Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 16
Svava Björk Ólafsdóttir,
stofnandi og sérfræðingur í
nýsköpun hjá RATA, stofn-
andi Hugmyndasmiða og
framkvæmdastjóri Framvís,
lauk meistaragráðu í verk-
efnastjórnun MPM frá HR
árið 2015.
„Ég heillaðist af MPM-náminu
þegar ég byrjaði að líta í kringum
mig eftir krefjandi verkefna-
stjórnunarnámi og fannst það
fyrirkomulag að geta stundað
námið með vinnu spennandi. Það
reyndist mjög lærdómsríkt að fá
tækifæri til að prófa sig áfram með
verkfærin úr náminu í raunverk-
efnum strax. Þá er aðstaðan í HR til
fyrirmyndar og viðmótið persónu-
legt.“
Svava Björk er með BS í ferða-
málafræði og lauk einnig mark-
þjálfanámi árið 2019. Hún var áður
verkefnastjóri hjá Icelandic Start-
ups og í dag kennir hún einnig og
stýrir námskeiðinu Nýsköpun og
stofnun fyrirtækja við Háskólann í
Reykjavík.
Lífið er hópavinna
„Helsti kostur námsins var í raun
hvað það voru mörg hópaverkefni.
Lífið er hópavinna, hvort sem
það er fjölskyldan, starfið eða
áhugamálin mörg hver. Á þessum
tveimur árum lærði ég mest af
því að vinna með samnemendum
mínum, spegla sjálfa mig í nánu
samstarfi og tileinka mér auðmýkt
og verklag sem leiðir til árangurs.
Það skemmdi svo alls ekki fyrir
að bekkurinn minn var skipaður
mjög góðu fólki, sem hvert og eitt
kenndi mér svo ótal margt sem
ég nýti mér dagsdaglega í mínum
verkefnum.
Góð samskiptatækni og verklag
sem virkar fyrir teymi er eitt af því
mikilvægasta sem maður getur
tekið með sér úr námi og að mínu
mati stóð MPM-námið sannarlega
fyrir sínu í þeim efnum. Það er
gaman að segja frá því að undan-
farin fimm ár hef ég fengið tæki-
færi til að koma inn í námið til að
hitta nýnemana og hrista þá
saman. Þá segi ég þeim gjarnan
að það dýrmætasta sem þau fá út
úr náminu sé hvert annað og það
sé því lykilatriði að skapa traust
svo þau fái tækifæri til að fara á
dýptina í öllu samstarfi. Þannig
lærir maður mest.“
Fyrir utan þessa mannlegu þætti
segist Svava einnig hafa öðlast
aukna innsýn í ferlið að baki því
að stýra stórum verkefnum. Það
hafi sannarlega reynst henni vel
í starfi enda sé allt sem hún gerir
verkefnamiðað og vinnubrögðin
beri keim af því sem hún lærði í
MPM-náminu.
Frumkvöðull og englafjárfestir
„Ég starfa að langmestu leyti í
stuðningsumhverfi nýsköpunar,
er sjálf frumkvöðull og englafjár-
festir og það er gefandi að geta
veitt öðrum innsýn í verkefna-
stjórnun og þannig stutt við að
hugmyndir verði að starfandi
fyrirtækjum. Svo verð ég líka að
nefna að ég kynnist samstarfs-
konu minni í RATA, henni Hafdísi
Huld, í MPM-náminu sem var
svo sannarlega frábær bónus.
Við vorum öflugar í hagsmuna-
ráði námsins og lögðum okkar
lóð á vogarskálarnar til að koma
röddum nemenda áfram til stjórn-
enda. Ætli sú vinna hafi ekki verið
grunnurinn að okkar samstarfi í
dag en tilgangur RATA er að efla
einstaklinga, teymi og skipulags-
heildir í átt að eigin árangri.“
MPM-nám við HR (Master of
Project Management) er alþjóð-
lega vottað 90 ECTS-eininga
háskólanám á meistarastigi.
Námið er stjórnunar- og leið-
toganám með sérstakri áherslu á
stjórnun umfangsmikilla verkefna,
verkefnaskráa og verkefnastofna.
Námið býr nemendur undir að
stjórna fyrirtækjum, félögum,
stofnunum og teymum. MPM-
námið varir í tvö ár og er eitt
námskeið kennt í senn sem lýkur
ýmist með verkefnum eða loka-
prófi. Kennsla fer fram á íslensku
og ensku. n
Lykilatriði að skapa traust í náminu
Svava Björk
Ólafsdóttir,
sérfræðingur í
nýsköpun hjá
RATA, stofnandi
Hugmynda-
smiða og
framkvæmda-
stjóri Framvís.
MYND/
Cat GuNDrY-BeCk
Á þessum tveimur
árum lærði ég mest
af því að vinna með
samnemendum mínum,
spegla sjálfa mig í nánu
samstarfi og tileinka mér
auðmýkt og verklag sem
leiðir til árangurs.
4 kynningarblað 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURskóLar og námskeið