Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 21
Sandra Grétarsdóttir starfar sem dáleiðandi og býður fólki að koma til sín í með- ferðardáleiðslu. Aðspurð hvernig henni hafi dottið í hug að læra meðferðardáleiðslu segir hún: „Ég hef lengi haft áhuga á því hvernig við erum samsett sem manneskjur og hvernig hugur okkar starfar. Ég fór á grunnnám- skeið í meðferðardáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands fyrst og fremst til að fræðast meira um starfsemi hugans og svala forvitni minni um hvernig dáleiðsla virkar á huga og líkama.“ Sandra heldur áfram: „Nám- skeiðið var mjög áhugavert og það má segja að það hafi opnast nýr heimur fyrir mér. Námið var ítarlegt og vel skipulagt, nemendur strax látnir vinna mikið verklega með því að dáleiða hver annan. Þegar grunnnámskeiðinu lauk hafði ég gert mér grein fyrir því hvað dáleiðsla er mögnuð aðferð til að aðstoða fólk í átt að betri líðan bæði andlega og líkamlega. Ég hef mikla löngun til að hjálpa fólki og það er mjög gefandi að upplifa það þegar einstaklingur nær bata andlega og/eða líkamlega. Það lá því beint við að taka framhalds- námskeiðið hjá sama skóla sem nefnist Hugræn endurforritun, en með þeirri meðferð er hægt að ná ótrúlegum árangri.“ Sandra segist ekki hafa gert sér ljóst fyrir námskeiðið hvernig reglurnar sem við höfum lært ómeðvitað frá því við vorum börn stjórna lífi okkar. „Það má segja að við förum flest á sjálfstýringu í gegnum lífið. Við fylgjum reglun- um sem búa í undirvitund okkar í öllum samskiptum og því sem við tökum okkur fyrir hendur. Á fyrstu árunum safna börn upplýsingum um hvernig eigi að hegða sér í fjölskyldunni og í þjóð- félaginu og þau trúa einfaldlega öllu sem þau sjá og heyra. Á þessu tímabili er undirvitundin mest að störfum og allt í umhverfi barns- ins, gott eða slæmt, síast þar inn eins og barnið upplifir það. Það má kalla þetta forritun þar sem þetta verður í huga viðkomandi til frambúðar,“ segir hún. „Undirvitundin geymir minn- ingar okkar og tilfinningar, þar verða til vana- og hegðunarmynst- ur. Þessum vana- og hegðunar- mynstrum getur verið erfitt að breyta þar sem við höfum almennt ekki aðgang að undirvitundinni. Það er þó hægt að breyta þeim í dáleiðslumeðferð. Þar vinnum við djúpt í undirvitundinni í sam- vinnu við meðferðarþegann. Við skoðum og tökum á tilfinningum og afleiðingum þeirra og breytum vana- og hegðunarmynstrum til þess að meðferðarþeginn öðlist betri líðan.“ Hreinsum hugann „Í Hugrænni endurforritun byrjum við á að hreinsa hugann af því sem hefur íþyngt okkur, oftast í fjölda ára. Það eitt getur létt á andlegri líðan og skapað rými fyrir eitthvað uppbyggilegra,“ segir Sandra um framkvæmdina. „Það má segja að dáleiðslu- ástand sé í raun eðlilegt hugar- ástand sem við upplifum oft í daglegu lífi, til dæmis þegar við sökkvum okkur ofan í góða skáld- sögu eða sumir jafnvel við upp- vaskið. Í meðferðardáleiðslu förum við dýpra í undirvitundina. Öll meðferðardáleiðsla er í raun leidd sjálfsdáleiðsla þar sem dáleiðandi er leiðbeinandi en vinnan fer fram í undirvitund dáleiðsluþegans. Dáleiðsluþeginn þarf sjálfur að vilja þær breytingar, framför eða bata sem eftir er sóst og ekkert er gert án hans samþykkis.“ Sandra segir að afleiðingar áfalla séu oft mjög miklar. „Margir kvillar sem við glímum við eru afleiðingar áfalla og oft á tíðum hefur hugurinn fundið sér ákveðna leið til að takast á við þær tilfinningar sem fylgja áföllum. Ef við tökum fíkn sem dæmi þá má segja að fíknin sé ekki rót vandans heldur einkenni hans. Fíknin er þá leiðin sem viðkomandi hefur notað til að bæla niður tilfinn- ingarnar sem fylgja rót vandans. Rót vandans er í undirvitundinni og hana er hægt að uppræta,“ útskýrir hún. „Þau sem hafa leitað til mín hafa öðlast betra líf á margan hátt. Þau hafa meðal annars öðlast skýrari sýn á lífið, náð betri svefni, losnað við erfiðar tilfinningar, náð sáttum við sjálfa sig og aðra, losnað undan fíkn, fengið lausn frá vefjagigt, depurð, ótta og kvíða. Við getum sjálf gert ýmislegt til að stjórna huga okkar, en þegar aðstoðar er þörf þá er meðferðardáleiðsla ein af áhrifaríkustu og varanlegustu leiðunum.“ n Í náminu opnaðist fyrir mér nýr heimur Sandra segir meðferðardáleiðslu eina af áhrifaríkustu og varanlegustu leiðunum til að ná stjórn á huganum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íris Huld Hákonardóttir starfar sem sjúkraþjálfari og klínískur dáleiðandi og hefur fjölmörg önnur verkfæri í verkfærakistunni. Þegar Íris Huld er spurð að því hvernig stóð á því að hún fór í nám í meðferðardáleiðslu segist hún alltaf hafa haft áhuga á öllu sem við kemur líkamanum. „Ég er lærður íþróttakennari frá Kennaraháskólanum, einkaþjálfari og lauk námi í sjúkraþjálfun í Kaup- mannahöfn árið 2006. Ég hélt svo áfram að bæta ýmsu við í verk færa- kistuna mína, lærði höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð (Cranio), OPJ orkupunktajöfnun og sat fjölmörg námskeið bæði varðandi sjúkraþjálfun og annað,“ segir hún. „Mér varð strax ljóst að ég var að vinna með hugann jafnt og líkamann. Ég upplifði til dæmis að afleiðingar áfalla sem við vinnum ekki úr setjast oft einhvers staðar í líkamann sem verkir eða koma fram sem sjúkdómar síðar á lífs- leiðinni. Áföllin þurfa alls ekki að vera alvarlegs eðlis til þess að líkaminn geymi þau einhvers staðar. Oft erum við ekki meðvituð um afleiðingar áfalla en líkaminn geymir þær.“ Íris Huld segir að dáleiðslunámið hafi komið á óvart þótt hún hafi lesið mikið um dáleiðslu. „Námið hjá Dáleiðsluskóla Íslands var allt öðruvísi nám en nokkuð sem ég hafði lært áður. Miklu dýpra. Ég upplifði mjög jákvæðar breytingar á sjálfri mér í náminu og hópurinn sem ég lærði með var frábær. Að kynnast undirvitundinni er mjög sérstök Hægt að vinna með allt mannlegt Íris hefur meðal annars notað sjálfsdáleiðslu til að stjórna eigin líðan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í Hugrænni endur- forritun byrjum við á að hreinsa hugann af því sem hefur íþyngt okkur, oftast í fjölda ára. Sandra Grétarsdóttir • Það er mikil eftirspurn eftir sálfræðitímum og langir biðlistar hjá flestum þeirra. • Það er til önnur og mun hraðvirkari leið til að bæta andlega líðan: • Klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun. • Kynntu þér málið hér ! https://fkdal.is/endurforritun upplifun, nokkuð sem allir ættu að læra. Ég fékk aðgang að sjálfri mér, þessum hluta sem er venjulega utan seilingar. Nú get ég notað sjálfsdáleiðslu til þess að stjórna því hvernig mér líður. Ef ég er að fara í eitt- hvað krefjandi verkefni þá fer ég í sjálfsdáleiðslu. Ég sé fyrir mér að allt gangi vel og set inn jákvæða sýn á það sem ég er að fara að gera. Ég hef einnig notað dáleiðslu til að hætta að fresta verkefnum. Við það minnkaði streitan og mér líður svo miklu betur. Frestunarárátta getur verið mjög streituvaldandi. Oft eru þetta ekki einu sinni stór og tímafrek verkefni sem verið er að velta á undan sér og með sjálfs- dáleiðslu er auðvelt að koma þeim í verk.“ Íris Huld hefur náð mjög góðum árangri með meðferðarþegum sínum, en hún notar fyrst og fremst Hugræna endurforritun, sem er unnin í dáleiðsluástandi. „Það hefur aldrei komið fyrir hjá mér að meðferðarþegi dáleiðist ekki. Ég á þá reynslu eftir. Þau sem hafa komið til mín hafa náð mjög góðum árangri, meðal annars minnkað verki, aukið sjálfstraustið, náð tökum á mataræði, losnað við erfiðar hugsanir og byrjað reglulega hreyfingu sér til góðs og ánægju. Það má segja að listinn yfir það sem hægt er að bæta með Hugrænni endurforritun sé nær endalaus. Kvíði og þunglyndi eru stærstu málin en í raun er hægt að vinna með allt sem mannlegt er og ná árangri,“ segir Íris Huld að lokum. n kynningarblað 9FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.