Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 2
Við fáum þrettán þúsund krónur á viku fyrir tvær manneskjur. Krystyna Ivaschenko, flóttamaður frá Úkraínu Bændur hafa sigað hundum á hreindýrin. Áfram Ísland! Það var rífandi stemning í Minigarðinum í gær þegar stuðningsfólk handboltalandsliðsins mætti til að horfa á fyrsta leik Íslands á HM. Fréttablaðið/Valli Hótelið í Grindavík, sem hýsir f lóttafólk og þá sem koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd, er bjart og gott og laust við myglu. Grindvíkingar eru ósáttir og hóta stjórnvöldum dagsektum. benediktboas@frettabladid.is StjórnSýSla „Okkur líður vel í hús- inu, hér er bjart, eldunaraðstaðan er góð og húsið virðist gott,“ segir Krystyna Ivaschenko frá Úkraínu sem dvelur í Geo-hotel í Grindavík sem áður var félagsheimilið Festi. Ivasch enko kom hingað til lands um miðjan desember. Bæjarráð Grindavíkur er mjög ósátt við vinnubrögð stjórnvalda í málinu. Segir í bókun bæjarráðs að útleiga hússins fyrir fólkið sam- ræmist ekki samþykktri notkun. Þá kom fram í blaði Víkurfrétta að húsnæðið væri myglað. Eigandi hússins kannast lítið við þessar staðhæfingar. Eigandinn bendir á að það hafi mælst mygla í einu herbergi af 38 vegna leka frá þaki, sem hafi verið lagað og nýtt leyfi fengið frá Heil- brigðiseftirliti Suðurnesja eftir að eftirlitið var búið að skoða hótelið og staðfesta að engin merki væru um myglu í fasteigninni. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Vinnumálastofnun segir í bréfi til bæjarins að hótelið sé eina hús- næðið sem sé fast í hendi til þess að mæta brýnni húsnæðisþörf fyrir f lóttafólk og fólk sem sé að sækja um alþjóðlega vernd. Því þurfi að taka húsnæðið í notk- un þrátt fyrir afstöðu heimamanna. Þegar Fréttablaðið settist niður með kaffibolla á hótelinu í gær var varla að sjá annað en húsnæðið væri í góðu standi og góður andi innan- dyra. Hópurinn sem blaðið sat með var annars vegar frá Úkraínu og hins vegar par frá Venesúela en konan ber barn undir belti. Hópurinn var sammála um að erfiðast væri að hafa lítið á milli handanna og mega ekki leita að vinnu. „Við fáum þrettán þúsund krónur á viku fyrir tvær manneskjur,“ segir Krystyna og segir að peningarnir dugi lítið fyrir búðarferð á verðlagi dagsins í dag. Grindvíkingar höfnuðu samningi við Vinnumálastofnun um að taka við f lóttamönnunum í upphafi og hafa hótað stjórnvöldum dag- sektum. „Það er dýrt að lifa hér í Grindavík og jafnvel þótt við mættum leita að vinnu þá kostar það þrjú þúsund krónur að fara til Reykjavíkur. Við höfum augljóslega ekki ráð á því,“ bætir Krystyna við. En þrátt fyrir allt er hún brosandi yfir að vera á Íslandi, fjarri átök- unum í heimalandinu. n Bjart yfir flóttafólki sem bíður örlaga sinna í Festi Krystyna er í ljósbláu peysunni, þriðja frá vinstri. Hér ásamt öðrum Úkraínu- búum sem bíða örlaga sinna. Við hlið hennar er par frá Venesúela. Fréttablaðið/Sigtrygur ari Hreindýr eru ekki vinsæl alls staðar. Fréttablaðið/Vilhelm kristinnhaukur@frettabladid.is múlaþing Sveitarfélagið Múlaþing hefur óskað eftir því við Umhverf- isstofnun að vöktun verði hafin á hreindýrum vegna tjóns sem þau valda á jörðum. Verður rannsakað hversu margar jarðir verða fyrir tjóni af völdum dýranna. Meðal annars á túnum, ökrum og skóg- ræktarsvæðum. Ekki er um nýtt vandamál að ræða en fréttir hafa borist af tjóni í gegnum tíðina. Til dæmis greindi RÚV frá því árið 2012 að stór hrein- dýrahjörð hefði nagað upp tré hjá bónda á bænum Fagradal í Breið- dal. Bóndinn sagðist ráðalaus en reyndi að stugga dýrunum burt með því að siga á þau hundum. Auk þess ryksuguðu hreindýrin upp nýgræðing. n Hreindýr valda tjóni á jörðum kristinnpall@frettabladid.is reykjavík Stöðumælaverðir eru ekki farnir að sekta einstaklinga á vistvænum bílum sem nota skífur frá síðasta ári, eftir að ákveðið var að falla frá fyrri reglum um að vistvænir bílar fái að leggja endur- gjaldslaust í 90 mínútur. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins í gær. Spurt var hvort byrjað væri að sekta og hversu margir hefðu fengið sekt fyrstu tíu daga ársins þar sem breytingin tók gildi um áramótin. Talsmaður Bílastæðasjóðs sagði að ekki væri farið að sekta. Fyrst um sinn fái aðilar viðvörun áður en sektað verði. n Fá viðvörun áður en sektað verður kristinnhaukur@frettabladid.is hafnarfjörður Samfylkingin í Hafnarfirði vill rannsókn á meng- unarslysinu í Costco sem olli mikilli lykt í stórum hluta Hafnarfjarðar. Einkum í vesturbænum og norður- bænum. Greint var frá því fyrir jól að íbúar fundu fyrir höfuðverk og ógleði vegna lyktarinnar. Hana mátti rekja til bilunar í hreinsibún- aði bensínstöðvar Costco. Samfylkingin leggur til rann- sókn á slysinu og viðbrögðum við því, hverjir verkferlar bæjarins séu, hversu mikið magn olíu fór úr kerfinu hjá Costco og hver sé ábyrgð Costco. Einnig að heilbrigðiseftir- litið geri greinargerð um slysið. n Vilja rannsókn á fýluslysi Costco - einfaldara getur það ekki verið! 2 Fréttir 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.