Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 6
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsmenn Ísafjarðarbæjar hafa með aðstoð verktaka og ráðgjafa unn- ið að því í sumar að finna vatnsleka í vatnsveitunni á Suðureyri. Búið er að einangra vandamálið við eina og hálfa götu og fyrir dyrum stendur að þrengja leitarsvæðið enn frekar til þess að ekki þurfi að grafa upp heila götu til að finna lekann. Lekinn hefur valdið nokkrum vandræðum í allt sumar. Fyrst byrj- aði að bera á vatnsskorti í júní og smám saman versnaði ástandið eftir því sem leið á sumarið, eins og lýst er í frétt á vef Ísafjarðarbæjar. Rennur beint út í sjó Vatnstankur staðarins hefur stund- um tæmst þótt vatni hafi verið ekið á tankbílum frá Ísafirði til að bæta á. Kristján Andri Guðjónsson, for- stöðumaður þjónustustöðvar Ísa- fjarðarbæjar, segir ljóst að einhvers staðar sé útflæði úr kerfinu. Vanda- málið er að húsin eru á sjávarkambi og vatnið rennur beint út í sjó en kem- ur ekki upp úr götunum. Ekki fannst leki þegar lagnirnar voru þrýstiprófaðar. Í síðustu viku var skrúfað fyrir krana í öllum götum þorpsins og síðan opnað fyrir eina og eina götu í einu til að athuga áhrifin. Útflæði mældist eðlilegt nema á einu tilteknu svæði. Kristján Andri segir að búið sé að aftengja nokkur hús á umræddu svæði og eina fiskvinnslu og tengja með slöngum annars staðar við kerfið. Virðist hafa tekist að koma í veg fyrir lekann með því móti. Segir Kristján að eftir sé að finna lekastað- inn og gera við. Til þess verði að ein- angra hann enn frekar, eða grafa upp heila götu sem hann vill komast hjá að gera. „Þetta er eins og að leita í myrkri,“ segir hann. Ekki vatnslaust lengi í einu Íbúar hafa orðið fyrir óþægindum vegna vatnsskorts í sumar, sérstak- lega í efri götum þorpsins. Þá þurfti að loka sundlauginni í nokkra daga. Óðinn Gestsson, framkvæmda- stjóri fiskvinnslufyrirtækisins Ís- landssögu, segir að fyrirtækið hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni vegna vatnsleysis. Vandræði hafi orðið hjá einhverjum íbúum en enginn hafi ver- ið vatnslaus lengi í einu. Kristján Andri segir að verið sé að endurnýja vatnslögn úr Staðardal til Suðureyrar. Hún anni meiru og sé öruggari. Tafsöm leit að leka á vatnslögninni - Vatnsleysi hefur valdið vandræðum á Suðureyri - Búið að afmarka lekasvæðið en ekki gera við Morgunblaðið/Golli Suðureyri við Súgandafjörð Búið er að koma í veg fyrir vatnslekann en eftir að finna gatið og gera við það. „Við höfum lesið um þetta í fjölmiðl- um eins og aðrir og sjúkraflutninga- fólk sem þarna ekur um hefur þegar lýst ákveðnum áhyggjum,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkvi- liðsstjóri slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, um endurgerð gatnamóta Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. „Þetta eru sjálfsagt þau gatnamót sem sjúkrabílar fara hvað oftast yfir, við erum stöðugt þarna á ferðinni.“ Til stendur að endurgera gatna- mót Bústaðavegar og Háaleitis- brautar í september og verða að- liggjandi götur og gangstéttir aðlagaðar í leiðinni. Þrengja á Háa- leitisbraut ofan við Bústaðaveg þannig að akvegurinn verði með einni akrein í hvora átt þar sem gönguleið þverar götuna. Með þessu stendur til að bæta umferðaröryggi allra vegfarenda og er áætlað að framkvæmdum ljúki í desember. „Við erum að fara yfir þetta og ætl- um að setja okkur í samband við borgina og fá betri upplýsingar,“ segir Birgir. Hluti af daglegum verkefnum „Við breytum leiðinni tímabundið á meðan þessar framkvæmdir eru í gangi,“ segir Jóhannes Svavar Rún- arsson, framkvæmdastjóri Strætó. Biðstöðvar Strætó verða færðar til og gangbraut yfir götuna endurgerð vegna þrengingarinnar. „Við gerum þetta svo sem reglulega. Við höfum til dæmis þurft að endurskipuleggja ferðir Strætó í Kópavogi vegna breytinga þannig að þetta er hluti af daglegum verkefnum.“ „Það hefur verið mikið um rask- anir í allt sumar vegna malbikunar- framkvæmda og þess háttar og svo koma náttúrlega upp svona tilvik. Þetta hefur til dæmis komið upp í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ, þannig að við erum alveg vön að glíma við svona verkefni og gerum það í samráði við sveitarfélögin. Þetta mun auðvitað hafa áhrif á þjónustu við þau sem búa nálægt þessum biðstöðvum sem flytjast tímabundið, það er ekki spurning,“ segir Jóhannes og bætir við að far- þegar séu beðnir um að sýna biðlund. Áhyggjur vegna sjúkraflutninga - Endurgerð gatnamótanna í bígerð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Háaleitisbraut Til stendur að endurgera gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar í september og verða að- liggjandi götur og gangstéttir aðlagaðar í leiðinni. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í desember. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.