi hún linnulaust
til mín bréf, íslenskt nammi,
hugrenningar og hughreysting-
ar. Bréfin voru frásagnir af dag-
legu lífi og amstri þjóðlífsins á
hverjum tíma, en sögðu þá sögu
að hún elskaði mig og að hún biði
minnar endurkomu. Hún var
alltaf til staðar, hvort sem ég var
á staðnum eða ekki og kenndi
mér enn og aftur á linnulausan
kærleikann sem ávallt geymir en
aldrei gleymir.
Á þessum árum, þegar ég var
í burtu, gekk mikið á hjá ömmu
en Ásta systir hennar barðist þá
við veikindi og amma barðist
með henni, eins og henni var lag-
ið. Hún talaði mikið um elsku
Ástu, systur sína. Ég veit það
tók mikið á hana þegar hún féll
svo frá eftir margra ára verki og
vanlíðan. Nú eru þær systur
loksins saman og hjarta mitt
gleðst fyrir það að ég veit að
amma fær nú að taka utan um
allt sitt fólk sem hún sá veikjast
og deyja, sumt langt fyrir aldur
fram.
Elsku amma mín, ég fæ ekki
lengur að halda í höndina þína
eða að hlusta á tuðið í þér eða
kyssa þig á kinn en alltaf þegar
ég geng meðal birkitrjáa mun ég
finna fyrir hendinni þinni og
heyra hláturinn þinn.
Ég bið að heilsa Ástu þinni og
öllu fallega fólkinu okkar.
Elska þig að eilífu. Sjáumst
fljótlega.
Þín
Fjóla Björk
Eitt er víst að við deyjum öll á
endanum, en ef einhver gæti lif-
að að eilífu þá var ég alveg viss
um að það væri hún amma. Kona
úr stáli, ein sú allra duglegasta
og sterkasta sem ég hef kynnst
en á sama tíma svo hlý. Amma
mín var engri lík.
Ég á ótal dýrmætar minning-
ar sem ég mun geyma í hjarta
mínu. Berjamór uppi í sumarbú-
stað, kapall í Skólagerðinu þar
sem alltaf var til útlenskt nammi.
Þegar hún söng mig og bróður
minn í svefn. Óteljandi skipti
sem hún hræddi úr mér líftóruna
skutlandi mér hingað og þangað.
Sveskjugrauturinn sem hún
bauð mér alltaf, en ég afþakkaði
með bros á vör, og svo mætti
lengi telja.
Elsku amman mín, ég ber
stolt nafnið þitt alla daga þar til
minn tími kemur. Elska þig allt-
af.
Þín
Dóra.
Nú er elsku amma farin og
skilur eftir sig góðar minningar.
Amma var hress og glöð og það
var svo gott að spjalla við hana.
Það var gaman að koma við í
Skólagerðinu. Þá var amma yfir-
leitt nýkomin úr sundi og ekki
fékk maður að fara heim án þess
að fá hressingu. Iðulega var
maður fenginn í smá tæknilega
aðstoð í leiðinni, eins og að laga
tölvuna, hjálpa til með tölvupóst-
inn eða koma prentaranum í lag.
Hún var fljót að tileinka sér nýja
tækni og var dugleg að nota net-
ið og Facebook. Oft á tíðum var
helsta ástæðan fyrir því að mað-
ur setti myndir á netið sú að
amma gæti fylgst með. Hún
sýndi fjölskyldunni og því sem
við vorum að gera svo mikinn
áhuga og var dugleg að skrifa við
myndirnar.
Ég man eftir sprelligosanum
sem gaman var að vera að vera í
kringum. Við kölluðum hana
ömmu kúlu því alltaf fengum við
kúlur hjá henni upp í sumarbú-
stað sem okkur krökkunum
fannst nú ekki leiðinlegt. Ekki
skemmdi fyrir þegar hún fór að
„djögla“ með appelsínur, hélt
þeim á lofti eins og trúður í sirk-
us og manni fannst maður eiga
skemmtilegustu ömmu í heimi.
Þegar hún varð langamma hélt
hún uppteknum hætti, alltaf að
sprella í krökkunum og þau elsk-
uðu að hitta ömmu Diddu.
Þá var amma mikið fyrir að
horfa á sjónvarpið og taka upp
myndir og þætti á vídeótækið
sitt. Ég held að ég hafi fengið þá
áráttu frá henni að þurfa að taka
upp allt sem var í sjónvarpinu.
Ef maður missti af þætti eða
mynd var alveg öruggt að amma
tók það upp og gat lánað okkur
spóluna. Áður en tölvan kom til
þá var það sömuleiðis ástæða
heimsókna að tengja vídeótækið
við afruglarann og sjónvarpið.
Í seinni tíð fór hún að vera
dugleg sem íþróttamaður. Fór að
stunda íþróttir með Glóð og ekki
síður sund sem hún fór í nánast á
hverjum degi. Hún var valin
íþróttamaður ársins árið 2010
hjá Glóð sem gladdi hana mikið
og gerði okkur ættingja og vini
stolt.
Í áttræðisafmælisgjöf fékk
Styrmir þá hugmynd að gefa
ömmu tattú sem hún svo auðvit-
að fékk sér. Hún valdi þríkross-
inn, sem var táknrænt fyrir
hana, þar sem hún hafði gefið öll-
um stelpum í fjölskyldunni hann
að gjöf. Henni þótti nú ekki leið-
inlegt að geta í leiðinni hneyksl-
að sundlaugarvini sína með því
að mæta í sund með nýtt húðflúr
á gamals aldri.
Elsku amma. Takk fyrir allt
sem þú kenndir mér, ég minnist
þín með gleði og brosi og svo
auðvitað einu ísblómi.
Örvar Steingrímsson.
Lífið er magnað ævintýri og
ég vona að dauðinn sé það líka,
því aldrei er allt of langur tími til
þess að hitta þig ekki aftur.
Elsku amma, við vissum alltaf
að þessi stund myndi koma, en
það gerir hana ekkert auðveldari
fyrir okkur sem eftir sitjum. Það
er erfitt að finna réttu orðin, því
þú varst og ert svo mikið meira
en minning.
Þakklæti er ofarlega í huga
þegar ég hugsa til baka, því allt
sem þú gerðir hefur mótað mig
að svo mörgu leyti. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa átt þig, svo
þakklát fyrir að þú hafir ávallt
verið til staðar fyrir mig, hvort
sem það var á sundlaugarbakk-
anum að hvetja mig áfram eða
þegar skíðaferð í menntaskóla
datt upp fyrir svo þú skutlaðir
okkur vinkonunum bara upp í
bústað til þín svo við gætum gert
gott úr því sem komið var. Þakk-
lát fyrir allan tímann sem ég
fékk að eyða með þér, þegar ég
var lítil og allt fram á fullorð-
insár þegar ég flutti að heiman
beint í kjallarann hjá ykkur afa.
Þakklát fyrir sunnudagana, vit-
andi að það væru pönnukökur og
með því ávallt á borðstólum svo
það var alltaf tilefni til þess að
koma í heimsókn. Þakklát fyrir
klúru brandarana þína, prakk-
arastrikin og húmorinn sem
fylgdi þér alla tíð. Þakklát fyrir
hlýjuna, brosið og þéttingsfasta
faðmlagið sem ávallt tók á móti
manni. Þakklát fyrir skilyrðis-
lausu ástina. Þakklát fyrir öll
hlátrasköllin og hreinskilnina.
Þakklát fyrir að hafa átt ömmu,
sem var heimsins best í sínu
hlutverki sem slík og þakklát
fyrir að hafa fengið að kveðja
þig, halda í höndina þína, og
horfa í augun þín vitandi það að
þú varst tilbúin að fara í næsta
ferðalag.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Ég er þér ævinlega þakklát.
Eins og ég sagði síðast þegar
við kvöddumst, þá sjáumst við
seinna.
Ég elska þig mest í heimi,
ávallt og að eilífu.
Þín
Thelma.
Dóra frænka hefur kvatt
þennan heim og hafið ferð um
Sumarlandið. Reyndar erum við
alls óskyldar en hún var eigin-
kona móðurbróður míns. Ég hef
því þekkt hana allt mitt líf. Minn-
isstæðar eru góðar stundir á
Dóra Hannesdóttir HINSTA KVEÐJA.
Í dag kveðjum við elsku-
lega tengdamóður mína en
henni kynntist ég fyrst í
gegnum Blindrafélagið. Ég
kveð hana með þakklæti í
huga, þakklæti fyrir um-
hyggju hennar og elsku-
semi gagnvart mér og
börnum mínum þegar ég
gekk inn í fjölskylduna.
Blessuð sé minning
hennar.
Björg Kjartansdóttir.
Elsku hjartans eiginkona mín, mamma
okkar, tengdamamma og amma,
ESTHER HALLDÓRSDÓTTIR,
Bakkastöðum 161, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut fimmtudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 14. september klukkan 15.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðlækningadeildar
11-EG við Hringbraut fyrir hlýhug og góða umönnun.
Reynir Haraldsson
Halldóra Ósk Reynisdóttir Nazar Byelinskyy
Sebastían Blær Nazarsson
Hörður Luis F. Reynisson Sara Lea Arnarsdóttir
Aron Manuel Harðarson