Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Glærir ruslapoka
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
1.995
Strákústar
mikið úrval
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16
Garðslöngur
í miklu úrvali
Hrífur
Greinaklippur
frá 585
Burstar framan
á borvél 3 stk.
Mikið úrval af
garðstömpum
Fötur í
miklu úrvali
frá1.495
Laufhrífur
Tveir starfsmenn Viðskiptaráðs
svöruðu í grein hér í blaðinu í
gær sjónarmiðum
Eflingar um að „við
undirritun kjara-
samninga í haust
hækki laun sem
nemur 7,5% verð-
bólgu samkvæmt
spá Hagstofu auk
spár um 2% fram-
leiðniaukningu,
samtals að með-
altali 9,5% með
flatri hækkun upp
á kr. 66.000 fyrir
alla tekjuhópa.
Fullyrt er að svig-
rúm sé til þessa.
Jafnframt er því
haldið fram að
þessar launahækkanir muni ekki
hafa áhrif á verðlag.“
- - -
Útreikningar Eflingar horfi að-
eins til þessa árs, en eins og
greinarhöfundar benda á þarf að
horfa til þróunar frá síðustu
kjarasamningum árið 2019.
- - -
Samkvæmt forsendum Eflingar
er innistæðan til launahækk-
ana þessi, að mati greinarhöf-
unda: „Frá ársbyrjun 2019 og til
loka ársins 2022 má vænta sam-
tals 22% verðbólgu, 2,7% hag-
vaxtar og 8,1% fólksfjölgunar
miðað við nýjustu spár. Fram-
leiðni hagkerfisins samkvæmt
skilgreiningu Eflingar mun því
fyrirsjáanlega dragast saman um
5,4%.
Svigrúm til launahækkana yfir
þetta tímabil er því 16,6%, miðað
við aðferðafræði Eflingar. Laun
hafa aftur á móti þegar hækkað
um 24,9% frá undirritun síðustu
kjarasamninga, langt umfram
þróun verðlags og framleiðni.
Svigrúm til launahækkana við
gerð næstu kjarasamninga ætti
því að vera neikvætt um 8,3% mið-
að við aðferðafræði Eflingar.“
Elísa Arna
Hilmarsdóttir
8,3% neikvætt
svigrúm Eflingar
STAKSTEINAR
Jóhannes
Stefánsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlotta@mbl.is
Bæjarhátíð Seltjarnarness hefst í
dag eftir tveggja ára hlé og stendur
yfir helgina. Græn uppskerumessa
fer fram í Seltjarnarneskirkju kl. 11
á sunnudag. Hefur messan alltaf
verið mjög vel sótt.
„Þetta er tólfta árið sem við ger-
um þetta í Seltjarnarneskirkju og
alltaf lukkast mjög vel, segir Bjarni
Þór Bjarnason, sóknarprestur í Sel-
tjarnarneskirkju. „Við erum í græna
hverfinu og verðum heldur betur
græn vegna þess að við verðum
einnig með grænmetismarkað til
styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar og
rennur allur ágóði til innanlandsað-
stoðar, fyrir fjölskyldur í neyð. En
það er Sölufélag garðyrkjumanna
sem gefur okkur grænmeti. Við er-
um búin að gera þetta í mörg ár og
þetta hefur alltaf verið mjög
skemmtilegt,“ segir Bjarni Þór.
Þá segir hann mikla tilhlökkun
fyrir sunnudeginum. „Það verða
léttir sálmar sem auðvelt er að
syngja, allir mjög fjörlegir“.
Í tengslum við bæjarhátíðina
nefnir hann einnig fjölskyldudag
sem fram fer í Gróttu á morgun,
laugardag. Þar verður organisti Sel-
tjarnarneskirkju með harmonikku
og mun hann leika fyrir gesti og
gangandi.
Græn uppskerumessa um helgina
- Búast má við miklu fjöri á Seltjarnarnesi þegar bæjarhátíð gengur í garð
Morgunblaðið/Golli
Nesið Búist er við fjörugri helgi.
Austfirska laxeldisfyrirtækið Ice
Fish Farm er að setja út seiði í kvía-
ból í Fáskrúðsfirði og í framhaldinu
verður settur út fiskur í stöðvar í
innri hluta Reyðarfjarðar. Lítið eldi
hefur verið hjá fyrirtækinu eftir að
staðfest var að meinvirkt afbrigði
ISA-veirunnar, sem getur valdið
sjúkdómnum blóðþorra í laxi, hafði
greinst í sýnum úr laxi á kvíabólum í
Reyðarfirði og Berufirði.
Búið er að slátra laxi upp úr kví-
um á þeim kvíabólum þar sem veir-
an greindist nema á einum stað í
Berufirði. Þar hefur veiran ekki náð
sér á strik og þess vegna hefur fisk-
urinn fengið að vaxa í sumar og
verður slátrað á næstu vikum. Þá
hefst laxaslátrun aftur hjá Búlands-
tindi á Djúpavogi eftir smá hlé.
Veiran hefur ekki greinst í Fá-
skrúðsfirði þar sem nú er verið að
setja út seiði. Hins vegar er búið að
skipta un net og sótthreinsa allan
búnað sem notaður er í Berufirði
svo hægt verði að setja lax þar út í
haust, á kvíaból sem hefur fengið
sína hvíld eftir að veiran greindist
þar.
Gangi áætlanir eftir verður hægt
að hefja slátrun að nýju á seinni-
hluta næsta árs, eftir nokkurra
mánaða hlé vegna afleiðinga veir-
unnar. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Berufjörður Seiði verða á nýjan leik sett út í kvíar í innanverðum firðinum.
Setja aftur út fisk í
kvíar í Reyðarfirði
- Slátrað úr síðustu kvíunum á næstunni