Fréttablaðið - 13.01.2023, Síða 4

Fréttablaðið - 13.01.2023, Síða 4
Kannski eru komnir nýir tímar þar sem hagsmunir náttúr- unnar fá aukið vægi. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi Spáð er allt að 15 stiga frosti báða dagana. ,,Hægt og rólega fann maður sjálfstraustið aukast” ,,Ég mæli eindregið með Dale Carnegie. Æfingarnar sem notaðar voru á námskeiðinu voru mjög krefjandi en hægt og rólega fann maður sjálfsöryggið aukast” - Viktor Gísli Hallgrímsson Dale Carnegie hjálpar þér að leysa út læðingi orkuna sem í þér býr og gefur hugsunum þínum vængi. Sjáðu dagsetningar og upplýsingar um öll námskeið á dale.is Svæðið sem myndi fara undir virkjun er algjörlega óspillt og Lambhagafossar ein helsta náttúruperlan. Vatnsrennsli þeirra myndi skerðast verulega. fréttablaðið/anton brink Fulltrúi í minnihluta Skaftár- hrepps segir mikilvægan áfangasigur hafa unnist í verndun íslenskrar náttúru með úrskurði gegn Hnútu- virkjun. Óröskuð náttúra hafi öðlast aukið vægi innan kerfisins. bth@frettabladid.is Skaftárhreppur „Þetta er stórkost- legt, alveg stórsigur fyrir náttúru- vernd. Ég ber djúpa virðingu fyrir þeim sem tóku slaginn og kærðu, ég er mjög þakklát þeim,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi. Fjölmargar kærur sem bárust úrskurðarnefnd umhver f is-og auðlindamála vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Skaftárhrepps sem samþykkt hafði umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, hafa leitt til afturköllunar framkvæmdaleyfis. Skaftárhreppur fylgdi ekki reglugerð. Landvernd segir að lög um náttúru- vernd yrðu brotin með virkjun. Hin fyrirhugaða virkjun hefur verið gríðarlega umdeild. Skemmst er að minnast umfjöllunar Hring- brautar og Fréttablaðsins sem lagði leið sína á fyrirhugaðan virkjanastað þar sem röskun Lambhagafossa var meðal annars til umfjöllunar. Minnihluti sveitarstjórnar lagð- ist hart gegn áformunum. Heiða Guðný, sem sat í minnihlutanum, telur úrskurðinn til marks um nýjan skilning er kemur að náttúruvernd. „Miðað við hvernig landið hefur legið átti ég allt eins von á að þessi úrskurður félli virkjanamegin. Kannski eru komnir nýir tímar þar sem hagsmunir náttúrunnar fá aukið vægi.“ Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin myndi hafa áhrif á tvö svæði sem heyri undir sérstaka vernd, Skaftáreldahraun og Lamb- hagafossa. Tekur úrskurðarnefndin að nokkru undir gagnrýni er fram- kvæmdaleyfið var veitt. Sem dæmi hafi ekki verið rakið nægilega með hvaða hætti Hnútu- virkjun muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. „Hér má einnig nefna að stað- hæft er að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfir- leitt vera opinn fyrir henni,“ segir í úrskurðinum. „Við sem skipuðum sveitalistann á síðasta kjörtímabili tókum þennan slag, við mölduðum í móinn á öllum stigum, innan skipulagsnefndar og sveitarstjórnar og létum gera fullt, fullt af bókunum,“ segir Heiða. „Niðurstaðan er að óröskuð nátt- úrusvæði njóti aukins áhuga og virðingar innan kerfisins og að það borgi sig að sækja svona mál.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir að aldrei áður hafi framkvæmdaleyfi verið fellt úr gildi af efnisástæðum. Hún túlkar það þannig að erfitt verði fyrir sveitarstjórn að gefa út nýtt leyfi. Þá vanti rökstuðning fyrir hvers vegna sveitarstjórn vilji brjóta náttúruverndarlög. Jóhannes Gissurarson, oddviti í Skaftáhreppi, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins. n Heiða bóndi fagnar niðurstöðu og segir um tímamótaúrskurð að ræða kristinnpall@frettabladid.is akureyri Skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt að vísa deiliskipu- lagi að grafreit í Naustaborgum til gerðar starfsáætlunar. Í fimmtán ár hefur verið umræða um nýjan kirkjugarð. Árið 2017 var samþykkt að bæta því við aðalskipulag. „Þetta er eitt skref áfram. Það tók tuttugu ár að koma þessu á aðal- skipulag og við erum að færast í rétta átt,“ segir Smári Sigurðsson hjá Kirkjugörðum Akureyrar. n Vilja grafreit á deiliskipulagið kristinnpall@frettabladid.is ÍSafjarðarbær Í ársskýrslu slökkvi- liðs Ísafjarðarbæjar er kallað eftir nýrri slökkvistöð enn eitt árið og minnst á að það hafi komið í ljós við skoðun að þakið leki. Sigurður A. Jónsson slökkviliðsstjóri segist vera hóflega bjartsýnn á að fá nýja starfs- stöð en um leið sé þörf á því þar sem núverandi stöð uppfylli ekki kröfur. Fyrst þurfi að laga núverandi stöð. „Það er búið að vera kosninga- loforð í langan tíma að lofa nýrri slökkvistöð. Ég bind vonir við að hún rísi einn daginn en staðreynd málsins er að það er brýn þörf á bættri aðstöðu.“ Við skoðun Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar, HMS, komu í ljós nokkur atriði sem þarf að lagfæra, meðal annars þakið. Þá sé mikil þörf á nýrri slökkvistöð þar sem núverandi aðstaða standist engan veginn nútímakröfur hvað varðar pláss eða aðbúnað fyrir starfsfólk. Slökkvistöð standist ekki nútímakröfur og sé farin að leka kristinnhaukur@frettabladid.is reykjavÍk Opið verður allan sólar- hringinn í neyðarskýlunum, bæði á laugardag og sunnudag, vegna kulda. Spáð er allt að 15 stiga frosti báða dagana og hefur neyðaráætlun í málaf lokki heimilislausra með miklar og f lóknar þjónustuþarfir verið virkjuð vegna þess. Samkvæmt Reykjavíkurborg er markmið neyðaráætlunarinnar að tryggja að upplýsingar um slæmt veður og breyttan opnunartíma neyðarskýla berist gestum þeirra og öðrum sem kunna að vera í ótryggum aðstæðum. Vel sé fylgst með veðurspám og tilkynningum almannavarna í allan vetur og brugðist við þegar þörf er á. n Neyðarskýlin opin alla helgina Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Við höfum undanfarin ár sinnt viðhaldi en nú er kominn upp leki og það þarf að ráðast í endurbætur því við erum ekkert að fara héðan strax. Hvort það verður eftir einhver ár veit ég ekki, en það þarf að gera við þakið því þetta eykur hættuna á sveppamyndun sem myndi gera vinnustaðinn óvinnuhæfan,“ segir Sigurður. HMS fór fram á úrbætur á ýmsum sviðum í úttekt á dögunum. „Það vantar fleiri fermetra, vantar búningsaðstöðu fyrir konurnar. Þær þurfa að geta gengið að sínu svæði lögum samkvæmt,“ segir Sigurður en af 55 starfandi slökkviliðsmönn- um á Ísafirði eru fimm konur. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir það forgangs- verkefni að koma þessu í lag. „Næsta skref er að finna aðila til að gera við þetta. Við höfum mögu- leikann á nýrri stöð til framtíðar en við þurfum fyrst að leysa þetta vandamál,“ segir Arna. n 4 Fréttir 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.